Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 14
Nú varst þú frekar feimin og með lítið sjálfstraust þegar þú fórst út. Hjálpa fyrir- sætustörfin stúlkum að öðlast sjálfstraust? „Bæði og, því kröfumar og samkeppnin í þessum geira eru miklar. Sérstaklega er þetta erfitt andlega þvi fyrirsætur fá virkilega að heyra það ef þær eru ekki nógu grannar og flottar. Þær fá því oft höfnun sem leiðir til þess að þær verða óöruggar með síg. Aftur á móti eykur það sjálfstraustið að komast út, standa á eigin fótum, kynnast nýju fólki og finna fyrir því að maður getur fetað sig út í hinum stóra heimi. Þessir hlutir gefa manni aukna trú á sjálfum sér." Fékk aðvörun Þú segir að það séu gerðar miklar kröfur til fyrirsætna m.a. að þær séu grannar. Er það kannski ástæðan fyrir því að þú glímdir við lystarstol og lotugræðgi? „Nei alls ekki. Fólkið sem ég vann með úti hafði engin áhrif á mig. Ástæðan fyrir lystarstoli og lotugræðgi er m.a. lítið sjálfstraust og þær miklu kröfur sem þú gerir til sjálfs þíns um að vilja stöðugt vera að bæta þig. Ég var t.d. aldrei sátt við sjálfa mig og vildi alltaf gera betur. Ég reyndi því að grennast og þegar vel gekk fékk ég hrós fyrir. En hrósið fékk mig til að reyna að verða enn grennri. Um haustið 1995 var ég orðin það horuð að umboðsskrifstofan mín úti sá ástæðu til að taka mig á eintal og segja mér að ég væri orðin alltof horuð. Ég var ekki sammála þeim en þar sem ég var að vinna fyrir þau vildi ég hafa þau ánægð og lofaði þeim að þyngja mig aðeins. Á íslandi var búið að aðvara mig löngu áður, en ég tók ekki heldur mark á þeim.“ Hvað varstu vön að borða mikið yfir daginn á þessum tíma? ,,Ég borðaði aldrei minna en 1200 hitaeiningar á dag og í raun aldrei meira en 1800. Mörkin sem greina á milli hvort einstaklingur er með lystarstol eða ekki eru 1200 hitaeiningar yfir daginn. Með þessu taldi ég mér trú um að ég væri ekki með lystarstol, en reyndin var sú að ég var bara að blekkja sjálfa mig. Um jólin 1995 var ég búin að átta mig og ákvað að borða meira heldur en ég var vön til að bæta á mig nokkrum kílóum. Ég missti fljótt öll tök á mataræðinu og borðaði gjörsamlega allt sem ég komst í. Ég átti það til að tæma allt sem var í ískápnum og ef það dugði ekki þá fór ég í frystikistuna. Ég fékk þessi þvílíku lotugræðgisköst, en það er mjög algengt að anorexíur missí tökin á sveltinu og fari að borða í lotum." Hvernig tók líkaminn við matnum eftir allt þetta svelti? „Ágætlega og sem betur fer ældi ég hon- um aldrei til baka þvi þá væri ég búin að eyði- leggja tennumar i mér og vélindað. Það er þó eðli- legt að anorexiur, sem fá slík átköst, æli matnum á eftir því þær fá svo mikið samviskubit. Ég gerði þó mínar ráðstafanir til að losna við matinn og tók hægð|jrlýf, en þáð er líka algengt hjá stúlkum sem fá slík^^st. Ég hafði lesið mér til um lystarstol og lotucjjr^p|Tog gerði mer grein fyrir að hægðárlyfin mundu ekkert hjálpa mér. Ég bað því mömmu og pabba að fela þau fyrir mér fljótlega eftir að ég byrjaði að taka þau. Næstu daga á eftir leitaði ég stöðugt að lyfjunum því ég fékk svo mikið samviskubit. Eftir jólin fór ég til New York. Þar bjó ég í tæpt hálft ár og gekk vel þrátt fyrir átköstin, en ég hafði fitnað nokkuð því ég náði aldrei að losa mig við fæðuna. Um sumarið fór ég síðan til Ítalíu að starfa en um haustið var ég orðin mjög þreytt á þessum lotugræðgisköstum. Ég vildi að þeim linnti og ákvað því um jólin 1996 að hætta fyrirsætustörfunum og koma heim til að taka á þessu vandamáli." Hvernig gekk þér að eiga við átköstin eftir að heim var komið? „Fyrst á eftir fékk ég rosaleg köst en þau urðu alltaf minni og minni. í dag get ég enn fengið átköst en ég held þeim niðri með þvf að hreyfa mig mikið og hugsa vel um mig. Fara út í náttúruna og knúsa þá sem mér þykir vænt um. Með þessu móti fæ ég síður köst. Ég á það reyndar enn til að ætla fá mér einn súkkulaðimola en á endanum er ég búin að tæma heilann konfektkassa." Hugsar ekki rökrétt Var það einhver sérstakur matur sem þú borðaðir þegar þú fékkst átköstin? ,Nei, ég borðaði hreinlega allt sem ég komst í og sá til þess að það voru aldrei til neinir afgangar. Ég átti það til að fá mér ís í skál en áður en ég vissi af var ég búinn að tæma heilan líter og tvo til viðbótar. Eins furðulega og það kann að hljóma þá er maður með svo mikið samviskubit eftir átloturnar að maður borðar enn meira til að hugga sig, gleyma sér og refsa sér. Og þegar ekkert var til að borða tók ég stundum mat út úr frystinum og það besta var að ég gat ekki beðið eftir að hann þiðnaði heldur át hann hálf frosinn, slík var löngunin í mat. Það er erfitt fyrir þá sem hafa ekki upplifað slíka hluti að setja sig inn í þá en þegar maður fær átköst þá hugsar maður ekki rökrétt. Ég veit ekki hvort þessu átköst séu líkamleg eða geðræn. Þetta hljómar a.m.k. hræðilega geðveikt. En það sá engin að ég var anorexísk af því að ég borðaði alltaf sex sinnum á dag þótt það væri ekki mikið í einu. En fyrisætur eiga að vera grannar þannig að það setti engin út á þetta og taldi matarræðið mitt bara eðlilegt." Varstu aldrei svöng miðað við hvað þú borðaðir lítið og hversu mikið þú hreyfðir þig á meðan þú varst með anorexíu? „Jú, ég var í raun alltaf svöng og borðaði aldrei nóg. Mig langaði alltaf að borða meira en löngunin til að verða grennri var sterkari. Ég var líka alltaf svöng þegar ég var með bulimíu sama hversu mikið ég borðaði, ég var aldrei södd. Ég náði fljótt kjörþyngd minni en hafði enga stjórn á átköstunum því maginn var orðin það stór og heimtaði alltaf meiri og meiri mat. Þetta var orðið sálrænt. Mér fannst alveg hryllilega erfitt að geta ekki ráðið við átið og fitna stöðugt, sem gerði það kannski að verkum að ég borðaði meira. Ég hélt því áfram að bæta á mig þótt ég væri búin að ná kjörþyngd." Fitnaðir þú mikið á þessum tima? „Þegar ég kom heim jólin 1995 þá var ég komin niður fyrir 50 kíló, en ég er 175 cm á hæð. Á þessum tíma voru hormónarnir í rugli og pillan hélt mér á blæðingum. Þegar ég var hvað þyngst var ég 85 kíló þannig að ég þyngdist mikið. Þetta stökk gerðist á tveimur og hálfu ári." Ertu laus við átköstin í dag? „Nei, ekki alveg, en atköstin í dag eru háð þýf hvort ég geti hreyft mig eða ekki. Með hreyfinaunni þá hugsa ég ekki um þetta og kemst hjá þeim. Ef ég kemst aftur á móti &kki að hreyfa mig þá verð ég\ óánægð með mig og er líklegri til að fá átköst. Ég er nefnilega enn þannig, þegar ég horfi í spegil, að ég vil verða grennri þótt allir bendi mér á að ég sé miklu flottari í dag heldur en þegar ég var hvað grennst. Því miður hugsa ég enn svona og ef ég hef ekki hreyft mig lengi þá langar mig oft bæði að hugga mig og refsa mér með því að fá mér að borða. í dag er ég dugleg að hreyfa mig ....... og mér líður vel." lú eru það fleiri en fyrirsætur sei vernig stendur á því að stelpur lei Ætæðan fyrir lystarstoli er yfírleitt sú fyrlr lystarstoli og fotugræðgi. í feétta - hvaðan koma áhrifin? iurefú ekki nógu ánægðar meö \

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.