Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 13
ásdís maría franklín Gat ekki beðið eftir að maturinn þiðnaði Fyrirsæta 14 ára Hvernig stóð á því að þú fórst erlendis til að starfa sem fyrirsæta? „Ástæðuna má rekja til þess að ég var frekar feimin og lokuð þegar ég var unglingur og mig langaði til að vera ég sjálf. Ég fór því á námskeið hjá Kolbrúnu Aðalsteinsdóttur í framkomu til að reyna að losna við feimnina. Kolbrún var á þessum tíma einnig með fyrirsætukeppni og spurði hvort ég hefði áhuga að vera með. Ég ákvað að vera með enda taldi ég það gott fyrir sjálfstraustið. Ég lenti í öðru sæti og Kolbrún fékk leyfi hjá mömmu og pabba til að senda mig út til New York. Þar tók ég þátt í fyrirsætu- og hæfileikakeppni. Ég fékk ég 23 tilboð frá umboðsaðiium og módelskrifstofum sem þýddi að ég ætti einhverja möguleika að gera góða hluti. Þar með var boltinn farinn að rúlla." Það hefur ekkert vafist fyrir þér að fara þar sem þú varst aðeins 14 ára? ,,Jú, og í raun brast ég í grát og varð hálf hrædd þegar ég fékk öll þessi tilboð. Ég átti engan vegin von á þessu og vildi fara heim. Ég ákvað þó að fara til Mílanó og þótt ég hafi ekki verið nema rétt rúmlega 14 ára þá þýðir það ekki að ég hafi verið of ung. Það má ekki að horfa í árinn heldur verður hver og einn að meta andlegan þroska einstaklingsins. Ég taldi mig vera nógu þroskaða og ákvað því að reyna fyrir mér. Mamma og pabbi voru að sjálfsögðu með í ráðum og mamma eða Kolbrún fylgdu mér hvert sem ég fór. Ég var því aldrei ein." Ásdísi Maríu Franklín þarf vart að kynna en hún er ein þekktasta fyrirsæta sem íslendingar hafa átt. í fjögur sumur og einn vetur, frá 1993 til ársloka 1996, starfaði hún og bjó í Milanó, New York og Tokýó þar sem hún gat valið úr verkefnum. Hún var eftirsótt og var m.a. boðsgestur í afmælum Naomi Campell og Elle McPherson. Hún naut lífsins og fannst það lærdómsríkt og skemmtilegt en skyndilega bar skugga fyrir sólu. Hún var alltaf ósátt við líkamann sinn, taldi sig of þybbna og var stöðugt að reyna að megra sip. Hún borðaði lítið, æfði mikið og að lokum var hún komin langt undir kjörþyngd sína. Asdís segir hér Valdimar Kristóferssyni í stuttu máli sögu sína en hún glímdi við lystarstol og lotupræðgi, sem leiddi til þess að hún ákvað að hætta í fyrirsætustörfunum og koma heim til Islands. Ásdís telur að margar ungar stúlkur hér á landi glími við sömu vandamál og hún. í dag er Ásdís sátt við sjálfa sig og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla íslands.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.