Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1997, Page 6

Skinfaxi - 01.12.1997, Page 6
Óli gerir það gott hjá Hibernian Þrátt fyrir að það gangi ekkert allt of vel hjá Hibernian, liði Ólafs Gottskálkssonar, í skosku úrvalsdeildinni hefur hann staðið sig vel í markinu. Óli hefur hvað eftir annað bjargað liðinu frá' niður- lægingu og greinilegt er að styrkja þarf leikmannahópinn ef ætlunin er að vera meðal þeirra bestu. Það er ekki nóg að hafa bara Óla! Mistök Torrey sterkur Það var spennandi keppni í Eggjabikarnum í körfubolta þar sem þrjú ungmennafélög léku undanúrslitaleikina. Keflavík og KR léku fyrst og sigruðu íslandsmeistararnir í Keflavík nokkuð örugglega. f hinum undanúrslitaleiknum áttust við ungmennafélögin Tindastóll og Njarðvík og þar bjuggust flestir við sigri Njarðvíkinga. Stólarnir komu hins vegar öllum á óvart og slógu Njarðvíkinga út eftir framlengdan leik. Allt liðið á hrós skilið fyrir góðan leik en það var hins vegar Bandaríkjamaðurinn Torrey John sem sá að mestu um að slökkva sigurneista Njarðvíkinga. Torry skoraði 50 stig í leiknum og var með þrefalda þrennu. Þau leiðinlegu mistök áttu sér stað í síðasta tölublaði að nafn viðmælanda okkar vantaði í eitt af viðtölunum okkar. Bóndinn sem við ræddum við heitir Ólafur Bjarnason og biðjum við hann velvirðingar á þessum mistökum okkar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.