Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 30
Leiðtogaskóli UMFI að Gufuskálum Ungmennafélag (slands og norrænu sam- tökin NSU stóðu fyrir leiðtogaskóla fyrir ungmenni frá öllum norðurlöndum nú í byrjun júlí. Alls voru 32 nemendur á aldr- inum 18-25 ára sem tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá. Leiðtogaskólinn var byggður upp í IKrakkarnir sem sóttu Leiðtogaskólann voru ánægðir með hvernig til tókst og skemmtu sér vel. Valdimar Gunnarsson verkefnastjóri UMFÍ og framkvæmdastjóri á fyrirlestrum, ýmsum leikjum, hópefli og afþreyingu. Skólinn byrjaði kl. 9.00 á morgnana og var þétt prógram fram eftir degi og yfirleitt fram undir miðnætti. Fyrir- lesarar í leiðtogaskólanum voru Sigrún Stefánsdóttir, sem fjallaði um norræna samvinnu og fjölmiðla, Rannveig Einars- dóttir fjallaði deilur og lausnir á vandamál- um, Kristján Kristjánsson fjallaði um mark- mið og áætlanagerð og Jóhann Ingi Gunnarsson fjallaði um leiðtogann í dag. Skemmst er frá því að segja að krakkarnir voru himinlifandi með fyrirlestrana sem þóttu hver öðrum betri. Að fyrirlestrum lokn- um var farið í ýmsa leiki, keppnir og afþrey- ingu og má þar nefna, kajakferð, sjóstanga- veiði, vélsleðaferð upp á Snæfellsjökul, rafting niður Hvítá og skoðunarferð bæði til Stykkishólms og um Suðurlandið á loka- degi leiðtogaskólans. Valdimar Gunnars- son verkefnastjóri hjá Ungmennafélagi íslands og framkvæmdastjóri NSU hafði veg og vanda að undirbúningi og fram- kvæmd leiðtogaskólans og honum til halds og trausts var Páll Guðmundsson nýráðinn kynningarfulltrúi hjá Ungmennafélaginu. ieiðtogaskólanum. Þau höfðu þetta að segja um námið f leiðtogaskólanum: Unnar Steinn Björnsson frá Selfossi: ,,Fyrst og fremst var þessi vikudvöl í leiðtogaskólanum heilmikil lífsreynsla. Við kynntumst góðum krökkum víða af norður- löndunum sem hafa svipuð áhugamál og eru að vinna að gefandi og heilbrigðu ung- mennastarfi. Dagskráin var viðamikil og fjölbreytt og maður þroskaðist sem ein- staklingur og félagsvera." Magnús Sigurðarson frá Patreksfirði: ,,Þetta var hreinasta snilld, fátt annað um það að segja. Þetta var ógleymanleg lífs- reynsla og maður lærði helling og hefur vondandi þroskast sem einstaklingur. Maður kynntist mikið af góðum krökkum og ég vona að við náum að halda sam- bandi. Fyrirlestranir voru góðir og afþrey- ingin var í hæsta gæðaflokki. Þetta var alveg rafmögnuð ferð.“ Anna Sif Hjaltested úr Garðabæ: ,,Mér fannst gaman og spennandi að vera með í leiðtogaskólanum. Góðir fyrirlestrar og frá- bærir krakkar. Afþreyingin var meiriháttar enda gerðum við ótrúlega mikið á aðeins einni viku. Gufuskálar voru svolítið out of nowhere en það að vera svona einangruð þjappaði okkur bara enn frekar saman. Rafting og vélsleðaferðin og fyrirlesturinn hjá Jóhanni Inga stóðu upp úr og tengdi okkur böndum sem seint munu rofna.“ Að loknum fyrirlestri einn daginn heimsótti Anna R. Möller formaður NSU leiðtoga- skólann og farið var í hugmyndavinnu um framtíð og starf NSU. Hóparnir skiluðu mörgum áhugaverðum hugmyndum sem unnið verður úr á næstunni. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um leiðtogaskólann á heimasíðu NSU, www.nsu.is NSU og Páll Guðumdsson kynningar- fulltrúi UMFÍ voru ekki síður ánægðir. Þrjú íslensk ung- menni tóku þátt í

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.