Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.2002, Blaðsíða 8
^fnglingnlnndsmót UMFI í ^tgkkíshólmi Eiga bæði gullmedalíu fyrir fótbolta! Leik- og söngparið Selma Björnsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason ætla að skemmta sér og öðrum á Unglingalandsmótinu. Boðið verður upp á glæsilega kvöldvöku á Unglingalandsmótinu á sunnudagskvöldið og það verða aldeilis engir grænjaxlar sem koma til með að sjá um kvöldvökuna, en þau hjónakornin Selma Björnsdóttir og Rúnar Freyr Gíslason munu sjá um að halda uppi fjörinu. Þetta skemmti- lega leik- og söngpar hlakkar mikið til Unglingalandsmótsins. Jæja þiö eruð á leið í Stykk- ishólm á Unglingalandsmót UMFÍ. Hvernig líst ykkur á? „Alveg ofsalega vel. Við höfum heyrt að þarna verði mörg þús- und manns þannig að við hlökkum til.“ Hafið þið komið áður í Stykkishólm og hvernig fannst ykkur? „Já, ég kom þarna á sínum tíma og fór í skoðunarferð um eyjarnar. Það var virkilega skemmtilegt. Einn- ig fór ég til Flateyjar til að taka upp sjónvarpsmynd með Leik- listarskólanum, þegar ég var í námi. Þetta er yndislegur stað- ur,“ segir Rúnar. Nú eru þið búin að vera saman í nokkur ár, en hafið þið einhvern tímann leikið saman og hvenær var það þá? ,,Við lékum saman í Grease í Borgarleikhúsinu 1998-9 og í Syngjandi í rigningunni í Þjóðleikhúsinu 2001-02.“ Hvernig gekk það? „Svo- na líka rosalega vel. Við er- um allavega ennþá sarnanl" Hvert er uppáhalds leik- ritið/söngleikur sem þið hafið tekið þátt í? „Rocky Horror í Loftkastalanum," segir Selma en upphálds- leikrit Rúnars er Rent sem einnig var sýnt Loftkastal- anum.“ Nú er Unglingalandsmót- ið í Stykkishólmi vímu- efnalaus fjölskylduhátíð. Hvað finnst ykkur um það? „Alveg frábært. Svona á þetta að vera. Áfengi er óþarfi," segja þau í kór. „Alveg frábært. Svona á þetta að vera. Afengi er óþarfi," segja þau í kór.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.