Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 5
^fnglingnlnndsmót UIVIFÍ í ^tgkkishólmi Viljum marka okkur sérstöðu í sambandi við verslunarmannahelgina, segir Kjartan Páll Einarsson formaður Unglingalandsmótsnefndar. STYKKISHÓLMI 2.-4. ÁGÚST 2002 Kjartan Páll Einarsson er formaður Unglingalandsmótsnefndar og sit- ur einnig í stjórn UMFI. Kjartan er einn af þeim sem höfðu frumkvæði að því að því að Unglingalandsmótið er haldið á Vesturlandi. Nú eru aðeins nokkrar vikur í mótið og undirbúningsvinnan enn í fullum gangi þótt að flestar línur séu farn- ar að skýrast. Valdimar Kristófers- son hitti Kjartan Pál að máli í góðu yfirlæti í Stykkishólmi, en þar fer mótið fram um verslunar- mannahelgina. Mótið er öllum opið Hvernig stóð á því að þú tókst að þér formennsku í Unglingalands- mótsnefnd? „Ég kom að þessu máli strax í upphafi og var einn af þeim sem mælti fyrir því að Unglinga- landsmótið færi fram hér á Vestur- landi. Eftir það var einfaldlega ekki aftur snúið enda vill það nú oft verða svo að þegar menn hafa rétt fram litla fingur að þá fylgir höndin með." Hvenær fór þetta ferli af stað? „Um- ræðan fór af stað strax eftir að Unglingalandsmótinu í Grafarvogi 1998 lauk. Við fylgdumst vel með þar og töldum að Vesturland væri mjög hentugur staður til slíks mótshalds án þess að fara þyrfti í mikla og kostnaðasama uppbygg- ingu á aðstöðu." Sóttuð þið formlega um mótið 1998? „Nei, við sóttum ekki um fyrr en í byrjun árs 2000 þegar kom að því að úthlutað yrði fyrir mótið 2002. En Unglingalandsmótið er haldið á 2 ára fresti og búið var að ákveða að halda mótið árið 2000 í Vesturbyggð. Umræðan fór þó miklu fyrr af stað og var strax ákveðið 1998 að sækja um mótshaldið árið 2002." Þótt þú hafir kannski ekki ætlað þér í upphafi að stýra þessari undirbúningsnefnd þá varð raunin sú, en þér hefur væntanlega þótt spennandi að taka þátt í þessu verkefni sem Hólmari?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.