Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2002, Page 28

Skinfaxi - 01.05.2002, Page 28
Sækjum ísland heim - gangandi - segir Ásdís Heiga Bjarnadóttir formaður umhverfisnefndar UMFÍ í sumar fór Ungmennafélag íslands af stað með verkefnið Fjölskyldan og fjallið sem er átaksverkefni um það að fá fjölskyldur í fjallgöngur. Skinfaxi var að vonum forvitinn um þetta verkefni og hafði því samband við formann umhverfisnefndar UMFÍ, Ásdísi Helgu Bjarnadóttur, og spurði hana nánar út í þetta verkefni. Ásdís Helga Bjarnadóttir er fædd og uppalin á Hvanneyri og starfar þar við upplýsingamiðstöðina Lífræna ræktun sem stofnuð var við Landbúnaðar- háskólann. Ásdís Helga er búfræði- og garðyrkjukandídat að mennt og síðastliðin fjögur ár hefur hún verið sambandsstjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar. Sfðastliðið haust kom Ásdís Helga síðan inn í stjórn Ung- mennafélags íslands og er formaður umhverfisnefndar UMFÍ. Skapti Örn Ólafsson bað Ásdísi Helgu að segja sér aðeins frá umhverfisnefndinni. „Þegar ný stjórn UMFÍ tók við var ákveðið eftir tillögu Björns Jónssonar formanns að gera tilraun með að skipta starfi hreyfingarinnar upp í íþrótta-, menningar- og umhverfissvið. Formaður nefndarinnar kemur úr stjórn UMFI og síðan koma tveir aðilar ein- hversstaðar af landinu," sagði Ásdís Helga, en með henni í umhverfisnefnd eru Kristín Ágústdóttir sem kemur frá Náttúrustofu Austurlands og Jóna Þor- varðardóttir sem kemur frá UMSK. Markmiðið að fólk kunni að umgangast náttúruna. Starf umhverfisnefndar er töluvert og beinist það þá aðallega að fræðslumál- um. „Nefndin hefur það að markmiði að fara yfir umhverfisstefnu UMFÍ og móta tillögur að framtíðarverkefnum félagsins. Við höfum farið yfir umhverf- isstefnu UMFÍ og sáum svo sem ekkert athugavert við hana en við reynum að vinna út frá henni,“ sagði Ásdís Helga. Umhverfisstefna UMFÍ er í fáum orð- um sú að auka þekkingu fólks í landinu og kynna fólk fyrir umhverfinu, þannig að fólk fari betur með náttúruna og kunni að umgangast hana sem skildi. Hluti stefnunnar snýr líka að umhverf- inu innandyra - að fólk flokki endur- vinnanlega hluti frá rusli. „Við höfum kynnt okkar hugmyndir á samráðs- fundum þar sem formenn félaganna koma saman og þá var umhverfis- stefnan samþykkt á sambandsþingi UMFÍ, þannig að það má segja að við kynnum þessa umhverfisstefnu á vettvangi Ungmennafélags íslands," sagði Ásdís Helga þegar hún var spurð að því hvernig nefndin kæmi þessum mikla og góða boðskap til skila. Gaktu á fjall og þú getur fengið vinning Umhverfisnefnd UMFÍ koma saman fljótlega eftir áramót og var þá ákveðið að fara af stað með verkefnið Fjöl- skyldan og fjallið. „Þar sem ár fjallsins er nú í ár þá fannst okkur tilvalið að reyna að fá fjölskylduna í fjallgöngur í tengslum við annað verkefni innan UMFÍ sem er Göngum ísland. í leiða- bók Göngum ísland eru síðan tilgreind 12-15 fjöll sem eiga að vera aðgengi- leg fyrir fjölskylduna,“ sagði Ásdfs Helga og hélt áfram að segja blaða- manni frá verkefninu. „í júní var síðan farið með póstkassa og gestabækur upp á þessi fjöll þar sem fólk er síðan beðið um að skrifa nafn sitt ásamt heimilisfangi og síma. Síðan í haust verður farið yfir gestabækurnar og farið yfir þau nöfn sem þar eru og dregnir út vinningshafar," sagði Ásdís Helga og vildi ekkert gefa upp um það hvað yrði í vinning þrátt fyrir þrábeiðni blaðamanns. Þá sagði Ásdís Helga að umhverfis- nefndin hafi verið að vinna spurningar- lista fyrir þjónustumiðstöðvar Ung- mennafélags íslands sem eru sex talsins þar sem fólk er beðið um að skrá niður pappírsnotkun, orkunotkun og þvíumlíkt. „Þetta gerum við til þess að athuga hvort að við getum lagfært eitthvað áður en við förum með þetta verkefni eitthvað lengra. En þetta er hugsað sem framtíðarverkefni en engu að síður mjög þarft verkefni," sagði Ásdís Helga. Getur um leiö veriö fræöandi Aðspurð um það hvort Ásdís Helga hefði trú á því að fjölskyldan myndi fara að ganga á fjöll og fyrnindi í sumar taldi hún svo vera. „Ég held að það sé ekki spurning og fólk er farið að sækja miklu meira út í náttúruna en verið hef- ur. Það er auðvitað góð heilsubót í því að fara út að ganga og getur verið fræðandi fyrir börnin ef foreldrarnir eru vel að sér í plöntu- og fuglaheitum eða þá staðháttum og örnefnum í náttúr- unni. Þar sem núna er til hefti með merktum gönguleiðum um land allt ætti fólki ekkert ver að vanbúnaði að skella sér í smá göngutúr," sagði Ásdís Helga og vonaðist til þess að fjölskyldan tæki vel í verkefnið Fjölskyldan og fjallið í sumar. Ekki hægt að kynnast landinu betur en gangandi En eru stúlkurnar í umhverfisnefnd UMFÍ góðar fyrirmyndir hvað göngur á fjöll og fyrnindi varðar? „Ég veit ekki hvað stöllur mínar í nefndinni eru dug- legar við göngur en hvað mig sjálfa varðar er ég nokkuð dugleg að fara í göngutúra. Við hér hjá Ungmenna- sambandi Borgarfjarðar höfum síðast- liðin fjögur sumur skipulagt kvöldgöng- ur annan hvern fimmtudag allt sum- arið. Þannig að ég hef farið víða um Borgarfjörðinn," sagði Ásdís Helga og var nokkuð sátt við sjálfa sig og vildi hvetja fólk eindregið til þess að sækja ísland heim - gangandi í sumar. „Eins og hvatningin er núna, að sækja ísland heim, vil ég benda fólki á að maður kynnist ekki landinu okkar betur en með því að fara gangandi um það, ríðandi á hestum eða hjólandi. Maður kynnist landinu mikið betur á þann hátt,“ sagði Ásdís Helga.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.