Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.10.2001, Blaðsíða 30
kristín rós hákonardóttir Ætli það myndi nokkuð passa að vera á fullu í sundi og síðan reykja og drekka. En ég hef aldrei prufað þetta og ætla mér heldur ekkert að gera það." Maður verður að vera samviskusamur og hafa vilja og þor Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið í fremstu röð í heiminum í sundi fatlaðra lengi og því tii sönnunar nægir að nefna að hún á 10 heimsmet í íþróttinni í dag. Þegar Skapti Örn Ólafsson blaðamaður Skin- faxa kom heim til Krstínar Rósar þar sem viðtalið fór fram blöstu við honum fleiri hundruð verðlauna- peningar sem þöktu veggi herbergis hennar auk fjöldanum öllum af bikurum og verðlaunagripum víðsvegar að úr heiminum. Það er þvf ekki ofsögum sagt að Kristín Rós sé afreksmaður f fremstu röð. „Það er langbest að vinna alltaf til gullverðlauna svo að maður þurfi ekki alltaf að vera að pússa silfurverðlaunin," sagði Kristín Rós og hló við. En Kristín Rós má varla stinga sér til sunds því þá vinnur hún til verðlauna. Skinfaxi fékk að forvitnast aðeins um þessa miklu afrekskonu og það kom í Ijós að henni er margt til lista lagt annað en að synda. Hefur veriö í landsliöinu síðan 1987 Segðu okkur aðeins hver Kristín Rós Hákonardóttir er? „Ég er 28 ára gömul og hef búið í Breiðholtinu síðan ég var fimm ára. Ég gekk í Ölduselsskóla og þegar hann var

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.