Skinfaxi - 01.04.1997, Page 21
Hverjir eru efnilegustu leikarar okkar um þessar mundir?
Úps.
Ef þér byðist þægileg stjórnunarstaða, 500.000 kr. í
mánaðarlaun, tækirðu þá boðinu og gæfir leiklistina upp á
bátinn?
Alveg hiklaust. Ég þyrfti ekki að vinna nema í þrjá mánuði til að
hafa árslaunin mín. Ég gæti leikið hina níu mánuðina ókeypis
fyrir vini mína. Ef ég gæti ekki tekið mér frí í þessari vel launuðu
vinnu og þyrfti alltaf að vera með mikla ábyrgð og áhyggjur
mundi ég hugsa mig um aftur. Það er ekkert líf að vera þræll
einhvers fyrirtækis þótt maður fái vel borgað fyrir það. Hvenær
hef ég þá tíma til að eyða fimm-hundruð-þúsund-köllunum
mínum?
Fylgja miklar freistingar leiklistinni?
Það fylgja freistingar því að vera til. Maður er alltaf að falla í
freistni. Freistingar eru líka til þess að falla fyrir þeim, að vissu
leyti. Maður má náttúrlega ekki alltaf falla fyrir sömu freistingunni.
Maður verður að hafa einhvern sjálfsaga.
Er mikill munur á því að leika fyrir myndavél og fyrir
áhorfendur?
Leiklistin á sviði er list augnabliksins. Ef ég er að leika ákveðið
hlutverk og þú kemur á sýningu hjá mér i dag þá er leiksýningin
náttúrlega sama leiksýningin og í gær. En hún verður aldrei
nákvæmlega eins og þú sást hana þann dag.
Hverjir eru mikilvægustu eiginleikar sem leikari þarf að búa
yfir?
Að geta sett sig í spor annarra, að taka eftir því sérstaka í lífinu.
Leikari þarf að geta tekið eftir svona hlutum, tileinkað sér þá og
komið þeim frá sér. Leikari þarf að vera næmur á umhverfið.
Það er mjög mikilvægt að leikarar hlusti vel hver á aðra á sviði
°9 séu ekki alltaf að hugsa um hvernig þeir sjálfir koma út.
Fserðu enn sviðsskrekk?
Já, alltaf fyrir frumsýningu. Winston Churchill var eitt sinn
spurður hvort hann yrði aldrei stressaður áður en hann héldi
ræðu og svaraði: „Daginn sem ég stíg í pontu og hnén á mér
skjáfla ekki, þá verð ég stressaður.” Það er eitthvað að ef maður
er ekki stressaður fyrir frumsýningu. Maður verður líka að læra
að nýta sér stressið og bregðast rétt við því.
Þú ert hagyrðingur. Hver er kvikindislegasta vísa sem þú
hefur samið?
Hún er alls ekki prenthæf.
Er það satt að þú sért orðinn vellríkur á leiklistinni?
Ekki í peningum.
Hver er þinn helsti styrkur sem leikari?
Stórt er spurt.
Ég held að minn helsti styrkur sem leikari sé einlægni og mikið
skap. Ég er brjálæðislega skapstór. Einu sinni þegar ég var
fimm eða sex ára skammaði mamma mig fyrir eitthvað sem ég
hafði gert. Ég reiddist svo við hana að ég gat ekki sagt neitt. Ég
bara stóð þarna og blánaði. Svo leið yfir mig.
Er heilbrigt líferni ekki nauðsynlegt góðum leikara?
Sumir reykja og drekka sig í hel og þykjast vera að fórna sér á
altari leiklistargyðjunnar. Það er ekki minn tebolli eins og þeir
segja á Englandi.
Ég veit um nokkra sem hafa sagt við sjálfan sig: Ég ætla að
verða leikari, þess vegna verð ég að taka spítt, fara á fyllirí eða
læra að reykja. Þetta er auðvitað hálfvitaskapur. Þessir
einstaklingar reykja núna einn og hálfan pakka á dag og hafa
aldrei komist inn í Leiklistarskólann.
Hvað mundirðu ráðleggja ungu fólki sem hefur áhuga á
lelklist?
Ég mundi segja við fólk sem langar að fara út í leiklist: Spáið í
það hvað það er sem ykkur finnst svona spennandi. Er það
kannski hégómagirndin, að standa á sviði og láta klappa fyrir
sér? Eða langar þig að gefa af sálu þinni og tilfinningum og
skapa einhverja persónu? Spáið í það og skoðið hvað þið fáið
útborgað. Ef þið eruð enn ákveðin að fara í leiklist eftir það þá
gerið það!
Þú getur pantað hamborgara,
pastarétti, samlokur,
kjúklingavængi, franskar
kartöflur, Jalapeno belgi og
síðast en ekki síst...pizzur sem
eru okkar fag! þessu rennir þú
síðan niður með ísköldu kókí.
PIZZApUSIÐ CRENSASVEGI 10
SIMI 533 2200