Skinfaxi - 01.08.2003, Qupperneq 33
Guðrún B. Ágústsdóttir
í haust verður hleypt af stokkunum
námskeiði í listum og lífsleikni sem ber
nafnið Lífs-listin og er meðferðar- og
forvarnarverkefni. Markmið verkefnisin er
að bjóða áhrifaríkt og hagkvæmt úrræði
fyrir unglinga sem getur komið í stað
kostnaðarsamrar meðferðar á stofnun.
Námskeiðið skapar vettvang til listrænnar
sköpunnar og þjálfunar í samskiptum og
lífsleikni til mótvægis við áhættusama
hegðun, svo sem vímuefnaneyslu og
afbrot.
Fyrirtækið Ný leið, sem er einstaklings
og fjölskylduráðgjöf sér um framkvæmd
verkefnisins. Guðrún B. Ágústsdóttir er
ein af fjórum starfsmönnum þjónust-
unnar. Hún er socialpædagog og áfengis-
ráðgjafi að mennt og hefur m.a unnið í
rúm 20 ár með áfengis- og fíkniefnaneyt-
endum á öllum aldri og aðstandendum
þeirra.
Vellíðan án vímuefna
- Guðrún B. Ágústsdóttir ætlar að hjálpa unglingum sem eiga í vandræðum í gegnum listina
Sköpun og tjáning hjálpar
En um hvað snýst þetta verkefni?
,.Lífslistin gengur út á það að hjálpa
unglingum í gegnum listina, einhverja
sköpun eins og mynd-, tón-, dans- og
leiklist. Á þann hátt geta þau upplifað
ákveðna tilfinningu “physical high” sem
hierkir vellíðan án vímuefna. Það er ekki
nóg að segja við ungling að það sé slæmt
að nota vímuefni. Það vita það allir. Ef við
setlum að segja við unglingin að hann þurfi
að hætta neyslu að þá þurfum við að finna
eitthvað fyrir hann í staðinn. Eitthvað sem
^eitir vellíðan án vímuefna. Fólk sem neytir
vímuefna gerir það yfirleitt til að lyfta sér
upp, minnka hömlur og/eða deyfa vanlíðan.
Við sem stöndum að þessu vitum af eigin
reynslu að í gegnum listina og með því að
skapa eitthvað og tjá sig þá geta þau
upplifað tilgang og vellíðan."
Nú eruð þið að fara af stað með þetta í
haust þannig að þið rennið dálítið blint í
sjóinn með árangurinn? „Nei, faglegt
mat á hliðstæðum verkefnum,bæði í Ban-
daríkjunum og Evrópu,
gefur til kynna mjög góð-
an árangur, m.a. minnk-
andi líkur á vímuefna-
neyslu, afbrotum hefur
fækkað og andfélagsleg
hegðun minnkað hjá þátt-
takendum. Einn stærsti
kosturinn við þetta nám-
skeið er að unglingarnir
geta verið heima og stun-
dað skóla ásamt því að
taka þátt í námskeiðinu.
Þetta verkefni er tilraunarverkefni sem
stendur í vetur og verðum við með 12
unglinga. Þau koma til okkar tvisvar í viku í
hópvinnu þar sem þau vinna verkefni til að
æfa sig í félagslegri hæfni o.fl. Síðan fara
þau til listleiðbeinanda þar sem þau geta
valið um mynd-, leik- og tónlist. Hann mun
kenna þeim að vinna í þessum listum og
hjálpa þeim áfram. Þessu
lýkur síðan með útskrift þar
sem haldin verður sýning sem
er opin fyrir alla, foreldra,
ættingja, kennurum og þeim
sem tengjast unglingnum.”
Hvernig ætlið þið að ná til
unglinganna og eru þetta
unglingar sem hafa lent í
neyslu? „Við teljum mikilvægt
að hafa hópinn blandaðan t.d.
unglingar sem eru að bíða
eftir að komast í meðferð, unglingar sem
eru nýkomnir úr meðferð og þurfa frekari
meðferð, unglingar sem eru í félagslegum
erfiðleikum í skólunum o.s.frv.”
Einn stærsti
kosturinn viö
þetta námskeið er
að unglingarnir
geta verið heima
og stundað skóla
ásamt því að taka
þátt í
námskeiðinu.