Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 36
guömundur gxgja Fræðslan sterkasta vopnið Innan Lögreglunnar í Reykjavík er starfandi forvarna- og fræðsludeild sem vinnur m.a. að því að fræða börn og unglinga um hættu og skaðsemi fíkni- efna. Deildin sinnir málum barna og unglinga í samvinnu við skóla, félags- þjónustu, barnaverndarnefnd og félags- miðstöðvar og tekur á vandamálum sem upp koma hjá krökkunum tengd fíkniefnum. Deildinn aðstoðar einnig einstaklinga og fjölskyldur fíkniefna- neytenda við að leita úrræða á þeim vanda sem þeir hafa ratað í. Gunnar Guðmundsson ræddi við nafna sinn Guðmund Gígju lögreglufulltrúa forvarna- og fræðsludeildar um fíkniefni og forvarnir. Vitið þið nokkurn veginn hversu mikið magn af fíkniefnum er í umferð á íslandi í dag? „Nei. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir nokkurn mann að áætla hversu mikið af fíkniefnum er í umferð. Það er hulin tala sem er afskaplega erfitt að giska á. Þó að maður vildi gerast svo djarfur að giska á eitthvað, yrði það slík tala út í loftið að það er nánast alveg út í hött að reyna það. Það eina sem óhætt er að segja er að það er allt of mikið. Sérstaklega finnst okkur ískyggilegt að horfa upp á það hversu mikið er verið að flytja inn af E-töflum sem við álítum vera með því hættulegra á markaðnum." Hver eru hættulegustu efninn á markaðinum í dag? „Það er E-taflan eins og ég nefndi. Síðan er hægt að nefna efni eins og kókaín og amfetamín. Sem betur fer höfum við lítið séð af LSD undanfarið, en annars mætti taka það með í þennan hóp. Það er þannig með LSD að það hefur á undanförnum ártatugum alltaf gengið í bylgjum, komið upp öðru hvoru og síðan dottið niður. Við skulum bara vona að það verði sem lengst þangað til að við förum að sjá eitthvað af því.“ Þessi efni sem þú minnist á, hversu hættuleg eru þau? „Ef við byrjum aftur á E-töflunni þá álítum við hana verulega hættulega. Bæði vegna afleiðinga töflunnar á fólk og það að fólk getur orðið verulega háð E-töflunni á tiltölulega stuttum tíma, ef það notar hana reglulega. Það eru til þekkt dæmi um fólk sem byrjar að nota E-töfluna, notar hana reglulega eða oftar en einu sinni í viku. Það tekur jafnvel ekki nema einn til tvo mánuði þang- að til fólk er svo alvarlega háð henni að það er jafnvel komið meira eða minna sjúkt inn á meðferðastofnun. Þetta getur auðvitað átt við um hin efnin líka t.d. amfetamín og kókaín. Ef menn byrja fljótlega á því að sprauta sig þá gengur það mjög fljótt fyrir sig að verða alvarlega háður slíku.“ Jafnvel dauðsföll? „Ég get nú ekkert um dauðsföll sagt. Maður þekkir það í gegnum tíðina að það eru mjög margir fíkniefnaneytendur sem deyja um aldur fram. Það er gjarnan þannig að sjálft dauðsfallið, þ.e.a.s. dánarorsökin er kannski eitt- hvað annað enn beinlínis neyslan. Menn farast í umferðinni, drukna eða allt mögulegt. Okkur sem þekkjum þetta fólk virðist að neyslan sé oftast það sem liggur að baki.“ Hversu mörg afbrot, líkamsárásir og innbrot stafa af fíkniefna eða áfengisnotkun? „Við höfum engar tölur um það enda væri það mjög mikið rannsóknarefni. Okkur virðist að ansi stór hluti af ýmiskonar afbrot- um, líkamsárásum, þjófnuðum, inn- brotum og þessháttar sé vegna vímuefnaneyslu og afleiðinga henn- ar. Fólk er að gera einhverja hluti undir áhrifum sem það mundi annars kannski ekki gera. Það virðist sem að mjög oft séu menn með afbrotum sínum að fjármagna sína vímu- efnaneyslu. Það lítur út fyrir að það sé mjög stór hluti. En það er afskaplega erfitt að segja til um hvað það er stór hluti og engar rannsóknir farið fram á því í sjálfu sér. Þetta er sú tilfinning sem maður hefur haft í gegnum tíðina." Það hefur verið talað um að meiri harka hafi færst í fíkniefnaheiminn að undanförnu - hver er ástæðan fyrir þessari þróun? „Það er kann- ski eðlilegt að það færist meiri harka í þennan heim eftir því sem meira er notað af sterkari og dýrari efnum. 1

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.