Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 26
Fer allar sínar ferðir hlaupandi eða á hjóli Jósep Valur Guðlaugsson er 23 ára Kópavogsbúi sem hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu í fitnesskeppnum að undanförnu. Hann tók þátt í sínu fyrsta móti í ágúst í fyrra og hans besti árangur hingað til er 2. sæti í keppni. Á yngri árum stundaði Jósep m.a. knattspyrnu, karate og dans en hefur nú alfarið snúið sér að líkams- ræktinni. Jósep, sem stundar nám í tölvunarfræði við Háskóla íslands og starfar auk þess sem forritari hjá íslenskri erfðagreiningu seldi bílinn sinn fyrir ári síðan og fer nú allar sínar ferðir á hjóli eða hlaupandi. Hann hefur aldrei bragðað áfengi, hvorki reykt né komið nálægt vímuefnum af neinu tagi. Gunnar Guðmundsson skellti sér í líkams- ræktina og ræddi við Jósep um fitness, ólögleg lyf og fæðubótar- efni. Hvernig komstu í svona gott form? „íþróttamenn- skan mín byrjaði af alvöru fyrir sjö árum. Ég var að æfa fótbolta þegar Anna Sigurðardóttir sem þá var þolfimi kennari tók okkur strákana í smá þrek. Ég meiddist síðan í fótboltanum, var alltaf að slasa mig eitthvað og var reyndar aldrei neitt sérlega góður þannig að ég ákvað því að byrja að æfa þolfimi í Aerobic sþort. Þar kynntist ég þessu þvílíka draum- aliði. Þetta var mjög heilbrigður staður. Þarna voru Magnús Scheving.systkinin Anna og Kalli og svo Dóri sem er einn fremsti þolfimigaur í heiminum í dag og hellingur af öðru skemmtilegu íþróttafólki. Og sem dæmi að þegar það var gott veður þá var farið út að hlauþa eða haft þrek úti á túni. Ég fékk þá svo mikla dellu að ég var þarna á hverjum einasta degi bæði í þolfimi og að lyfta. Svona gekk þetta bara dag eftir dag og ég komst í svakalega gott form." Hvað er það sem heillar þig við fitness og þá einnig við keþpnina sem slíka? ,,Ég er nú reyndar ekkert voðalega hrifinn af fitness lengur. Það er af því ég er algjörlega á móti því að það sé ekkert um lyfjapróf í keppnunum. það skapar kjörið umhverfi fyrir lyfjamisnotkun og mig grunar að margir freistist til að fara þá svindl leið. Þá er þetta fitness ekkert eftirsóknarvert lengur, að æfa af kappi og vera svo borinn saman við einhverjar dúkkulísur. Það sem að heillar mig hinsvegar er að vera heilbrigður, í góðu formi og æfa reglulega. Ef ég væri ekki að keppa í fitness þá væri ég samt í fínu formi fyrir því. Það eina sem breyttist er að ég myndi ekki taka mig eins mikið á í matarræðinu eins og ég geri mánuðfyrir mót." Hvað eyðir þú miklum tíma í æfingar og hvernig eru þær byggðar upp hjá þér? ,,Ég fer allar mínar ferðir annað hvort hlaupandi eða þá á hjóli. Ég tók upp á því í sumar að fara að æfa alltaf tvisvar á dag. Þá mæti ég fyrst á morgnana og tek brennslu eða hleyþ, teygi og hjóla síðan í vinnunna. Þetta tekur alls um tvo tíma. Eftir vinnu þá hjóla ég aftur á æfingu og lyfti, það tekur líka um tvo tíma. Ég hjóla síðan heim og er kominn þangað milli átta og níu á kvöldin. Svo er ég líka í fimleikum, byrjaði fyrir ári síðan með old boys, þar eru meðal annara hraustir sextugir kallar sem taka heljarstökk hægri og vinstri. Ég er einnig mjög meðvitaður um matarræðið, forðast m.a. allt sælgæti og hef gert það síðastliðin sex ár. Ég leyfi mér nammi stundum en þá fæ ég móral, því ég veit hvað ég er að gera mér með því, því mataræðið þarf að vera í lagi ef maður er að æfa stíft." Hvað er það sem hvetur þig áfram, að æfa svona stíft og fara allar þínar ferðir á hjóli eða hlaupandi? ,,Ég veit það eiginlega ekki. Þetta er bara lífstíll sem ég er búinn að koma mér upp. Það koma líka oft upp einhverjar beitur eða gulrætur, það getur verið stelpa. Reynslan hefur sýnt mér það að ég reyni aldrei að bæta mig jafn mikið eins og þegar ég er hrifin af stelþu." Steranotkun hefur verið mikið í umræðunni á undanförnum árum og þá aðalega í tengslum við vaxtarækt og annað kraftasport. Viðgengst steranotkun einnig í fitness? ,,Já, ég er alveg sannfærður um það enda eru engin lyfjapróf. Það þarf að lyfjaprófa. Meðan það er ekkert gert getur myndast slæmt orð á menn eins og mig því allir eru þá settir undir sama hattinn. Lyfjapróf myndi fría okkur alvöru karlana." Þú ert þá að tala um að það þurfi að koma í veg fyrir allan vafa? ,,Já, það eru margir toþþíþróttamenn í þessu. Menn sem ég hef ekkert í. Margir eru búnir að vera mun lengur f þessu en ég og eru ennþá duglegri. Það myndi einnig gera þeim gott ef það yrði prófað." Hvert er þitt persónulega viðhorf gagnvart sterum og steranotkun? ,,Ég er svoleiðis algjörlega á móti þessu. Síðustu sjö árin er ég búinn að æfa rúmlega sex daga vikunnar og þetta fólk sem notar stera er að drulla yfir það sem ég er að gera. Ég horfi í sþegilinn og er ánægður með sjálfan mig og árangurinn. Svo kemur einhver við hliðina á mér sem fyrir stuttu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.