Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 23
^fnglingnlnndsmót UMFÍ í ^tgkkishólmi Gífurlega jákvætt fyrir svæðið í heild • • sinni, segir Ásthildur Sturludóttir ferðamálafulltrúi Vesturlands Ásthildur Sturludóttir er nýkomin heim aftur til Stykkishólms eftir nám í stjórnmálafræði, eins og hún vill orða það, en hún ólst upp í Stykkishólmi. Ásthildur vinnur sem ferða- málafulltrúi og atvinnuráðgjafi á Vesturlandi og þótt að nóg sé að gera hjá stúlkunni þá ákvað hún að taka að sér verkefni fyrir Ung- lingalandsmótsnefndina, og stýra afþreyingar- dagskrá mótsins. Valdimar Kristófersson settist niður með Ásthildi sem var hin hressasta. Fjölskyldan saman Unglingalandsmótið er ekki bara íþrótt- amót heldur mót fyrir alla fjölskylduna og þið gerið dálítið mikið úr því? ,,Jú, við leggjum mikið upp úr því að fjölskyldan geti komið saman og átt góða helgi, eitthvað að krökkunum keppi en þeir sem hafa ekki áhuga á því geta samt átt góða stund, farið í ýmsa leiki og gert margt annað skemm- tilegt sem verður í boði. Það verða mörg leiktæki á staðnum og er frítt í þau flest. Allt verður þetta í göngufæri þannig að foreld- rar eiga að geta lagt bílnum yfir helgina og verið á rölti um bæinn og fylgst með öllu því sem verður að gerast á rnótinu." Hvað er helst á dagskrá fyrir utan íþróttamótið? ,,Við verðum með sérstakt leikjasvæði, þar sem hægt verður að fara í fullt af leikjum, þar verða leiktæki eins og hoppkastali og ýmis tæki sem hafa tengst 17. júní hátíðarhöldum, svo verða tónleikar, íslandsleikhúsið verður með leiksýningar, hæfileikakeppni, kvöldvaka, brenna, gó- kart o.rn.fl." Ætlar í gamla HSH gallann Hvernig stóð á því að þú tókst að þér að verða fulltrúi afþreyinga fyrir unglinga- landsmótið? ,,Ég var nú bara einfaldlega beðin um í vetur að taka þetta að mér. Kannski fyrst og fremst af því að ég er ferðamálafulltrúi á Vesturlandi. Nú þar sem ég keppti í gamla daga í frjálsum og hef þennan ungmennafélagsanda þá kom okkert annað til greina en að taka þetta að tnér," segir hún hlæjandi meðan hún rifjar upp gamla tíma í huganum og bætir síðan við: „Ég hlakka því mikið til og sérstaklega að draga upp gamla HSH gallann og klæðast honum þessa helgi.“ Hvað er langt síðan þú fórst í hann? „Það var á Landsmótinu í Mosfells- bæ1990 sem ég klæddist HSH gallanum síðast, sælla minninga." Þannig að þú hefur ver- ið mikil íþróttamann- eskja á þínum yngri ár- um? ,,Já, já, ég æfði af kappi á mínum yngri árum, en þetta minnk- aði aðeins þegar ég fór í Háskólann vegna tímaskorts. Ég fylgist enn vel með og tek þátt í þessu í gegnum yngri systkini mín.“ Hvaða íþróttagreinar voru í uppáhaldi hjá þér? ,,Ég æfði frjálsar og körfubolta þ.e.a.s. þessar týpísku íþróttagreinar fyrir Hólmara." Mikið ævintýri Þannig að þú hefur verið spennt fyrir verkefninu þegar það bauðst? ,,Já, ég leit strax á það sem mikið ævintýri að fá að taka þátt í undirbúningsvinnunni og mótinu sjálfu. Ég hef einnig tekið eftir því að jafn- aldrar mínir sem og aðrir bæjarbúar eru mjög spenntir fyrir mótinu og það vilja allir leggja sitt af mörkum til að gera þetta að glæsilegu og eftirminnilegu móti.“ Þetta er vissulega fjölskyldumót, en keppnisgreinarnar eru flestar fyrir yngri kynslóðina, en það hefur samt ekki áhrif á það að eldri kynslóðin er spennt og bíður eftir mótinu? ,,Það er mikill áhuga hjá „eldra fólkinu" í bænum og flestir bíða spenntir eftir þessari helgi.“ Nú starfar þú sem ferðamálafulltrúi hér á Vesturlandi. Hvaða þýðingu hefur þetta mót fyrir ykkur? ,,Það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir svæðið í heild sinni. Það er ekki um hverja helgi sem um 10.000-15.000 manns leggja leið sína hingað. Við ætlum að taka vel á móti þess- um gestum, sýna þeim og kynna Vestur- landið mjög vel og þá erum við sannfærð um að við eigum eftir að fá þetta fólk aftur í heimsókn. Þannig að unglingalandsmótið hefur mikla þýðingu fyrir okkur og er gífur- lega jákvætt fyrir svæðið í heild sinni.“ Og hvað er hægt að gera hérna á Vesturlandi? ,,Það er margt og skemmti- legt. Menn geta farið í bátsferðir m.a. skoðað eyjarnar hérna í kring og farið í hvalaskoðun. Þessar ferðir hafa verið mjög vinsælar og svo er einnig hægt að fara á kajaka, skoða söfn, fara á ótal veitinghús, upp á Snæfellsjökul, skoða Snæfellsnesið í heild sinni sem er ein náttúruperla og svona mætti lengi telja.“ Þannig að það verður eitthvað fyrir alla á Unglingalandsmótinu? ,,Já, það verður nóg um að vera fyrir alla aldurshópa jafnt unga sem aldna. Ég mæli því með því að fólk skelli sér á Unglingalands- mótið um verslunar- mannahelgina því hérna verður gam- an saman.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.