Skinfaxi - 01.04.1997, Page 16
UngmennafélagiO Breiðablik tók í notkun
glæsilegt íþróttahús fyrir um tveim
árum síðan í Smáranum í
Kópavogsdalnum. Breiðablik deilir því
ekki lengur húsi með hinu
Kópavogsliðinu, HK. Hvort þessi bætta
aðstaða hafði einhver áhrif á
frammistöðu meistaraflokks karla í
handbolta á síðusti leiktíð skal látið
ósagt. Vera liðsins í 2. deild var orðin
alllöng, eða 5 ár, en nú hefur það unnið
sér rétt til að spila í fyrstu deild
næsta keppnistímabil. Víkingur sigraði í
2. deild en Breiðablik háði harða rimmu
við Þór frá Akureyri um annað sætið og
hafði betur í hreinum úrslitaleik norður
á Akureyri. Það verða því tvö
handboltalið úr Kópavogi er leika í
fyrstu deildinni næsta keppnistímabil en
slíkt hefur ekk gerst síðan 1984. Eins
og kunnugt er tókst HK að halda fyrstu
deildar sæti sínu með góðum endaspretti.
Þjálfari meistataflokks karla í handbolta hjá
Breiðabliki er Aðalsteinn Jónsson og tók hann
við liðinu fyrir tveimur árum. Aðalsteinn verður
áfram með lið Breiðabliks næsta keppnistímabil.
Hann lék um árabil með liðinu áður en hann hélt
til Þýskalands árið 1988 þar sem hann var í 4
ár, fyrstu tvö árin sem leikmaður hjá
Sutterwald í 2. deild, sama liði og
landsliðsmaðurinn Bóbert Sighvatsson lék með
síðasta vetur. Síðan færði Aðalsteinn sig yfir til
nágrannaliðsins Teningen sem einnig lék í 2.
deild og gerðist þar jafnframt þjálfari.
Aöalsteínn svaraði nokkrum laufléttum
spurningum fyrir stuttu í Smáranum.
Ég segi bara eins og Þorbjörn Jensson: „Við stefnum að því að vinna alla
leikina. “
Breiðablik er búið að vera 5 ár í 2. deildinni en er nú á ný
komið á meðal þeirra bestu. Voru Blikar ekki orðnir langeygir
eftir 1. deildar sæti ?
Það er rétt en hefðin fyrir handboltanum hefur ekki verið nógu sterk
hérna í Kópavoginum, hvorki hjá okkur né HK. Ég las nýlega viðtal
við Kristján Arason þar sem hann segir að ýmsu þurfi að breyta í
handboltanum hjá FH. Þeir eru að vissu leyti á svipuðu stigi og við.
Áhorfendum hefur fækkað og hefðin er ekki lengur eins sterk og
hún var. Það liggur mikil vinna á bak við þennan árangur hjá okkur.
Hvaða skýringu telur þú vera á því að Breiðablik lék svona
lengi í 2. deiidinni en fer svo upp núna ?
Ég tók við liðinu fyrir tveimur árum en þá yfirgáfu margir liðið, m.a.
fór Björgvin Björgvinson til KA. Eftir voru þrír strákar að norðan
sem enn voru í 2. flokki og nokkrir ungir reynslulausir strákar er
aldir voru upp hjá félaginu. Ég tel að við þessar aðstæður hafi
skapast mjög gott andrúmsloft sem síðan hefur haldist. Fyrir
síðasta keppnistímabil styrktum við hópinn aðeins, m.a kom Atli
Hilmarsson til liðs við okkur en hann var einnig aðstoðarþjálfari.
Leikmenn voru líka mjög ákveðnir í að ná árangri.
16