Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.2002, Side 7

Skinfaxi - 01.05.2002, Side 7
^foglingnlmidsmót UiVlFÍ í ^tgkkishólmi Voru þá allir sáttir við þessa ákvörðun? „Já, ég hef ekki orðið var við annað. Það ríkti eining innan stjórnar HSH um ákvörðunina og í henni átti Snæfell, sem er íþróttafélagið í Stykkishólmi, aðeins einn fulltrúa af fimm. Þannig að það var mikil samstaða innan félaganna hérna á svæðinu að halda þetta á einum stað og varð Stykkishólmur fyrir valinu." Unglingalandsmótið í Stykkishólmi er það fimmta í röðinni. Er einhver nýbreytni á mótinu í ár? „Já, nú er mótið opið öllum sem vilja taka þátt sama hvort menn séu skráðir í ungmennafélag eða ekki. Þá verður hér haldin hæfileikakeppni í fyrsta sinn og á hún meðal annars að höfða til þeirra sem ekki hafa áhuga á íþróttum. I hæfileikakeppninni verður m.a. keppt í leiklist og svokölluðu rappi, en þar stíga einstaklingar upp á svið og láta ljós sitt skína fyrir framan dómnefnd og áhorfendur. Þá verður breyting í íþróttakeppninni þar sem keppt verður í hverjum aldursflokki fyrir sig en ekki tveimur árum blandað saman. Þá verðum við með íþróttir fyrir fatlaða þ.e.a.s. sund og frjálsar. Einnig verður, í samvinnu við Handknattleikssamband Islands haldið mót, þar sem ákveðnum liðum verður boðin þátttaka. HSI sér alfarið um þetta og er handboltinn hugsaður sem kynningargrein á mótinu." Það eru margir sjálfboðaliðar sem koma að undirbúningnum en það kostar samt peninga að halda slíkt mót. Hvernig hefur gengið að fá styrktaraðila á mótið? „Styrktaraðilarnir skipta gífurlega miklu máli þegar haldið er svona stórt mót. Við fórum tiltölulega snemma af stað og ræddum við nokkra hugsanlega styrktaraðila. Það gekk mjög vel að ná samningum við nokkra aðila sem voru tilbúnir að styrkja þetta verkefni og vonandi getum við haldið þeirra merki vel á lofti í undirbúningnum og mótinu sjálfu. Stærsti styrktaraðilinn er Stykkishólmsbær, sem styrkir okkur myndarlega auk þess sem þeir útvega alla aðstöðu frítt fyrir mótið. A móti vonum við að Stykkishólmur, bæjarbúar og fyrirtæki hér í bænum njóti góðs af þeim gestum sem heimsækja okkur og dvelja þennan tíma sem mótið stendur. Auk þess er slíkt mót ómetanleg kynnig á bæjar- félaginu og svæðinu í heild þ.e.a.s. öllu Snæfellsnesi." Og þú lofar að sjálfsögðu skemmtilegu móti og góðu veðri? „Já, það er alveg klárt. A mótinu eiga allir eftir að finna eitthvað við sitt hæfi og skemmta sér konunglega, jafnt ungir sem aldnir. Varðandi veðrið þá voru veðurguðirnir þeir fyrstu sem samið var við og ég hef enga trú á öðru en að þeir standi við sitt," segir Kjartan Páll að lokum í góðlátlegu gríni og vonandi mun veðurblíðan leika við mótsgesti. Sundlaug - íþróttahús Líkamsræktarstöö Opnunartímar sumar 2002 Opnunartími sundlaugar og líkamsæktar er frá 10-21 virka daga og frá 10 - 19 um helgar. Sími 486 1251 Sundlaug Útisundlaug 25 x 12,5 m, 4 heitir pottar, þ. m. einn barnapottur. Margvísleg leiktæki. Líkamsræktarstöö Nýlega var tekin í notkun mjög fullkomin og nútímaleg líkamsræktarstöö sem inniheldur öllu bestu fáanleg tæki og útbúnaö til heilsuræktar. ÍJþróttahús A opnunartíma sundlaugar og líkamræktarstöövar er hægt aö fá leigöa tíma í okkar glæsilega íþróttahúsi. Verið velkomin á Laugarvatn. Kennararháskóli íslands

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.