Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 11
með mitt hlutskipti í dag og þakka fyrir þau tækifæri sem mér buðust til að koma mér þangað sem ég er í dag.“ Áttir þú þá einhverjar íslenskar fyrir- myndir sem þú vildir feta í fótspor? „Eyjamaðurinn Ásgeir Sigurvinsson var mín fyrirmynd þegar ég var yngri. Ásgeir var minn uppáhalds knattspyrnumaður og stórkostlegur leikmaður í alla staði.“ Nú ertu búinn að ná lengra en margir íslenskir knattspyrnumenn. Er þetta eintóm hamingja að vera atvinnu- maður í knattspyrnu? „Þetta er misgaman. Stundum er þetta frábært og stundum koma erfiðir tímar. En ég kvarta ekki yfir þessari vinnu og nýt hverrar æfingar og leiks til hins ýtrasta. En það er mikil pressa á manni til að standa sig vel í leikjum frá þúsundum áhangenda og maður verður að standa undir þeirri pressu.“ Hvað er það skemmtilegasta við þetta - eru það t.d. allir peningarnir sem streyma inn á bankareikninginn um hver mánaðarmót? „Hvað launin varðar þá er það ekki aðalatriðið en maður verður jú að fá laun fyrir vinnuna sfna. Ef það væri ekki þá væri ég að vinna einhversstaðar annars- staðar. En fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir það að vinna við það sem manni finnst skemmtilegast - að spila knattspyrnu. En ég hef ekkert áhyggjur af því þegar ég kaupi prins og kók!“ Aldrei jafn margir fagnað mér En það er náttúrulega til mikil ætlast af ykkur og þið æfið mikið? „Þetta er náttúrulega vinna hjá manni og maður æfir stíft á hverjum degi til að halda sér í formi. Þá er hugsað vel um okkur leikmennina og erum við undir eftirliti hvað mataræði varðar hjá sérstökum sérfræðingi. Maður borðar náttúrulega hollan og góðan mat til að ergja hann ekki.“ Hvernig kanntu við þig í ensku deildinni og vera að spila á móti þeim bestu í heimi? „Ég kann afskaplega vel við mig hér í Englandi og það má segja að draumur hafi ræst þegar maður fékk tækifæri á því að spila í úrvalsdeildinni. Maður hafði fylgst með úrvalsdeildinni í gegnum sjón- varpið þegar maður var yngri og þegar maður fékk tækifæri á því að spila meðal þeirra bestu þá sló maður ekki hendinni á móti því.“ Þú varst mikill aðdáandi Manchester United þegar þú fórst út. Eru þeir enn í uppáhaldi hjá þér? „Já, það má segja það. Ég dáist að því hvernig þeir spila og hvernig þeir hafa verið áberandi besta liðið hérna úti i Englandi. Það segir sitt að liðið er búið að vinna deildina sjö sinnum sl. níu ár og meira að segja þrefalt með meira og minna sama mannskapinn. En þegar maður mætir þeim þá gefur maður náttúrulega ekkert eftir.“ Þú hefur meira að segja skorað fyrir þá glæsilegt mark á Old Trafford heima- velli þeirra - var það ekki góð tilfinn- ing? „Jú, það má segja það - allavegana þá hafa aldrei jafn margir fagnað mér fyrir að skora mark.“ Arsenal á eftir Hemma Þú hefur glímt við marga af bestu sóknarmönnum heims. Við hvern finn- st þér erfiðast að glíma? „Menn eru náttúrulega misjafnir eins og þeir eru margir. Sumir eru virkilega fljótir og aðrir líkamlega sterkir þannig að þeir eru of margir til að nefna einhvern einn. Eigum við ekki bara að segja félagi minn Tryggvi Guðmundsson þegar við vorum peyjar í Vestmannaeyum - hann í Þór og ég f Tý.“ Þrátt fyrir slæmt gengi ykkar í vetur þá hefur þú verið að spila vel og svo virðist, samkvæmt enskum fjölmið- lum, að nokkur stórlið í enska boltan- um séu að fylgjast með þér m.a. lið eins og Arsenal? „Það eru náttúrulega rosalega miklar spekúleringar í gangi endalaust um svona mál en ég held að þetta sé meiri blaðaumræða en annað. Ég er ekkert að velta þessu endalaust fyrir mér en ef eitthvað er til í þessu þá er það frábært en ef ekki þá skiptir það í raun engu máli.“ Ef menn ætla að ná svona langt eins og þú þá þurfa þeir sjálfsagt að hugsa vel um líkamann sinn og hvað þeir setja ofan í sig. Hvernig ferð þú að og hvað þarf til að ná svona langt? „Ég held að það sé bara eins og með spakmælið: Þú uppskerð eins og þú sáir. En umfram allt þá þarf maður að hafa trú á því sem maður er að gera og vera jákvæður. Þá er ekki verra að vera bjartsýnn og með smá sjálfsaga." Alger heimska að standa í svona hlutum Hvað með reykingar og áfengi. Eru þessi hlutir á bannlista hjá þér? „Ég reyki ekki og hef aldrei gert en hvað áfengið varðar þá er það undir hverjum og einum komið. Það er kannski eins með það og annað að það er gott í hófi ef að menn hafa stjórn á þessum hlutum.“ Nú virðist sem notkun ólöglegra lyfja hafi aukist í boltanum t.d. hafa holl- ensku landsliðsmennirnir Edgar Davids, Frank de Boar og nú síðast Jaap Stam orðið uppvísir að notkun ólöglegra lyfja og fengið bann. Er þetta að aukast í boltanum? „í dag er strangara eftirlit með svona hlutum og ef menn eru eitthvað að nota ólögleg lyf þá kemst það upp um síðir. Hvað þessa kappa varðar þá voru þeir kannski óheppnir og fengu lyf uppskrifað frá læknum sem voru á gráu svæði. En það er ekki til eftirbreytni." Hvað finnst þér um lyfjanotkun í íþróttum? „Ég er algerlega á móti notkun á ólöglegum lyfjum almennt. Hins vegar finnst mér í lagi að nota þau vítamín og fæðubótarefni sem eru lögleg." Að lokum ef þú værir enn að spila á íslandi og fylgdist með enska bolt- anum heima í stofu um helgar. Hvaða búning mundir þú þá klæðast? „Ætli ég myndi ekki bara draga upp gömlu ÍBV treyjuna mína! VINTERSPORT

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.