Skinfaxi - 01.04.1997, Síða 13
Tegundir umhverfisvænnar feröamennsku
Flokka má umhverfisvæna feröamennsku í að minnsta kosti
fjórar tegundir:
- Vísindaleg ferðamennska þar sem vísindamenn og nemendur
stunda rannsóknir úti í náttúrunni.
- Ferðamennska þar sem einstaklingurinn nýtur þess sem
umhverfið hefur upp á að bjóða, svo sem fallegs landslags og
dýralífs.
- Ævintýraferðir t.d. fjallaklifur, bátsferðir, frumskógarferðir og
jöklaferðir. Eins og gefur að skilja er ísland mjög hentugt land
Einkenni umhverfisvænnar ferðamennsku
Þegar ferðamálayfirvöld skipuleggja
umhverfisvæna ferðamennsku þarf að hafa ákveðin atriði í huga.
Skulu nokkur þeirra nefnd hér:
- Landsins gæði mega ekki vera ofnýtt á þann hátt að þau séu
ekki endurnýjanleg. Sem dæmi má nefna að ofnotkun vatns
vegna ferðaþjónustu (hótela og fleiri framkvæmda) á eyjunni Góa
í Indlandshafi orsakaði vatnsskort er bitnaði á íbúunum.
- Samkomulag yfirvalda, ferðamálafrömuða og íbúa
ferðamannasvæðisins verður að ríkja. Slíkt getur komið í veg fyrir
ósætti milli ferðamanna og íbúa svæðisins og eykur skilning á
menningu ólíkra þjóða.
- Aðgerðir er miða að varðveislu, ekki eingöngu á náttúru
landsins
heldur
einnig á
hefðum og
siðum
viðkomandi
svæðis
sem
ferðast er
um með því t.d. að hvetja ferðamenn til að kaupa vörur unnar á
svæðinu og hvetja þannig íbúana til dáða.
- Ráða fremur fólk til starfa sem er frá viðkomandi svæði t.d.
sem leiðsögumenn.
-Stuðla að rannsóknum á náttúru og menningu
ferðamannastaðar og einnig áhrifum ferðamanna á hann.
- Ferðamannasvæðið sjálft á að njóta góðs af tekjum sem
ferðaþjónustan gefur af sér. Stór hluti hagnaðar á því að vera
eftir á svæðinu en ekki að lenda að mestu í höndunum á
utanaðkomandi aðilum.
Við skipulagningu umhverfisvænnar ferðamennsku þarf að huga
að mörgum atriðum ef vel á að vera. Náið samstarf þarf að vera
á milli þeirra er að skipulagningunni koma. Sífellt þarf að vera á
varðbergi svo að ekki sé slakað á kröfunum. Þá munu bæði
núlifandi kynslóð og komandi kynslóðir njóta góðs af.
Ferðamennska verður líklega
stærsta atvinnugrein í heiminum
árið 2000
fyrir ævintýraþyrsta ferðamenn.
- Sérhæfðar fræðsluferðir þar sem ferðamaðurinn er upplýstur
um t.d. fuglalíf eða jarðfræði ákvörðunarstaðar.
Af þessu má sjá að möguleikar ferðamanna í slíkum ferðum eru
töluverðir, því ættu þeir er á annað borð vilja njóta náttúrunnar að
finna eitthvað við sitt hæfi.
Viðhorf „grænna" ferðamanna
Gæði og í raun framtíð umhverfisvænna ferðamannastaða er að
miklu leyti í höndum ferðamannanna sjálfra. Því er nauðsynlegt
að ferðamenn fari til slíkra svæða eins vel upplýstir og mögulegt
er. Ferðamálafrömuðir ættu því ef til vill að hafa eftirfarandi
ráðleggingar ferðamálayfirvalda í Kanada í huga áður en þeir
senda ferðamennina af stað.
- Njótið náttúrunnar og menningararfleið svæðisins. Hjálpið til við
varðveislu með því að nota auðlindir sparlega.
- Njótið gestrisni og vingjarnleika fólksins. Sjáið til að þessir
mannkostir viðhaldist með því að virða siði, venjur og lög
viðkomandi svæðis.
- Forðist aðgerðir er ógna lífríkinu eða gætu skemmt náttúrulegt
umhverfi.
- Veljið umhverfisvæna vöru og þjónustu.
Vel skipulagðar ferðir í anda umhverfisvænnar ferðamennsku
geta skilið mikið eftir sig, þær uppfræða ferðamanninn á þann
hátt sem upplifun ein getur gert auk þess sem þær geta
aðstoðað svæði sem oft eiga erfitt uppdráttar í nútíma þjóðfélagi
hvað varðar varðveislu náttúrulegra og menningarlegra
einkenna. Umhverfisvæn ferðamennska getur á þann hátt
stuðlað að bættum samskiptum fólks af ólíkum uppruna.
viðkomandi ferðamannastað þá er líka til neikvæð hlið sem oft er
ekki minnst á. Of mikill fjöldi ferðamanna getur einfaldlega
eyðilagt umhverfi staðarins, bæði menningarlega og
náttúrufarslega. Aldagamlir siðir og venjur geta að engu orðið á
fáum árum og náttúran fótum troðin. Það er því raun aðeins
tímaspursmál hvenær slíkir staðir missa aðdráttarafl sitt og
ferðamenn hætta að sækja þá heim. Yfirvöld hafa því víða um
heim gert sér grein fyrir að skammtímagróðasjónarmið eru ekki
lausnin heldur beri að reyna að viðhalda einkennum staðarins
með betri skipulagningu. Ferðamennska þar sem megináherslan
er lögð á náttúruna sjálfa hefur því náð miklum vinsældum í
öllum heimshornum. Ferðamaðurinn nýtur
þess að vera innan um óspillta náttúru og
upplifa menningu viðkomandi
ferðamannasvæðis. Reynt er að láta fara
saman efnahagslegar væntingar og
umhverfislegar kröfur. Slík ferðamennska hefur
verið kölluð umhverfisvæn, græn eða sjálfbær
ferðamennska. Sjálfbær ferðamennska er þó
víðtækara hugtak.
Virðing fyrir náttúru og íbúum
ferðamannasvæðis er í hávegum höfð þegar
svæði er skipulagt fyrir umhverfisvæna
ferðamennsku. Slík ferðamennska ætti að eiga
sér bjarta framtíð hérlendis. En eins og áður
sagði hefur ferðamannastraumur til landsins
aukist gífurlega Það kallar óneitanlega á
ákveðið aðhald og skipulagningar er þörf ef
viðhalda á náttúru og menningu landsins um
ókomna framtíð.
13