Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 18
^yfngliiignlnndsmót UIVIFÍ í ^tgUUishólmi Á góðar minningar frá Unglingalandsmótum UMFI, segir Daníel Ali sem tekur þátt í sínu þriðja Unglingalandsmóti Daníel spilaöi meö jafnöldrum sínum 9. flokki í körfubolta í vetur en hann fékk einnig nokkur tækifæri til að æfa meö meistaraflokki félagsins? „Það var að sjálfsögðu mikill munur að æfa með sínum flokki og meistaraflokki. Það er miklu erfiðara og einnig er meiri harka á æfingum. En það var frábært að fá tækifæri til að æfa með þeim og maður lærði mikið á þessu. Það var góð stemmning á æfingum og liðið vann sér sæti í Úrvalsdeild á nýjan leik í vetur.“ Þaö styttist óöum í Unglingalandsmót UMFÍ. Hefur þú áður verið með á unglingalandsmóti? „Já, ég var með á Tálknafirði fyrir tveimur árum og einnig í Grafarvogi fyrir fjórum árum. Það var rosalega gaman að taka þátt og góð stemmning enda var hópurinn góður sem fór og HSH var með næst fjölmennasta liðið á mótinu. Ég keþþti bæði í frjálsum og körfubolta þannig að það var alltaf nóg að gera.“ Hvernig gekk? „Það gekk bara nokkuð vel a.m.k. var ég sáttur við minn árangur." Hvaö er skemmtilegast viö þessi mót? „Það var mjög gaman að taka þátt í körfunni en svo er líka gaman að hitta alla þessa krakka, sem maður hittir ekki á hverjum degi. Þetta er því bæði félagslegt og gefandi." Hvernig líst þér á mótið sem fer fram hérna í þinni heima- byggð? „Mér líst bara vel á það. Þettaverður ábyggilega rosalega mikið stuð hérna heima. Ég er orðinn nokkuð spenntur fyrir þessu.“ Til hvers hlakkar þú mest á mótinu hérna í Hólminum? „Það er margt sþennandi á þoðstólnum. Það verður því mikið um að vera og úr nógu að velja. Ég hlakka þó sérstaklega til að keppa í körf- unni og svo að hitta aðra keppendur." Þú byrjaðir ekki aö æfa íþróttir fyrr en þú varst 11 ára. Hvað varstu aö gera áður? „Ég eiginlega veit það ekki, í raun ekki neitt.“ Hvernig stóö þá á því að þú byrjaðir að æfa? „Ég var reyndar alltaf að prófa, en var eitthvað smeykur við að byrja á fuliu. Svo allt í einu kom áhuginn upp og ég byrjaði þá af krafti. Ég var þá mikið farinn að fylgjast með íþróttum í sjónvarpinu og ég held að það hafi gert útslagið hvað áhugann varðar." En þótt að körfuboltinn sé framtíðin þá gefur hann sér einnig tíma til að æfa frjálsar. „Já, ég æfi hástökk, langstökk og spretthlauþ, en ég á von á að ég velji körfuboltann fremur en frjálsar. Ég stefni á nám í Bandaríkjunum og það væri gaman að fá tækifæri til að leika með einhverju skólaliði þar.“ Daníel Ali Kazmí er annar ungur og efnilegur Hólmari sem æfir með Snæfelli. Daníel er 14 ára og æfir körfubolta og frjálsar. Hann byrjaði ekki að æfa fyrr en fyrir þremur árum þótt ótrúlegt megi virðast en krakkar í dag, sem fara í íþróttir, byrja yfirleitt mun fyrr. Daníel er þó mikið efni og æfði m.a. með Snæfelli í meistaraflokki í körfubolta vetur þrátt fyrir ungan aldur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.