Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2003, Page 20

Skinfaxi - 01.08.2003, Page 20
Guðni Borgooon - Náttúruparadís í norðri! Eitt best geymda leyndarmái Vestf jarða eru Hornstrandir. Á Hornströndum ræöur kyrrðin ríkjum, ekkert rafmagner á svæöinu og umferð vélknúinna ökutækja er bönnuö. Fyrirtækið Hornstrandir ehf. á ísafirði er með áætlunar- og leigusiglingar á Hornstrandir. Upplýsingar og bókanir í síma 895 1190. ,,Já, það eru alltaf einhverjir. Hann ræðir bæði við menn persónulega og við hópinn í heild sinni. Hann gegnir vissu hlutverki í undirbúningi liðsins og síðan geta leikmenn leitað til hans alit árið um kring. Það er misjafnt hvað mönnum finnst en andlega hliðin skiptir miklu máli í þessu og ég veit að einhverjir leituðu til hans. Mér fannst ágætt að ræða við hann þegar maður var að velta fyrir sér ástandi liðsins í heild sinni og hvað mætti betur fara í undirbúningi liðsins." Reykingar skaða líkamann Við vorum áðan að tala um mikilvægi þess að rækta líkamann sinn vel til að halda sér í góðu formi. Reykingar og áfengi eiga væntanlega ekki upp á pallborðið hjá knattspyrnumönnum sem eru í fremstu röð? ,,Nei, alls ekki. Ég hef aldrei reykt enda held ég að allir viti hvað reyk- ingar eru óhollar. Það hefur verið mjög sjaldgæft á mínum knattspyrnuferli erlendis að leikmenn reyktu. Ég held að allir geri sér grein fyrir því að með því að reykja eru menn að skaða líkamann til langframa. Og ég tala nú ekki um að reyk- ingar skerða úthald, kraft og hafa slæma áhrif áheilsuna. Það má því með sanni segja að íþróttir, heilbrigður líkami og góð heilsa fari aldrei saman með reykingum." Þannig að ef íþróttamenn ætla sér í fremstu röð þá þur- fa þeir að gæta hófs í þess- um málum? ,,Já, það er engin spurning. Það orð fór af ensk- um knattspyrnumönnum áður fyrr að þeir hefðu gaman af að skemmta sér saman og fá sér í glas en nú er þetta gjörbreytt. Enskir fóru að gera sér grein fyrir því ef þeir ætluðu að komast í fremstu röð og ná árangri gætu þeir ekki málað bæinn rauðann einu sinni í viku. Menn verða að gæta hófs í þessu og hugsa vel um sig. Áfengi og tóbak hafa slæm áhrif á líkamann oghjálpa ekki til að ná árangri." Ef við snúum okkur aðeins að landsliðinu þá lékst þú síðustu þrjá leikina með liðinu og nú eru þrír leikir eftir í þessari undankeppni. Þú hefur ákveðið að taka ekki þátt í þessum leikjum en það hlýtur að hafa kitlað þig tölu- vert að klára þessa undan- keppni? „Já, það gerði það. Þessi ákvörðun var erfið og ekki hjálpaði það til þegar ég fékk senda áskorun um að spila þessa leiki á fotbolti.net þar sem yfir 2000 manns höfðu skráð sig. Það var einstök lesning. Mér þótti mikið til koma hjá þessu fólki og þykir ein- staklega vænt um þess áskor- un og þanni stuðning sem ég fékk, en að sama skapi þykir mér afskaplega leitt að geta ekki orðið að óskum þessa fólks. Þjálfararnir settu náttúru- lega þau skilyrði sem mér þóttu ósköp eðlilega að ég þyrfti að leika hér heima í úrvalsdeildinni og æfa að fullum krafti. Mér fannst það bara ekki vera raunhæft að ætla að æfa allan ársins hring án þess að taka frí. Ég fann bara að ég var ekki tilbúinn til þess hvorki líkam- lega né andlega. Ég hefði al- drei getað gefið mig 100% í þetta verkefni og það hefði engum verið greiði gerður með að fara út í þá sálma.“ Hverja metur þú möguleika landsliðsins að komast í úrslitakeppnina núna? ,,Mög- uleikarnir eru fyrir hendi sér- staklega að ná öðru sæti og fara í umspil um laust sæti á EM. Ég held að svo framarlega sem við fáum 5 til 6 stig að þá eigum við góða möguleika að fá annað sætið. Bryjunin á þessu verkefni er að klára útileikinn við Færeyjar en það verður enginn hægðarleikur. Það er Ijóst að menn verða að eiga góðan dag til að sækja þrjú stig til Færeyja en við erum með lið til þess að gera það og klárum dæmið.“ Hvað með möguleika liðsins til lengri tíma litið. Er sæti á HM eða EM raunhæfur möguleiki? ,,Já, ég er sann- færður um það. Raunhaeft

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.