Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 35
er orðið fyrir sárafáa og stefnir í það að verða aðeins fyrir þá sem eiga nóga peninga. Það virðist allt snúast um virkjanir og að færa sárafáum einstaklingum auð í stað þess að hugsa um einstaklinginn." Mun þjóðin fá að heyra í Bubba Mort- hens spila og syngja eftir 20 ár? „Það ætla ég rétt að vona, eigum við ekki að bara að segja þrjátíu ár! Það verður eins með mig og Johnny Lee Hopkins - maður verður borinn inn á sviðið, settur í stól og slegið hressilega í bakið á manni svo að maður hrökkvi í gang. Síðan þegar maður er búinn að spila í einhvern tíma þá tekur einhver af manni gítarinn.“ Nú hefur þú brennandi áhuga á boxi. Hvenær byrjaðir þú að fylgjast með boxinu? „Ætli ég hafi ekki verið átta eða níu ára þegar ég byrjaði að fylgjast með boxinu og áhuginn hefur verið ódrepandi síðan. Ég hef séð mikið af flottum bardögum erlendis og ætli eftirminnilegasti bardaginn hafi ekki verið þegar Þrinsinn var sleginn í fyrsta skiptið niður í Newcastle í Englandi árið 1996. Það var mjög eftirminnilegt að sjá þennan bardaga enda ekki oft að hann er sleginn í gólfið. Hvað viltu segja við þá unglinga sem eru að fikta við dóp og áfengi? „Númer eitt, tvö og þrjú að fresta ákvörðunartökunni um að setja í sig einhverskonar efni. Fresta henni alla- vegana til tvítugs. Fólk verður að vita það að það er að glíma við alveg óskaplega hættuleg efni og þú verður að gera það að púra skynsemi. 15 eða 16 ára unglingur er ekki fær um að taka þessa ákvörðun en tvítugur einstaklingur er hins vegar fær um það að mínu mati. Ég get ekki sagt við unglinga að þau eigi að láta þetta í friði, það hefur ekkert upp á sig. Það sem ég vil meina er að þau eru að taka ákveðna áhættu sem gæti skilað sér í því að það verður ekki aftur snúið. Þannig að ég segi: Bíðið þið með að taka þessar ákvarðanir. En ef þau taka ákvörðun um það að setja ofan í sig þessi efni verða þau líka að taka afleiðingunum sem geta verið líflát eða geðveiki. Þá getur líf þessara einstaklinga verði ein hörmung það sem eftir. Þessi möguleiki er líka fyrir hendi og það er jafnmikill möguleiki á því að þetta gerist eins og ekki. Það veit nefnilega enginn hvar mörkin liggja. Félag járniönaöarmanna Suðurlandsbraut 30 108 Reykjavík Opiö kl. 7°° - 21°° virka daga • B°° - 183D um helgar Sími 461 4455

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.