Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1997, Side 41

Skinfaxi - 01.04.1997, Side 41
-viðtal við Kristrúnu Friðriksdóttur, íslandsmeistara kvenna í júdó fjölmiðlum og skólum. „Júdó, eru það ekki svona spörk?” heyrir hún oft, og þetta finnst henni lýsandi fyrir almenna þekkingu íslendinga á júdó. Hún leggur sitt af mörkum í kynningu íþróttarinnar og í vetur hefur hún aðstoðað við þjálfun yngri flokka hjá Ármanni, jafnframt því að æfa stíft. í sumar hefur hún hug á að þjálfa yngri krakkana í Ólafsvík, þar sem hún á heima. „Ég reyni að vera í þessu af alvöru”, segir Kristrún. Framundan hjá henni er Norðurlandamótið sem verður haldið í Svíþjóð um miðjan maí. Hún er eina stelpan sem fer þangað ásamt sjö strákum. í byrjun júni keppir hún síðan fyrir hönd íslands á Smáþjóðaleikunum sem verða haldnir hér á landi. „Takmarkið er að vinna Smáþjóðaleikana. Mér er sagt að ég eigi góða möguleika og ef vel gengur fæ ég vonandi tækifæri til að fara á fleiri mót.” “Júdó er mjög skemmtileg íþrótt, fyrir utan að þetta er ágætis sjálfsvörn”, segir Kristrún Friðriksdóttir sem nýlega varð jslandsmeistari kvenna í júdó. Á Islandsmótinu voru fimm keppendur í kvennaflokki og Kristrún kastaði öllum andstæðingum sínum á ippon. Kristrún er í próflestri, en hún er á fyrsta ári i Kvennaskólanum og líkar vel. „Ég reyni að hanga í bekknum,” segir hún brosandi þegar hún er spurð að því hvort æfingarnar og keppnirnar taki ekki of mikinn tíma frá skólanum. Þrjár félagsæfingar eru í viku auk styrktar- og þolæfinga. Síðan bætast við landsliðsæfingar einu sinni til tvisvar í viku. Fimm ár eru síðan Kristrún fór á byrjendanámskeið í júdó í Ólafsvík. Tveimur árum síðar fór hún til Reykjavíkur í skóla og byrjaði þá að sefa með júdódeild Ármanns. Hún segir að það séu of fáar stelpur að asfa og að það vanti meiri samkeppni í kvennaflokknum. í fyrra fór hún fyrst að keppa við stelpurnar af einhverri alvöru, fram að því keppti hún aðallega við strákana. .,Það hefur kannski komið mér til góða að ég hef bæði æft mikið með og keppt við strákana. Ég verð kannski betri júdómaður fyrir vikið”. Henni er samt mikið í mun að fá fleiri stelpur í íþróttina, „júdó er ekki bara strákaíþrótt, heldur bæði fyrir stelpur og stráka!” Hún segir að mögulegt sé að stelpur tolli síður í júdó en strákar vegna Þess hve íþróttin er líkamlega erfið. „Stelpur eru ekki hrifnar af því að fá marbletti og svo þarf að klippa af sér neglurnar”, segir hún hlæjandi. „Júdó er samt sem áður ekki einungis líkamleg 'þrótt”, heldur hún áfram, „maður þarf alltaf að vera á undan andstæðingnum að hugsa”. Aðalþjálfari Kristrúnar er japanskur og hann leggur mikla áherslu á tæknina, enda er hún aðalatriðið 1 júdó, segir Kristrún. Styrkur, snerpa, þol og liðleiki eru einnig nauðsynlegir þættir. í júdó eins og flestum sjálfsvarnaríþróttum eru reglurnar nákvæmar og mikið er lagt upp úr aga og virðingu. "En þetta er alls ekki flókið og maður er fljótur að komast inn í þetta”, segir Kristrún sannfærandi. Hún segir að fólk geti byrjað 9ð eefa júdó á hvaða aldri sem er og að mjög misjafnt sé hvenær foppnum sé náð. Kristrúnu finnst vanta meiri kynningu á íþróttinni, bæði í 41

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.