Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2003, Síða 31

Skinfaxi - 01.08.2003, Síða 31
Eorvarnablað Skinfaxa kostar íþróttafréttir á Stöð2. Með þessu vill Olís ennfremur.leggja áherslu á mikilvægi íþrótta f nútímasamfélagi og að þær eru einn af hornsteinum í góðri ímynd félags- ins. Fyrr á þessu ári stóðu Olís og Taflfélagið Hellir fyrir vikulangri skákhátíð í Olíshúsinu við Sundagarða .þar sem háð var skák- einvígi, blindskákarfjöltefli auk þess sem haldið var fjölskylduskákmót. Olís lætur mannúðarmál sig varða Olís hefur um árabil lagt alúð við mann- úðarmál. í tilefni af 75 ára afmæli félagsins á síðasta ári gerði Olís tveggja ára styrktar- og samstarfssamninga við íþróttasamband fatlaðra, Götusmiðjuna og Foreldrafélag misþroska barna. Á 70 ára afmæli Olís árið 1997 færði félagið Neistanum, styrktar- félagi hjartveikra barna og íþróttasambandi fatlaðra veglegar gjafir. Þess á milli kemur félagið að fjölda annarra verkefna sem tengjast mannúðarstarfi, s.s. félögum ein- hverfra, krabbameinssjúkra barna og fleiri aðila. Á síðastliðnum árum hefur Olís að auki verið þátttakandi í ýmsum forvarnarverk- efnum tengdum umferðaröryggi. Má þar meðal annars nefna umferðarátak Slysa- varnafélagsins Landsbjargar og Umferðar- ráðs. Átakið fólst í skipan umferðaröryggis- fulltrúa sem deilt var niður á landssvæði. Hlutverk þeirra var m.a. að fylgjast með ástandi vega og merkinga, koma með til- lögur að úrbótum og fræða ungt fólk um gildi öryggis í umferðinni. Að auki tók Olís þátt í leitinni að fyrirmyndarökumanninum ásamt Sjóvá-Almennum þar sem ökumenn voru hvattir til að líma bláa límmiða í aftur- rúður bíla sinna, þar sem á stóð „Fyrir- myndarökumaður" og standa svo undir því nafni. Umhverfismál skipa stórann sess Varla er hægt að ræða um aðkomu Olís að samfélagslegum verkefnum án þess að minnast á umhverfismálin en þau eru meðal þeirra málefna sem Olís hefur stutt við hvað mest á undanförnum árum og er hvað þekktast fyrir, en umhverfisstefna félagsins var samþykkt á stjórnarfundi á 70 ára afmæli félagsins 1997 og var félagið með fyrstu starfandi fyrirtækjum á (slandi til þess að setja sér sérstaka umhverfis- stefnu. Á hverjum tíma er unnið að mörgum umhverfisverkefnum og verða reglulega til ný verkefni af slíku tagi sem fyrirtækið kem- ur að. Olís hóf afskipti sín af umhverfis- málum árið 1992 þegar gengið var til samstarfs við Landgræðslu ríkisins í eitt Opinn skógur stærsta átak sem efnt hefur verið til gegn gróðureyðingu landsins. Á fimm árum söfnuðust 50 milljónir króna í átakinu og runnu þæróskiptartil uppgræðslu landsins. Jafnvel í umhverfismáiunum eru forvarnir að hluta til hafðar að leiðarljósi. Ein þeirra samtaka sem Olís hefur lagt lið í umhverfismálum á síðastliðnum árum eru landgræðslusamtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs. Samtökin voru stofnuð árið 1997 með það að markmiði rækta örfoka land í nágrenni Reykja- víkur auk þess að efla umhverfisvitund ungs fólks og virðingu fyrir náttúrunni og hvetja þau til ábyrgðar í umhverfis- málum. Olís gerðist styrktaraðili að verk- efninu sl. vor og er fram- lag fyrirtækisins nýtt m.a til uppgræðslu við Litlu kaffistofuna rétt utan við Reykjavík. lífskjörum sínum. Með stefnu sinni í um- hverfis- og samfélagstengdum málefnum vill Olís stuðla að því að hver kynslóð skili landinu og auðlindum þess í betra horfi til þeirrar næstu og er lögð á það áhersla að umhverfisvernd sé höfð að leiðarljósi í starfsemi félagsins. Þannig að meðferð á söluvörum, förgun úrgangsefna, endurnýt- ing umbúða, vöruþróun, bygging mann- virkja og val á rekstrarvörum taki mið af umhverfisvernd. Með það að leiðarljósi Nýjasta verkefni Olís í umhverfismálum er samstarfsverkefni Skógræktarfélags ís- lands, Olís og Alcan á íslandi. Verkefnið hefur hlotið nafnið „Opinn skógur“ og snýst um að auka aðgengi almennings að skóg- um og útivistarsvæðum á nokkrum stöðum á landinu. Fyrsti skógurinn sem var opnaður á vegum verkefnisins var Daníels- lundur við Svignaskarð í Borgarfirði en þar hefur verið unnið að grisjun og stígagerð auk þess sem aðstaða fyrir gesti hefur verið bætt stórlega. Olís verður stuðnings- aðili Opins skógar næstu þrjú ár. Á þeim tíma á m.a. að bæta aðgengi almennings að Sólbrekkum á Suður- nesjum, Tunguskógi á ísafirði, Hrútey á Blön- duósi, skógarsvæði á Reyðarfirði og Snæfoksstöðum í Árnes- sýslu auk fjölda annara skóga víðsvegar um landið. Frá undirskrift samnings við Gróður fyrir Fólk í Landnámi Ingólfs við Litlu kaffistofuna 2000 styður félagið árlega við bakið á fjölda frjálsra félagasamtaka á sviði íþrótta-, mannúðar-, og umhverfismála. Markmið þessara samtaka er ýmist að græða það Frá landgræðslustarfi Olís og Gróður fyrir Fólk í Landnámi Ingólfs við Litlu kaffistofuna Nauðsynlegt að standa vörð um náttúru íslands Olíuverzlun íslands hf. telur nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins jafnframt því að þjóðin vinni ótrauð að bættum sem illa hefur farið eða varna því að illa fari, hvort sem þar er um að ræða heilsu manna eða náttúru landsins. Hermann Guðmundsson, Markaðs- og kynningarfulltrúi Olís.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.