Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 26
^fnglingnfandsmót UMFÍ í ^tgkkishólmi Þáði boðið og skellti sér út í verkefnið Þegar hér var komið sögu í viðtalinu barst talið að leikkonunni Margréti Eir. „Ásamt því að hafa leikið í Hárinu og Rent fékk ég tækifæri á að leika Sif Símalínu í Glanna glæp. Það var mjög skemmtilegt en síðan lék ég í kabarettum sem Loftkast- alinn setti upp ásamt fleiru tilfallandi," sagði Margrét Eir sem í sumar leikstýrir íslands- leikhúsinu sem er farandleikhús skipað unglingum sem koma víðsvegar að um landið. „í fyrrasumar var íslands- I e i k h ú s i ð Unglingar eru besta fólk Þar sem Margrét Eir vinnur í félagsmið- stöð hefur hún sterkar skoðanir á ungu fólki í dag og var ekki til í að taka undir það þegar blaðamaður spurði hana hvort að unglingar í dag væri til vand- ræða. „Unglingar í dag eru upp til hópa til mikillar fyrirmyndar. Mér finnst unglingar frábært fólk. Ég hef lært alveg rosalega mikið af þeim og mikið u m Hvað íslandsleikhúsið varðar sagði Margrét Eir að ekki væri verið að rétta þessum unglingum verkefnið á silfur- fati. „Það er langt frá því að þeir unglingar sem taka þátt í íslandsleikhúsinu fái verk- efnið upp í hendurna. Þau þurfa að hafa mikið fyrir þessu, vera úrræðagóð, hafa gott úthald, þol og þolinmæði. Þannig að það það er alls ekkert verið að gefa þeim einhvern , , oa VpoUn®*01;, 'aMUS;_—— veta útræðag- - • pak^-; t>au ^utfa að hafa ^aðl?að óð' haían*ka.Vá'->theÍ'm' hvettvpa et aUs 2k^ett ndi íynt £ stofnað en það er eingöngu skipað ungling- um sem koma víðs vegar að. Hugmyndin að þessu verkefni kom frá ungum manni á ísafirði, Greip Gíslasyni, sem ásamt fleiri góðu fólki á ísafirði hafði samband við mig í fyrra og bað mig að taka að mér að leik- stýra íslandsleikhúsinu. Þegar hann hafði samband við mig var ég stödd í Banda- ríkjunum og hann spurði mig hvort að ég væri ekki til í að leikstýra 12 unglingum og fara hringinn í kringum landið eftir tvær vikur,“ sagði Margrét Eir sem þáði boðið og skellti sér út í verkefnið sem hún sagði hafa verið frábært framtak sem hafi heppnast vel og verið virkilega skemmtilegt. sjálfa mig f gegnum þau og ég ætla ekki að fara að segja að unglingar sé til vandræða,“ sagði Margrét Eir með áherslu. pakka. Þá er heil- mikið forvarnargildi í þessu hjá okkur og mjög uppbyggjandi fyrir ungt fólk á sagði Margrét Eir og bætti því við að hún gæfi ung- lingunum engan grið. Hringferðin endar á Unglingandsmóti UMFÍ Eins og áður segir er íslandsleikhúsið skipað unglingum sem koma víðs vegar að, en sveitarfélögin ísafjörður, Kópa- vogur, Hveragerði, Höfn í Hornafirði, Egilsstaðir og Akureyri styrkja tvo ung- linga hvort til að taka þátt í þessu verkefni. Þetta eru krakkar sem eru að klára tíunda bekkinn og alveg tilvalið tækifæri fyrir þau að ferðast um landið og kynnast öðrum unglingum. Hring- ferðin endar síðan í Stykkishólmi þar sem íslandsleikhúsið sýnir á Landsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina. „í sumar ákvað ég að fara aftur með þeim í þetta verkefni og er núna með unga stúlku Sögu Sigurðardóttur að nafni með mér í þessu sem sérlega hjálparhellu. í fyrra tókum við ævintýri - leikritið fjallaði um litla krakka sem voru týndir og voru að leita að fóstrunni sinni. Til að stytta sér stundir léku þau leikrit. Ég er ekki alveg tilbúin til að segja hvað við ætlum að gera í sumar, en það verður eitthvað fyrir yngri kynslóðina," sagði Margrét Eir og bætti því við að leikhúsið væri einskonar fjölleikahús því auk þess að leika þá syngja þau og dansa.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.