Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 29
Hvet alla til að fara út að ganga - segir Helgi Arngrímsson sem vinnur að verkefninu Göngum ísland Skapti Örn Ólafsson sló á þráöin til Helga Arngrímssonar á dögunum. Helgi stýrir verk- efninu Göngum ísland sem UMFÍ stendur að. Undanfarin 21 ár hefur Helgi verið framkvæmda- stjóri hjá Álfasteini þar til síðastliðin vetur að hann snéri sér alfarið að leiðsagnarmálum hvað gönguleiðir í Borgarfirði eystri varðar, en þar býr Helgi ásamt fjölskyldu sinni. Helgi hefur undanfarin fimm til sex ár starfað við leiðsögn á svo- kölluðum Víknaslóðum við Borgarfirði eystri. Frá Borgarfirði og suður til Seyðisfjarðar eru 11 víkur og eru Víknaslóðir eins og nafn- ið ber með sér gönguferðir um þessar víkur. Hvað verkefnið Göng- um ísland varðar er það ný tilkomið hjá Helga. „Verkefnið er þannig að við höfum verið að safna saman upplýsingum um gönguleiðir víðsvegar um landið. Síðan gefum við út smá bækling, einskonar leiðabók, um þessar gönguleiðir. Við erum komnir með 141 leið í þessa leiðabók sem er langt umfram það sem við vorum upphaf- lega að hugsa um,“ sagði Helgi. Þessar gönguleiðir eru allar mið- aðar við hálftíma til tveggja tíma langar göngur og eru um allt land. Margra ára verkefni Hvernig kom það til að þessu verkefni var hrint af stað? „í fyrra var gert samkomulag milli Ungmennafélags íslands og Heilbrigðis- ráðuneytisins um að ráðast í þetta verkefni á landsvísu. Síðan í vetur var gerður samningur við Svæðismiðstöðina á Egilsstöðum um að hún myndi sjá um þetta verkefni í samstarfi við UMFÍ. í framhaldi að því var ég síðan ráðin til þess að vinna að þessu verkefni," sagði Helgi. Verkefnið Göngum ísland er hugsað sem margra ára verkefni - enda á það alltaf við að sækja ísland heim og ganga um landið okkar. Vel hefur gengið að safna leiðum í leiðabókina og til marks um það komu 40 leiðir þegar frestur til að skila inn leiðum var útrunnin. „Það gekk alveg rosalega vel að safna leiðum í bókina og erum við rnjög ánægðir með viðtökurnar. Við höfðum samband við ung- mennafélögin í landinu og upplýsingamiðstöðvarnar sem síðan sendu okkur gönguleiðir í leiðabókina," sagði Helgi. Leiðabókinni verður síðan dreift um land allt ásamt því að veggspjöldum verður komið upp. „Verkefnið verður vel auglýst á heimasíðu sem við erum að vinna að og í blöðum og útvarpi." Þeir sem áhuga hafa á verkefninu er bent á að fara inn á www.ganga .is á Netinu. Ódýrasta og besta líkamsrækt sem til er Helgi hvetur fólk til þess að taka fram gönguskóna og taka þátt í verkefninu með því að ganga eitthvað af þeim leiðum sem í boði eru. „Ég hvet fólk eindregið til þess að taka þátt í þessu með okkur. Þetta kostar ekkert og það má segja að ganga sé einhver alódýr- asta og besta líkamsrækt sem til er. Allir geta gengið og til dæmis sr fólki sem nýkomið er úr hjartaaðgerðum hvatt til að fara út að ganga. Þá er það markmið okkar með þessu verkefni að það fólk sem ferðast um landið í bílunum sínum fari úr þeim og gangi svolítið. Þetta eru stuttar leiðir og allir ættu að geta fundið ein- hverja leið sem þeim líkar,“ sagði Helgi. Gönguleiðirnar í verkefninu eru allar öruggar og margt markvert að skoða á leiðunum. „Allar þær leiðir sem við bjóðum upp á eru öruggar og vel merktar. Upplýsingar eru við hverja leið og eins er haegt að fá göngukort. Þá eru margar af þessum leiðum tengdar sögulegum staðreyndum og ýmsan fróðleik hægt að fá út úr smá ðöngutúr. Þannig að hægt á að vera að ganga þessar leiðir án leiðsögumanns," sagði Helgi sem sagði verkefnið fyrst og fremst vera hugsað yfir sumartímann en þó væri hægt að ganga leiðirnar yfir vetrartímann þar sem stikur ættu að lóðsa menn um ef snjóar. Hluti af stærra verkefni Nóg er að gera hjá Helga hvað gönguferðir varðar því í júlí mun hann sjá um gönguferðir í Borgarfirði eystri. „Þegar mínum þætti í Göngum ísland er lokið í júlí mun ég taka að mér leiðsögn í gönguferðum um Víknaslóðir. Þó mun ég ekki alveg segja skilið við verkefnið þar sem ég mun sjá um að dreifa leiðabókunum um allt land og halda utan um allt saman. En hvað Víknaferðirnar varðar er um að ræða sex til sjö ferðir sem hver tekur frá tveimur og upp í sex daga,“ sagði Helgi. Göngum ísland er hluti af stærra verkefni sem UMFÍ og Heilbrigðisráðuneytið standa að. „Ungmennafélag íslands er síðan með stærra verkefni sem er Margskonar ganga. Göngudagur fjölskyldunnar er þar á meðal ásamt verkefni sem heitir Fjölskyldan og fjallið síðan stendur til að búa til lítinn bækling sem dreifa á f grunnskóla í landinu sem er einskonar hvatning fyrir börn að ganga meira. Þá er hugmyndin að vera með almenna fræðslu um útveru og göngu innan UMFÍ,“ sagði Helgi. Sjáum mun á ferðamannastreymi Helgi var bjartsýnn á að ná fólki út í göngutúra í sumar og sagði fólk taka yfirleitt vel í verkefni sem Göngum ísland er. „Nú hef ég starfað töluvert við ferðamál á landsbyggðinni og mín reynsla af verkefnum sem þessum er að hvatning sem þessi hefur verulega að segja. Þegar svipað átak var í gangi 1994 í tengslum við 50 ára lýðveldisafmælið sáum við mikinn mun hér á Borgarfirði eystri á ferðamannastreymi og vonandi verður svipað uppi á teningunum hvað þetta átak varðar," sagði Helgi. Þegar Helgi var spurður að því hvort að hann væri mikill göngu- garpur sjálfur sagði hann svo ekki vera. „Nei ekki get ég nú sagt það, en ég geng hins vegar dálítið. Ég passa vel inn í þennan fjöl- skyldu gönguhóp en er lítið að ganga um fjöll og fymindi," sagði Helgi og hló að blaðamanni þegar hann var spurður að því hvort að hann hafi gengið allar þessar leiðir, enda tæki slíkt ærinn tíma. Göngum ísland var síðan opnað formlega laugardaginn 29. júní með stuttri gönguferð með Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra. Ungum og öldnum er því ekkert að vanbúnaði að skella sér út í fallega náttúru íslands í sumar og taka þannig þátt í verkefninu Göngum ísland.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.