Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 12
^fnglingnlnndsmót UMFÍ í ^tgkbishólmi Er ekki ofboðsleg vinna að keyra á milli allra þessa staða til að þjálfa? ,,Jú, þetta er töluverð vinna, en það er ákveðið skipu- lag á þessu. Því er þó ekki hægt að neita að þetta er heilmikill rúntur og maður verð- ur að hafa fyrir þessu. En það er gaman að vinna með krökkunum og maður kynnist sveitinni enn betur.“ Mikill efniviður Er mikill efniviður hérna á Nesinu? ,,Já, það vantar ekki efniviðinn, en það er oft grátlegt að fá krakka á æfingar, sem eru efnilegir og hafa engan metnað til að fylgja því eftir. Krakkar í dag eru margir hverjir ekki nógu áhugasamir en svo er að sjálf- sögðu fullt af krökkum sem eru mjög áhugasamir. Það er eins og margir krakk- anna átti sig ekki á út á hvað þetta gengur." Hvað eru margir að æfa hjá þér? ,,Það eru um 70 krakkar sem mæta reglulega hjá mér á Stykkishólmi og í heildina eru þetta kannski um 170 krakkar sem mæta reglulega frá þessum fyrrtöldu stöðum.“ Nú er Unglingalandsmótið í byrjun ágúst. Er mikil tilhlökkun í hópnum? ,,Já, hún er að magnast, en ég held að krakkarnir muni ekki koma til með að átta sig almennilega á hlutunum fyrr en í júlí. En því er ekki hægt að neita að eftirvæntingin fer stigmagnandi." Hvað mætir þú með marga til keppni á Unglingalandsmótið? ,,Það er ekki alveg komið á hreint ennþá. Þetta er mikil ferða- helgi og óvíst hvar foreldrarnir verða þótt maður voni að þau fjölmenni á Unglinga- landsmótið." Má ekki gleyma sér í látunum Nú keppa krakkarnir sem þú þjálfar inn- byrðis og hver með sínum liði. Hvernig gengur þjálfaranum að vera hlutlaus? ,,Það gengur ágætlega, en maður verður að passa sig vel á að gleyma sér ekki í öllum látunum. Krakkarnir áttu dálítið erfitt með að skilja þetta í vetur og vildu vita með hverjum ég héldi, en þau eru farin að átta sig á þessu núna. Mér varð reyndar þá á í fyrra að taka þátt héraðsmóti fullorðinna fyrir hönd Snæfells, bara að gamni. En það er mikil keppni á milli félaganna á Nesinu og ég fékk ekki góð skilaboð eftir það frá hinum félögunum. Þannig að ég held að ég sleppi öllum mótum eftir þetta.“ Nú æfðir þú eingöngu spretthlaup þegar þú varst í frjálsum. Eru þjálfarar f dag strax farnir að sigta út hvaða grein hent- ar hverjum einstaklingi best um leið og hann byrjar að æfa og reyna jafnvel að ýta honum þangað? „Nei, alls ekki. Ég læt krakkana valsa um alveg eins og þau vilja. Ég vil að þau prufi sem flestar greinar svo þau komist að því hvað þeim finnst skemmtilegast. Ég læt þau samt vita hvar ég tel þau sterkust og reyni að hvetja þau til að keppa í þeim greinum á mótum, en þau finna þetta oftast sjálf. Hvað mig varð- ar þá festist ég bara í spretthlaupunum, náði bestum árangri þar.“ Hvernig er íþróttaaðstaðan á Nesinu? ,,Hún er þokkaleg. Á Nesinu eru eingöngu malarvellir, en það er verið að betrumbæta frjálsíþróttavöllinn hér i Stykkishólmi fyrir Unglingalandsmótið og eftir að því líkur nú í byrjun júlí þá verður aðstaðan alveg glæsileg." Þannig að þetta er mikil lyftistöng fyrir íþróttalífið hér í Stykkishólmi að halda Unglingalandsmótið? ,,Já, það er engin spurning. Það var algjört lífsspursmál að fá bætta aðstöðu til að áhugi krakkanna héld- ist og ég er alveg sannfærður um að iðk- endum á eftir að fjölga þegar aðstaðan verður tekin í gagnið nú í byrjun júlí. Þá fer líka eftirvæntingin að aukast vegna Ung- lingalandsmótsins." Hvað með fyrirmyndir, eins og Jón Arnar Magnússon, og Völu Flosadóttur. Hafa þau áhrif á krakkana og áhuga þeirra? ,,Já, það er engin spurning. Ég fékk t.d. Jón Arnar á héraðsmótið sem haldið var hér í apríl til að afhenda verð- laun. Krökkunum fannst þetta alveg frá- bært og sumir foreldrarnir misstu jafnvel andlitið þegar þeir sáu hann. Ég held að þau hafi einfaldlega ekki trúað því að svona þekktur einstaklingur gæfi sér tíma til að mæta á Nesið til að veita verðlaun." Áttu von á skemmtilegu Unglingalands- móti? ,,Já, engin spurning. Ég á einnig von á mikilli og skemmtilegri stemmningu þar sem aðstæður eru að verða mjög góðar og mótshaldið fer allt fram á sama stað.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.