Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1997, Side 39

Skinfaxi - 01.04.1997, Side 39
Höfum haft góða þjálfara Við höfum haft mjög færa þjálfara í gegnum tíðina og ég held að það sé ekki hægt að kenna því um að sundfólk hefur ekki náð betri árangri. Við höfum bæði fengið erlenda þjálfara og svo hefur okkar fremsta sundfólk aðstoðað Þá yngri. Það hefur verið staðið mjög vel að þjálfaramálum um allt land og ekki yfir neinu að kvarta. Eddi og Ragga höfðu þá Sundið er erfið íþrótt og þú verður að hafa mikla hæfileika til að ná langt. Eddi (Eðvarð Þór Eðvarðsson) og Ragga (Ragnheiður Runólfsdóttir) höfðu bessa hæfileika og síðan er mikið af ungu sundfólki sem hefur möguleika á að ná langt. Það er ekki hægt að búast við því í sundinu frekar en í neinni annarri íþrótt að allir sem æfi nái langt. Hef ekki toppað h’að setja sér allir sundmenn einhver takmörk og auðvitað hef ég gert það líka. Ég er nítján ára gömul en ég er alveg viss um það að ég hef ekki toppað ennþá. Mér finnst ég eiga mjög mikið eftir en samt er erfitt að gera sér alveg grein fyrir því hvar maður stendur °9 hvort maður sé komin á toppinn eða ekki. Líftíminn lengist Það er mjög misjafnt hvenær sundkona toppar. Sumar stelpur eru sterkastar frá 14-18 ára aldurs en aðrar kannski frá 16-23 ára. Svo hafa verið að koma upp undantekningar þar sem konur hafa verið að toppa í kringum 25 ára aldurinn. Höfum „dómenerað“ á Smáþjóðaleikunum íslenska sundlandsliðið hefur ávallt „dómenerað" á Smáþjóðaleikunum og ég hef trú á því, að við munum gera ennþá betur á Smáþjóðaleikunum í sumar heldur en við gerðum í Lúxemborg. Við erum með sterkt lið og nánast úrvalslið í öllum greinum. vissi og ef við berum okkur saman við það þá held ég að sundfólk standi sig nú alveg þokkalega á erlendri grundu! Mikil breydd í sundinu Það er erfitt að komast í efstu sætin á stóru sundmótunum erlendis þar sem breyddin er svo mikil. Það sést líka vel á því að það munar rosalega litlu á tímum þeirra sem koma fyrstir í mark og hinna sem fylgja á eftir. Sekúndubrot skipta miklu máli og þá kem ég aftur inn á það sem ég sagði áðan, að vera með kollinn í lagi getur skipt sköpum. Það er til dæmis dæmi um það að við 20 sekúndubrot hafi sundmaður hoppað upp um 20 sæti. Mikil uppsveifla Ég efa það ekki að í framtíðinni mun sundfólk frá íslandi standa sig betur á stórum mótum. Það er mikil uppsveifla í sundinu og mikið af efnilegum sundmönnum á leiðinni. Við sefum ekkert minna en þær þjóðir sem eru að raða sér í verðlaunasæti. Það er samt ekki hægt að líta fram hjá því að aðstaðan er kannski ekki sú besta í heiminum hér á landi og ekki fjármagn til staðar til að bæta úr því.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.