Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.08.2003, Blaðsíða 3
ritstjórinn MAÐUR BARA JÁTAR OG BYRJAR SVO Á FYRRIIÐJU!!! Nú virðist það ekki lengur vera tiltökumál hjá einstaklingum sem lent hafa í klóm ávana- og fíkniefna að brjótast inn í einn banka eða jafnvel tvo til að verða sér úti um pening. Og hvað á að gera við peningana? Jú, greiða fyrir fíkniefni eða greiða upp gamlar skuldir vegna fíkniefnakaupa. Og hver veit hvenær næsti banki verður rændur? Auðveldara er sjálfsagt að geta sér til um hvaða vandamál viðkomandi afbrotamaður á við að stríða sem rænir bankann. Þá hjálpar íslenska réttarlöggjöfin ekki sem er svo vinaleg að þegar afbrotamaður hefur játað á sig brotið, þ.e.a.s. sá aðili sem rænir a.m.k. banka og ógnar starfsfólki með hníf, þá er hann látinn laus og getur því undantekningalaust hafið fyrri iðju að nýju. Þetta eru sorglegar staðreyndir bæði livað varðar lög- gjöfina og hvernig komið er fyrir litla saklausa Islandi sem er ekki svo saklaust lengur. Því miður eru margir fíkniefnaneytendur orðnir svo langt leiddir að þeir svífast einskis til að fá sínu fram- gengt enda þessi heimur orðinn virkilega grimmur hér á landi. Þegar spurt er hvert stefnir þá er fátt um svör. Vonandi verður hægt að snúa þessari þróun við á næstu árum. Margir aðilar leggja sitt af mörkum til að bæta ástandið og aðrir hjálpa fyrr- verandi fíkniefnaneytendum að snúa gæfunni sér í vil. Mikið og gott forvarnastarf er unnið hér á landi, en betur má ef duga skal. Landsmenn verða að þjappa sér saman og leggjast á eitt gegn þeim vágesti sem fíkniefnin eru. Því þrátt fyrir aukna neyslu og meiri hörku í þessum heimi þá mega menn aldrei gefast upp. Ungmennafélag Islands hefur undanfarin átta ár staðið fyrir útgáfu forvarnablaðs. Þetta rit er ætlað ungu fólki og hefur feng- ið geysigóðar viðtökur undanfarin ár. Þar tjá þekktir einstaklingar úr þjóðfélaginu skoðanir sínar á reykingum, vímuefnavandanum og framtíðarlausnum, auk þess sem við komust að því hvað þeir eru að fást við. Þetta er fjölbreyttur hópur og meðal þeirra sem Skinfaxi fékk í viðtal þetta árið er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Fegurðardrottning íslands 2003, gamla knattspyrnukempan Guð- ni Bergsson sem nýverið lagði skóna á hilluna, Sverrir Þór Sverrisson öðru nafni Sveppi sem hefur farið mikinn á sjón- varpsstöðinni Popp Tíví, knattspyrnukonan Ásthildur Helga- dóttir o.fl. Eg held að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í blaðinu og ekki væri vitlaust fyrir foreldra barna á unglingsaldri að glugga í greinarnar og skoða hin mismunandi sjónarmið sem viðmæl- endur okkar hafa á vímuefnavandanum. Valdimar Tryggvi Kristófersson Það er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Fegurðardrottning Islands 2003, sem prýðir forsíðuna að þessu sinni. Það var Sigurjón Ragnar, ljósmyndari Skinfnxa, sem tók myndirnar af Ragnhildi Steinunni og öðrum viðmælendum blaðsins. Skinfaxi RITSTJÓRI Valdimar Tryggvi Kristófersson LJÓSMyNDIR Sigurjón Ragnar UMBROT OG HÖNNUN Valdimar Tryggvi Kristófersson FRAMKVÆMDASTJÓRI ÁBy RGÐ ARMAÐU R Sæmundur Runólfsson Björn B. Jónsson AUGLýSINGAR Markaðsmenn PRENTUN Svansprent PRÓFARKALESTUR Aðalbjörg Karlsdóttir PÖKKUN Ás Vinnustofa RITSTJÓRN Anna R. Möller Vilmar Pétursson Sigurlaug Ragnarsdóttir Birgir Gunnlaugsson Ester Jónsdóttir STJÓRN UMFÍ Björn B. Jónsson Helga Guðjónsdóttir Kristín Gísladóttir Anna R. Möller Sigurbjörn Gunnarsson Ásdís H. Bjarnadóttir Hildur Aðalsteinsdóttir Sigurður Viggósson Kjartan P. Einarsson Svanur M. Gestsson Birgir Gunnlaugsson SKRIFSTOFA SKINFAXA ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ UMFÍ FELLSMÚLA 26, 108 REyKJAVÍK SÍMI: 568-2929, FAX: 568-2935 NETFANG: umfi@umfi.is HEIMASÍÐA: www.umfi.is Ársáskrift af Skinfaxa kostar 1.796.- krónur Skinfaxi kemur út 4-5 sinnum á ári.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.