Skinfaxi - 01.08.2003, Page 13
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
Fegurðardrottning íslands 2003 var krýnd á
Broadway í lok maí sl. Það Var Suðurnesja-
mærin Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sem
hreppti titilinn Fegursta kona landsins en það
er margt annað en útlitið sem skiptir máli
þegar fegurðardrottning íslands er valin eins
og blaðamaður Skinfaxa komst að þegar
hann ræddi við Steinunni, eins og hún er
ávallt kölluð. Steinunn er nemi í sjúkraþjálfun
við Háskóla íslands og er á öðru ári. Hún er
nýkomin frá Karabíahafinu þar sem hún
dvaldi í 10 daga við myndatökur fyrir Ungfrú
Evrópu. Keppnin fer fram í ágúst og verður
Steinunn fulltrúi íslendinga þar. Steinunn
leggur mikið upp úr góðri heilsu og stundar
líkamsrækt og aðrar íþróttir af kappi auk þess
sem hún hugsar vel um líkama sinn.
Hún er mikil fyrirmyndastúlka í alla staði og
hvorki reykir né drekkur. Steinunn komst
áfram í Fegurðarsamkeppni íslands eftir að
hafa verið krýnd Fegurðardrottning Suður-
nesja. En hvernig stóð á því að hún ákvað að
taka þátt í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja?
Mér finnst reykingar
hræðilega sorglegar
- segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir Fegurðardrottning íslands 2003
..I rauninni finnst mér hálf furðulegt hvernig ég er
allt í einu komin inn í þetta allt saman. Mér hafði
verið boðið nokkrum sinnum áður hvort ég vildi
taka þátt í keppninni en vildi það aldrei. Núna var
ég aftur á móti búin að mynda mér mínar skoðanir
°g ákvað að slá til.“
Er ekki þessi fegurðardrottningar týpa
Marga ungar snótir dreymir að verða fegurðar-
úrottningar þegar þær eru litlar. Var þinn
æskudraumur að rætast þegar þú varst krýnd
Fegurðardrottning íslands?
-Nei alls ekki. Eins og flestar vinkonur mínar segja
er ég ekki beint þessi fegurðardrottningartýpa og
e9 held að flestum í kringum mig hafi hálf brugðið þegar
"íþróttastelpan" ákvað að skella sér í fegurðarsamkeppni.“
„Ég ætla rétt að
vona að það sé
engin uppskrift að
fegurðardrottningu
íslands. Ég held
að fyrst og fremst
þurfi maður bara
að vera maður
sjálfur, vera
ákveðin og hafa
gaman af.“
Hvemig er að taka þátt í slíkri keppni?
„Það er örugglega mjög misjafnt hvað stelpur fá út
úr keppni sem þessari og eflaust er það undir þínu
eigin hugarfari komið. Keppnin hefur opnað ýmsar
dyr fyrir mér, gefið mér tækifæri að spreyta mig á
ýmsum verkefnum, ég hef fengið að ferðast og auk
þess fylgja þessu ýmis fríðindi sem koma sér vel
fyrir námsmann," segir hún brosandi.
Það gera sér kannski ekki allir grein fyrir því að
það er ekki síður hin innri fegurð sem ræður
úrslitum um hver er valin Fegurðardrottning ís-
lands ár hvert. Hvað þarf fegurðardrottning að
hafa til að bera og eftir hverju fer dómnefndin
þegar Fegurðardrottning íslands er valin?
„Ég ætla rétt að vona að það sé engin uppskrift að fegurðar-
drottningu íslands. Ég held að fyrst og fremst þurfi maður bara að