Skinfaxi - 01.02.1996, Qupperneq 27
lært að kasta á milli, skjóta og allt þannig
en það vantaði allan skilning á leiknum.
Hvernig þjálfara eru krakkarnir að fá í
yngri flokkunum í dag?
Guðný: Eg held að þetta hafi nú lagast
mikið en samt er alltaf eitthvað innan um
að illa sé staðið að hlutunum og einhverjir
sem ekkert kunna fengnir til að þjálfa.
Það er líka ekkert kennt hérna á Islandi
hvernig kenna á handbolta og því mjög
erfitt fyrir einhvern sem vill þó læra að
komast á námskeið. Það sást kannski best
þegar Boris kom og þjálfaði Valsarana
hversu mikið hann kom með af æfingum
sem við höfðum aldrei séð hérna á
Islandi. Judith, sem var hjá IBV en er nú
að þjálfa hjá Haukum og Stjörnunni, kom
líka með mjög mikla reynslu og þekkingu
með sér sem þjálfari og það á eftir að skila
sér seinna með betri leikmönnum.
Ragnheiður: Það vantar allt of mikið fólk
sem hefur virkilega einhverja reynslu og
þekkingu á því sem það er að gera. Þetta
sést auðvitað best á Valsstelpunum og
strákunum þar sem Boris hefur þjálfað
upp frá grunni einstaklinga sem eru í
fremstu röð í handboltanum í dag.
Hvernig á að ala upp góðan
íþróttamann í dag? Nú eru mjög
misjafnar skoðanir á því hversu langt
skal keyra krakkana áfram til að vinna.
Eiga þjálfarar að tefla fram sterkasta
liðinu eða eiga allir að fá að vera með?
Guðný: Eg hef orðið vör við það þegar ég
er að þjálfa að krakkarnir vilja vinna.
Upp að vissum aldri verða auðvitað allir
að fá að vera með en samt finnur maður
fyrir því að þau eru svekkt ef þau vinna
ekki. Það verður að finna einhvern
milliveg.
Ragnheiður: í 6. flokk er t.d. þátttakan
aðalatriðið en samt verða leikmennirnir
ekki sáttir ef þeir tapa.
Guðný: Það er líka orðið þannig að þeir
sem vinna fá athygli og þeir sem tapa fá
ekkert. Allir þurfa krakkarnir á athygli að
halda og þess vegna vilja þeir vinna. Það
er líka litið á það þannig að ef þú spilar í
liði sem tapar ert þú yfirleitt talinn lélegur
íþróttamaður - þetta er slæmt en allt of
algengt. Gott dæmi um þetta er þegar við
vorurn að spila við Rússana með
landsliðinu. Við erum miklu lélegri en
þær en samt kannski ekki að spila neitt
illa. Umfjöllunin verður samt öll neikvæð
og talað um okkur eins og við værum
ömurlegir íþróttamenn. Þetta sama
gerðist með strákana á HM.
Ragnheiður: Ég held að agi sé líka mjög
mikilvægur fyrir góðan íþróttamann og
það vantar í marga yngri flokka í dag.
Krakkarnir verða sjálfir að læra að þeir
eru að gera þetta fyrir sig og ef þeir
svíkjast um eru þeir ekki að svíkja neinn
nema sjálfa sig.
Guðný: Já, þetta er alveg rétt. Það vantar
mikið upp á að krakkarnir taki á því sem
er verið að gera og maður finnur fyrir því
að sumir foreldrarnir kæra sig ekkert um
að of mikill agi sé hafður á æfingum.
Eiga krakkarnir strax að velja sér eina
íþrótt eða er gott fyrir þau að vera á fullu
alls staðar?
Ragnheiður: Það er mjög mikilvægt að
félögin bjóði krökkunum upp á
mismunandi æfingar og leyfi þeim að
prófa sig áfrarn á mörgum stöðum. Það
hefur sýnt sig um allan heim að allir bestu
íþróttamenn heims tóku þátt í mörgum
íþróttagreinum þegar þeir voru ungir.
Sérhæfingin á ekki að byrja fyrr en þeir
eru orðnir 15-16 ára garnlir.
Guðný: Það er sjálfsagt að þau fái
nægilega hreyfingu og ég held að flestir
þjálfarar geri sér alveg grein fyrir því að
séræfingar geta blandast með leik og
almennri hreyfingu. Það er aðalatriðið að
krakkarnir hafi gaman að því sem þeir
eru að gera.
Hversu gömul eiga börnin að vera
þegar þjálfarinn segir að nú stilli hann
bara upp sínu sterkasta liði?
Ragnheiður: Það er voðalega erfitt að
svara því. I dag bjóða mótin upp á það að
þjálfari getur teflt fram mörgum liðum.
Þetta gerir hlutina auðveldari og leyfir
fleirum að vera með, hvort sem þau eru í
a-liðinu eða í slakari liðum. Þegar ég var
ellefu ára í 3. flokki æfðu 38 stelpur á
aldrinum 10-13 ára og aðeins 12 komust í
hópinn sem keppti alla leikina.
Guðný: Já, núna er þetta auðveldara og
t.d. þegar ég var í 5. flokk var ég með A-,
B- og C-lið og þá var auðvelt að leyfa
öllum að vera með en reyna samt að
vinna leikina. Það er voðalega erfitt að
segja í hvaða aldursflokki þjálfari á að
fara að stilla upp sínu besta liði - ég held
að ósjálfrátt geri hann það alltaf.
Ragnheiður: Foreldrarnir eru líka oft
verstir á hliðarlínunni öskrandi og
æpandi. Þeir vilja alls ekki að barnið
þeirra tapi leiknum að setja pressu á
þjálfarann.
Guðný: Maður stendur líka sjálfan sig að
því að innst inni vill maður vinna.
Hvernig finnst ykkur staða mála vera
hjá kvennalandsliðinu í handknattleik?
Guðný: Við höfurn nú reyndar fengið
fleiri verkefni að undanförnu en oft áður.
Við fórum í æfingabúðir í sumar, aftur rétt
fyrir jólin og svo leikirnir á móti Rússurn.
Verkefnalega er þetta á uppleið. Hvað val
á leikmönnum snertir mætti þjálfarinn
kannski gefa fleirum tækifæri að spreyta
sig en ég held að hann sé að gera það með
yngri liðin.
Ragnheiður: Mér finnst þjálfarinn
einblína einum of mikið á framtíðina en
ekki byggja upp það lið sem mun taka
þátt í Evrópukeppninni. í undirbúnings-
rnótinu fyrir evrópukeppnina fer hann
með stóran hluta 21-árs landsliðsins út og
samt gera allir sér grein fyrir því að þessir
leikmenn koma ekki til með að spila þessa
leiki sem verið er að undirbúa liðið fyrir.
Hann er með ákveðin kjarna sem að mínu
mati er of lítill. Það er heldur engin pressa
frá HSI að okkur gangi betur og ég held
að þeim líði ágætlega á meðan við erum
bara svona miðlungslið.
Sjálfum finnst mér fara mjög lítið
Það er mjög lítið gert fyrir
okkur efvið erum bornar
saman við karlalandsliðið
Skinfaxi 27