Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 25
^fnglingnlnndsmót LIMFÍ í ^tyUUishólmi Unglingar eru besta fólk, segir söng- og leikkonan Margrét Eir Skapti Örn Ólafsson hafði samband við söng- og leikkonuna Margréti Eir ekki alls fyrir löngu og spjallaði við hana um íslandsleikhúsið sem hún stýrir af mikilli röggsemi nú í sumar. En íslandsleikhúsið mun sýna á Ung- lingalandsmótinu í Stykkishólmi. Eins og ávallt lá vel á Margréti Eir og þegar viðtalið fór fram var hún að vaska upp í eldhúsinu heima hjá sér. Til að opna viðtalið formlega spurði blaðamaður hver þessi Margrét Eir væri og hún svaraði að bragði. „Hún er má segja ennþá ung stúlka úr Hafnarfirðinum sem hefur menntað sig sem söng- og leikkona. Þessari stúlku finnst mjög gaman að vera til og er alltaf hress,“ sagði Margrét Eir sem má segja að hafi verið syngjandi og leikandi síðan hún man eftir sér. „Það var varla sú uppákoma í barna- skóla sem ég kom ekki nálægt, leikrit eða skemmtilkvöld og alltaf var Margrét Eir með - hvort sem henni líkaði betur eða verr. Síðan var ég í kór Öldutúnsskóla þegar ég var lítil og var í honum alveg þangað til ég þurfti að hætta,“ sagði Margrét Eir með söknuð í röddinni yfir því að hafa þurft að hætta í kórnum. Poppið fram yfir klassíkina Hárið og Meir í söngleiknum Hárinu, sem var gríðarlega vinsæll á sínum tíma, söng Margrét Eir meðal annars lagið „Að eilífu." Síðan gaf hún út jólaplötu fyrir jólin 2000. „Platan var nú ekkert voðalega jólaleg en hún kom nú samt út um jólin, en þá gaf ég út mína fyrstu sólóplötu sem hét einaldlega „Meir.“ Á plötunni voru eingöngu tökulög og vann ég hana með Kristjáni Eldjárn, þeim öðlingsdreng sem nú er látinn. En það sem er að frétta af mér núna er að ég er búin að setja saman hljómsveit sem heitir Meir. í hljómsveitinni eru miklir gæðingar sem samanstendur af mér og Karli Olgeirssyni, píanó, og Sálinni eiginlega. En ásamt mér og Karli eru Guðmundur Jónsson, gítar, Friðrik Sturluson, bassa, og Jóhann Hjörleifsson, trommur. Það má því segja að ég sé með landslið hljóðfæraleikara á bak við mig,“ sagði Margrét Eir. Hljómsveitin stefnir síðan að því að gefa út plötu von bráðar og þá kemur út lag með Meir á plötunni „Svona er sumarið 2002." Þessi lífsglaði ungi listamaður lagði síðan leið sína til Bandaríkjanna og nam þar við leiklistarskóla. „Þegar ég var 23 ára fór ég til Bandaríkjanna og útskrifaðist þaðan úr leiklistarskóla. Hvað sönginn varðar má segja að ég sé mikið sjálfmenntuð en ég fór í Tónlistarskólann í Reykjavik og sótti tíma hjá Siglende Kalmann með klassískri undirstöðu. Á þessum tíma var ég byrjuð svo mikið í popptónlist að mér fannst þetta ekki passa alveg nógu vel saman að ég valdi poppið fram yfir klassíkina. En þegar ég var úti í Bandaríkjunum sótti ég söngtíma meðfram leiklistamáminu," sagði Margrét Eir. Hvað sönglistina varðar hefur Margrét Eir komið víða við. ..Það má segja að ég hafi komið víða við í söngferlinum. Söng- keppni framhaldsskólanna árið 1991 var það fyrsta sem ég lét að mér kveða hvað sönginn varðar, en ég vann þá keppni og það má segja að þá hafi ég í fyrsta skipti prufað að syngja popptónlist. Síðan byrjaði ég í hljómsveitinni Svartur pipar og tók einnig þátt f undankeppni Eurovision fyrir mörgum árum. Þá kom ég fram í mörgurn sjónvarpsþáttum og söng eitthvað inn á plötur,“ sagði Margrét Eir og hélt áfram að rekja söngferilinn. „Það var ekki fyrr en ég kom fram í söngleiknum Hárinu árið 1994 sem hjólin fóru að snúast. Ég tók einnig þátt í söngleiknum Rent árið 1999,“ sagði Margrét Eir.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.