Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 11
^fngliognlnndsmót UMFÍ í ^tgkbishólmí Það var algjört lífsspursmál að fá bætta aðstöðu, segir Einar Einarsson frjálsíþróttaþjálfari HSH. Einar Einarsson frjálsíþróttaþjálfari HSH bíður spenntur eftir Unglingalandsmóti UMFÍ. Hann er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi. Hann flutti þaðan á sínum tíma til Garðabæjar, hann snéri til baka til Stykkishólms í fyrra þegar honum var boðið að gerast héraðsþjálfari í frjálsum á Nesinu. Einar byrjaði ungur að árum að æfa frjálsar og einbeitti sér alfarið að spretthlaupum. Hann var einn okkar fremsti spretthlaupari og vann ófáa íslandsmeistaratitlana. Valdimar Kristó- fersson hitti hann á hlaupabrautinni og ræddi við hann um þjálfun á Nesinu. Það er mikill dugnaður í Einari en hann þjálfar Snæfell í Stykkishólmi, UMF Grundarfjörð, Víking Ólafsvík, UMF Staðarsveitar, ÍM og Eldborg sem koma frá tveimur hreppum á Nesinu og æfa saman. Félögin eru því dreifð um allt Snæfellsnes og keyrir Einar á milli staða til að þjálfa krakkana. Það er mikil barátta hérna, eins og annarsstaðar að halda krökkunum í íþróttunum og ég held það sé jákvætt að vera með héraðsþjálf- ara sem nær til allra krakkanna á Nesinu Búinn að læra mikið En hafði Einar eitthvað verið bendlaður við þjálfun áður? „Nei, ekkert sem heitir. Þetta er í raun frumraun og maður hefur lært óhemju mikið á þessu. Ég kann vel við mig í þessu starfi og tel mig ná nokkuð vel til krakkanna. Þetta er að vísu dálítið stór pakki og svolítið slítandi að vera að þvælast um allt Nesið til að þjálfa. En það býr gott fólk víðsvegar um Nesið sem réttir mér hjálparhönd og aðstoðar mig.“ Hvernig var þjálfunin á Nesinu áður en þú komst? ,,í raun var þetta búið að vera steindautt í nokkurn tíma en er mikið að taka við sér og lifna við. Það er mikil barátta hérna, eins og annars- staðar að halda krökkunum í íþróttunum og ég held það sé jákvætt að vera með héraðsþjálfara sem nær til allra krakkanna á Nesinu." Hvernig fer síðan þjálfunin fram? „Þetta byggist mikið á tækniæfingum, grunninum og hafa margir hverjir sýnt miklar framfarir. Maður verður að vera roslega frjór þvíekki er hægt að vita hve margir koma á hverja æfingu. Það er því ekki víst að æfingin sem maður ætlaði að vera með gangi upp og þá verður maður að vera tilbúinn með fleiri æfingar sem hentar þeim hópi sem mætir.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.