Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 17
^fnglingnlondsmót LiMFÍ í ^tgkkishólmi Unnur Lára er allt í öllu í Stykkishólmi! Það er mikið af ungu og efnilegu íþrótta- fólki á Snæfellsnesi. ✓ Unnur Lára Asgeirs- dóttir er ein þeirra en hún æfir með Snæfelli í Stykkishólmi. Hún er mjög fjölhæf og æfir frjálsar, fótbolta og körfubolta með sínu félagi. Unnur, sem er 12 ára, bíður spennt eftir Unglingalands- mótinu og ætlar að láta að sér kveða, en hún er íslandsmeistari innan- húss í kúluvarpi í sínum aldursflokki. Hvaöa greinar stundar þú? „Frjálsar, fótbolta og körfubolta." Hver er þín aðalgrein? ,,Það er kúluvarp." Af hverju tekurðu kúluna fram yfir hinar greinarnar sem þú æfir? ,,/Etli það sé ekki vegna þess að ég er íslandsmeistari í kúluvarpi innanhúss í aldursflokknum 11 til 12 ára. íslandsmetið er 8.63m.“ /Efir þú einhverjar fleiri frjáls- íþróttagreinar? ,,Já, ég æfi líka spretthlaup og langstökk, en samt ekki eins mikið og kúluna." Þú ert líka í körfubolta og fót- bolta. Hvernig gengur það? ,,Bara mjög vel. Mér finnst eigin- lega báðar íþróttagreinarnar jafn skemmtilegar." Er ekkert erfitt að stunda allar þessar greinar og vera síðan líka í skólanum? „Jú, dálítið, en ég gef mér samt líka tíma til að æfa á píanó.“ Og hefur þú alveg tíma til að gera þetta alit saman? „Já, já, það er ekkert mál að koma þessu öllu saman. Ég hef alveg nægan tíma.“ Ertu bara alltaf æfandi? „Já, ég æfi alla daga nema mánudaga og svo gleymdi ég að segja þér að ég er líka í skátunum.“ Hvernig er þetta eiginlega með þig - ertu bara allt í öllu hérna í Stykkishólmi? „Já, eiginlega." Nú fer Unglingalandsmótið fram hérna á Stykkishólmi fyrstu vikuna í ágúst. Ertu farin að undirbúa þig eitthvað fyrir það? „Já, og þá aðallega kúluna., en ég ætla samt líka að keppa í langstökki, spretthlaupi, fótbolta, körfubolta og golfi.“ Ertu líka að æfa golf? Hefur þú einhvern tíma til að vera heima hjá þér? „Já, já, en ég fer Ifka stundum út „Það verð- ur gaman að keppa við alla krakkana sem koma á mótið" í eyjar til að tína egg og æðardún." Hlakkar þú til Unglinga- landsmótsins? „Já, það verður gaman að keppa við alla krakkana sem koma á mótið. Það er líka gaman að þetta fari fram hérna í Stykkishólmi," segir Unnur Lára, sem var síðan rokin út á frjálsíþróttavöll til að æfa um leið og viðtalinu lauk enda í nógu að snúast hjá stúlkunni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.