Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.2003, Qupperneq 15

Skinfaxi - 01.10.2003, Qupperneq 15
Landsmót IMFÍ á Sauðárkróki 2oo4 væntanlega eftir að fá meira en umsókn um styrk er hjá menntamálaráðherra að upphæð 27 milljónir til viðbótar. Það er því gríðarlegur kostnaður við þetta. Nokkrum vikum fyrir landsmótið munum við síðan taka verulega til hjá okkur í Skagafirði t.d. laga aðkomuna á Sauðárkróki, margir íbúarnir eru byrjaðir að snyrta húsin hjá sér og mála. Ég ætla t.d. að mála mitt hús,“ segir hann hálf skömmustulega eins og það hafi lengið staðið til. ,,Landsmótið hef- ur mikil og jákvæð áhrif á allt umhverfið hér í Skagafirði,“ segir Ársæll. Standa á meðal þeirra fremstu Eigið þið ekki eftir að standa nokkuð framarlega á landsvísu hvað varðar aðstöðu fyrir íþróttafólk eftir að öllum þessum framkvæmdum líkur? ,,Jú, ég tel að við munum standa einna fremst á landinu. Reykjavík er náttúrulega með alla sína aðstöðu eins og allir vita en þar fyrir utan stöndum við ábyggilega meðal þeirra fremstu." Þetta verður því mikilvægt fyrir allt íþróttalíf í Skaga- firði? ,,Já, og fyrir íþróttalífið á Norðurlandi almennt því við verðum hér með völl sem stenst allar kröfur. Það sem okkur kemur til með að van- ta er stúka þegar Tindastóll kemst í efstu deild í fótbolt- anum.“ Hefur sveitarstjórnin kom- ið að undirbúningi lands- mótsins með einhverjum öðrum hætti en eingöngu framkvæmdunum? ,,Já, við erum með bein tengsl bæði inn í framkvæmdanefnd landsmótsins sem sér um uppbyggingu mannvirkja og inn í landsmótsnefndina sem sér um mótshaldið og skipulagningu dagskrári- nnar. Við erum því vel tengdir og hérna á sér stað einstaklega góð teymisvinna. Það eru margir sem leggja sitt af mörkum til að gera þetta mót að veruleika og samstarfið hefur verið einstaklega gott og skemmti- legt.“ Á Sauðárkróki verða allar kjöraðstæður til að halda glæsilegt landsmót og óhætt er að segja að staðurinn sé hentugur til landsmótshalds þar sem staðsetningin er góð. ,,Já, það er rétt. Það eru innan við 300 kílómetrar frá Reykjavík til Sauðár- króks og því ekki langt fyrir íbúa á höfuð- borgasvæðinu t.a.m. að mæta á Krókinn. Við gerum ráð fyrir 14-16 þúsund manns en það búa rúmlega 4500 manns í Skagafirði og rúmlega 2500 af þeim á Sauðárkróki. Þá er vítt til veggja hér í sveit og við getum með góðu móti tekið vel á móti þessum fjölda." Sérstakur fulltrúi semur um veðrið Þannig að hér verður allt til reiðu þegar að landsmóti kemur? ,,Já, en að vísu má segja að það sé einn óvissuþáttur sem verið er að vinna i. Við höfum fengið forseta sveitarstjórnar, sr. Gísla Gunnars- son prest í Glaumbæ, til að semja um gott veður á meðan á landsmóti stendur," segir Ársæll brosandi. „Veðrið skiptir þó ekki öllu máli. Aðalatriðið er að vel sé staðið að hlut- unum og aðstaðan góð þá skemmtir fólk sér vel.“ Það má reikna með að gestir á lands- mótinu verði ekki allir þátttakendur á vel og hvað sé hérna í boði. Við ætlum að taka vel á móti gestum, láta fólkinu líða vel og bjóða upp á allt það besta, sólskin og söng.“ Koma fyrr og vera lengur Það er greinilega af nógu að taka. Þið hvetjið því væntanlega landsmótsgesti til að koma fyrr eða dvelja lengur til að upplifa alla þá möguleika sem hér eru til staðar? ,,Já, við hvetjum bara alla til að koma fyrr og vera lengur. Það eru allir velkomnir að dvelja eins lengi og þeir vilja og njóta þess sem á boðstólum er í Skagafirði." Þú talaðir um hér að framan að lands- mótið mundi kosta ykkur einhvern skild- ing. Hverjar eru væntingar ykkar til mótsins til skemmri og lengri tíma litið? „Til skemmri tíma horfum við í allt þetta fólk sem mun koma til okkar á meðan mótinu landsmótinu heldur komi til að fylgjast með og jafnvel að skoða sig um í Skagafirði. Hvað hefur Skagafjörður upp á að bjóða? „Það er margt t.d. eru söfn um allan Skagafjörð eins og Vestur- fararsetrið, Hólar, Glaumbær og Sam- gönguminjasafnið. Þeir sem vilja komast í ævintýri geta farið í siglingu niður Jökuls- árnar, farið í sjóstangaveiði, farið í Eyja- siglingar sem eru mjög vinsælar núna þar sem siglt er út í eyjar og farið í land annað hvort í Drangey eða Málmey og grillað. Þá er hægt að fara í fjallgöngu, hér eru hesta- leigur og þá er golfið alltaf vinsælt svo eitthvað sé nefnt. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðan á mótinu stendur ætlum við að kynna Skagafjörðinn stendur. Við ætlum að taka vel á móti því og kynna því menningu, sögu og mögu- leika Skagafjarðar. Til lengri tíma litið á þessi heimsókn landsmótsgesta vonandi eftir að skila sér í tíðari ferðum til Skaga- fjarðar. Þá mun þessi frábæra íþróttaað- staða sem búið er að byggja verða okkur til framdráttar og vonandi hvetja unga jafnt sem aldna hérna í Skagafirði til að hreyfa sig meira. Ég tel að það besta fyrir þroska ungs fólks sé að kynnast tónlist og íþróttum og um leið besta forvörnin. Ég efast ekki um að Skagafjörður verði enn betri bær eftir þetta landsmót enda hefur verið mikill ungmennafélags andi í allri þessari uppbyggingu."

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.