Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 37
Það eru meiri peningar í spilinu og meiri fjármunir hljóta að hafa í för með sér meiri hörku. Eftir því sem neyslan vex og menn eru í verra ástandi er auðvitað meiri hætta á að menn gangi of langt í ýmiskonar hörku t.d. í átökum og öðru slíku.“ Nú finnst manni vera sífelldur áróður í gangi gegn fíkniefnum og notkun þeirra. Er allur áróðurinn og fræðslan að skila einhverjum árangri? „Það er það sem að við erum að vona. Það er afskaplega erfitt að segja eitthvað ákveðið um hvað árangurinn er mikill. Það er líka erfitt að segja til um það ef við værum ekki með neinn áróður eða gerðum ekkert í þessu, hvað neyslan yrði þá mikil. Við getum þó litið á þær kannanir sem gerðar hafa verið hjá krökkum í elstu bekkjum grunnskólanna í nokkur ár. Þessar kannanir benda til þess að það dragi aðeins úr ýmiskonar neyslu í skólunum, allavegana er ekki aukning. Við erum að vona að það sé áróðurinn sem að þar hafi áhrif. Við hjá deildinni erum í samstarfi um fíkniefnafræðslu í efstu bekkjum grunnskólanna og hefur sú fræðsla verið mjög vinsæl. Þetta er samstarfsverkefni við félagsþjónusturnar og Marita, sem er líknar- og hjálparfélag hér á landi. Við höfum núna á allra síðustu árum farið í svo til alla níundu bekki hér í Reykjavík og einnig talsvert út á land. Við teljum að þetta hafi áhrif en höfum engar mælingar um það í sjálfu sér.“ En vitið þið nokkurnveginn hvort fíkniefnaneytendum fækkar eða fjölg- ar burtséð frá þessari könnunn í 10. bekkjunum - hver er ykkar tilfinning? „Þó að maður sé ekki með neinar tölur þá virðist okkur að eldri fíkniefnaneytendum, það er aldurshópurinn í kringum tvítugt, að þeim fari nú ekki fækkandi. Það má nefna það í þessu sambandi að maður verður afskaplega oft var við það að krakkar á þessum aldri taka mun meira mark á öðrum neytendum, jafnöldrum sínum og ýmsum áróðri utan úr heimi um að þessi efni séu ekki nærri eins hættuleg og við erum t.d. að halda fram. Kannski þurfum við að ná betur til þessa aldurshóps." Hverjar eru bestu forvarnirnar að þínu mati - hverjar skila mestum árangri? „Ég held að það sé nú fræðsla fyrst og fremst. Ég nefndi rétt áðan verkefnið sem við höfum verið með í grunnskólunum. Okkur finnst að það hafi áhrif og menn hafa verið mjög hrifnir af því. Aðalatriði þeirrar fræðslu er að þar er um fyrr- verandi fíkniefnaneytendur að ræða sem lýsa sínu lífi sem neytendur og hvernig það var. Það er kannski helst einhvers- konar slík fræðsla sem hefur áhrif. Þegar fyrrverandi ungir neytendur tala við krakkana, fólk sem hefur reynslu af neyslunni og getur lýst því hvaða alvarleg áhrif fíkniefnaneyslan hefur." "Island án eiturlyfja" er nokkur von til þess að neysla ólöglegra vímuefna verði algerlega stöðvuð hér á landi? „Það er ekkert sem bendir til þess að slíkt gerist á næstunni. Á meðan það eru einhverjir sem vilja nota fíkniefni þá verður erfitt að koma í veg fyrir það. Við skulum einnig hafa það í huga að fíkniefnaveltan í heiminum er geysilega stór. Ef litið er á hvar peningaveltan er mest í heiminum þá kemur upp olía, vopnasala og síðan koma fíkniefnin þarna einhversstaðar í nágrenninu. Það eru slíkir gífurlegir fjármunir í þessu og hagsmunir þeirra sem höndla með þessa fjármuni og selja efnin. Það eru gífurlegir fjármunir notaðir af hálfu þessara aðila til að reka áróður fyrir þessum efnum, hversu ágætt það er að nota þetta og hversu hættulítið þetta er. Það er því við ramman reip að draga á þessu sviði. Meðan það eru til aðilar sem reka áróður fyrir notkun þessara efna og stuðla að því að menn fari að nota fíkniefni, þá er erfitt við að eiga. Allavegana verður erfitt að útrýma því. Meðan þetta er ræktað í stór- um stíl á mörgum stöðum í heiminum og verið er að selja þetta og dreifa um allan heim þá er erfitt að stoppa þetta. Ég held að það sé framtíðarverkefni og verði kannski ekki fyrr en einhverntímann seinna á þessari öld. Það má heldur ekki gleyma því þegar við erum að tala um ræktun á efnum að hluti af þessum fíkni- efnum er framleiddur á tiltölulega einfald- an hátt í verksmiðjum, efni eins og t.d. amfeta- mín og e-pillan.“ sjáum í sjoppunum að það er breitt yfir tóbakshillurnar. Við erum með ákveðnar hömlur á áfengi. Ef við eigum að gefa alla hluti frjálsa þá held ég að það fari út í tóma vitleysu. Af því að við erum nú að tala um frjálsræði þá tel ég það einnig algerlega út í hött að auka frjálsræði barna að áfengi. Ég lít svo á að barn sem er byrjað að reykja er strax orðið veikara fyrir öðrum vímugjöfum. Ef það er farið að nota áfengi líka þá er það orðið ennþá veikara fyrir öðrum vímugjöfum. Heppi- legast væri ef við gætum haldið börnum frá öllu slíku, þegar ég segi börn þá er ég auðvitað að miða við 18 ára aldurinn. Ef hægt væri að halda öllum vímugjöfum frá börnum og unglingum til 20 ára aldurs tel ég að það mundi draga verulega úr hættunni á að fólk ánetjaðist einhverjum vímugjöfum hvort heldur það væri áfengi eða eitthvað annað.“ Hefur lögreglan einhver skilaboð til ungs fólks til að forða þeim frá fíkni- efnum? „Skilaboðin hljóta eiginlega að verða þau að biðja ungt fólk um að halda sig sem allra mest og lengst frá öllum vímugjöfum. Öll notkun vímugjafa, allt frá tóbaki, áfengi og upp í fíkniefni hlýtur alltaf að verða til skaða. Og þeim mun meiri verður skaðinn eftir því sem meira er notað.“ Hvar og hvernig bitrtist þessi áróður sem þú talar um og hvernig er hægt að verjast hon- um? „Það er nú ósköp erfitt að verjast þessu. Hann kemur fram á netinu og í ýmsu efni sem er útgefið á prenti. Aðilar hafa á sínum veg- um menn, jafnvel lækna sem eru að gefa út yfirlýsingar um meinleysi þessara efna og þeirra ágæti. Við heyrum um- ræðuna um það hér á landi að það sé nú rétt að lögleiða eitthvað af þessu efnum. Okkur hér finnst það algerlega út í hött og fráleitt. Það var ánægjulegt að heyra að á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins hafi einhverjar slíkar hugmyndir verið kveðnar í kútinn. Þó að kannabisefnin séu vissu- lega meinlausust af þessum fíkniefnum þá tel ég það fráleitt að leyfa þau. Við getum þá alveg eins sleppt höml- um af ýmsu öðru. Við VELKOMIN I IÞROTTAMIÐSTOÐINA I BORGARNESI Sérstök tilboð fyrir hópa sem vilja koma í æfingabúðir íþróttir gegn vímu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.