Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.2003, Síða 21

Skinfaxi - 01.10.2003, Síða 21
Logi Ólafsson landsliðsþjálfari íslands hentaði þessum mannskap sem við höfðum í höndunum. Það var eins og það væri einhver hræðsla í liðinu og við þurftum því að gefa þeim traust og auka sjálfstraust þeirra með því að láta þá hafa trú á þeim hlutum sem við settum upp. Leikmenn voru heldur kannski ekki alveg vissir hvernig þeir áttu að höndla sína stöðu þ.e.a.s. hvert hlutverk þeirra væri. Við fórum því nánar í hlutverk hvers og eins út frá því skipulagi sem við lögðum upp með.“ Kasta ekki rýrð á störf Atla Mátu þið þá þannig að það væri komið neikvætt andrúmsloft innan hópsins og skipulag liðsins ekki nógu gott? ,,í sjálfu sér vorum við ekkert að velta okkur upp úr því. Við vildum horfa fram á veginn og það sem hafði gerst var að baki. Þannig að við einbeittum okkur frekar að því að boða það sem við stæðum fyrir. Ég og Ás- geir berum báðir mikla virðingu fyrir Atla sem þjálfara þannig að við erum ekki að kasta rýrð á það sem hann hafði gert. Þannig að við vildum horfa fram á veginn. Gera mönnum grein fyrir því hvert hlutverk þeirra er innan hópsins hvar sem þeir len- da, hvort það sé innan liðsins eða bekkn- um.“ Nú gerðuð þið ekki miklar breytingar á liðinu þegar þið tókuð við og kjarninn er alveg sá sami - hvernig útskýrir þá mun- inn á leik liðsins eftir að þið tókuð við? „Staðreyndin er sú að við þurfum fleiri afburðaleikmenn. Hins vegar komu nokkrir menn inn sem höfðu ekki verið fastir í hópn- um eins og Þórður Guðjónsson, Tryggvi Guðmundsson, Indriði Sigurðsson og Helgi Sigurðsson. Munurinn felst fyrst og fremst í því að við höfum fundið leikkerfi sem hent- ar okkur. Við höfum náð að skapa jákvætt andrúmsloft innan hópsins sem hefur færst út í þjóðfélagið með sigrum." Hverjar voru væntingar ykkar til liðsins þegar þið tókuð við? ,,l sjálfu sér horfðum við á þrjá leiki þ.e.a.s. tvo á móti Færeyingum og einn á móti Lit- háen og síðan þurftum við að sjá til hvort það væri kominn annar maður að starfinu eftir þessa þrjá leiki. Það var skilningur okkur að það yrði ekki skipt um þjálfara fyrr en eftir þriðja leikinn. Markmið okkar var að ná hámarki eða níu stigum en ásættanlegur árangur væri sjö stig. Síðan vorum við klárir á því ef okkur tækist að vinna þessa þrjá leiki þá værum við komnir með það mikið sjálfstraust að við gætum gert Þjóðverjum skráveifu hérna á heimavelli." Nú er undirbúningur landsliðsþjálfara oft af skornum skammti þar sem þeir hafa leikmenn ekki meira en í 3-5 daga fyrir leik. Um hvað snýst undirbúningur- inn? „Megininntakið í svona stuttum undirbún- ingi er að fara yfir leikskipulagið og stilla spennustigið hjá drengjunum. Þá reynum við alltaf að gera eitthvað óvanalegt með hópnum til að halda jákvæðu andrúmslofti innan hans og erum ekki að íþyngja þeim með of mörgum æfingum." Viö vildum horfa fram á veginn og þaö sem hafði gerst var að baki. Þannig að við einbeittum okkur frekar að því að boða það sem við stæðum fyrir. Ég og Ásgeir berum báðir mikla virðingu fyrir Atla sem þjálfara þannig að við erum ekki að kasta rýrð á það sem hann hafði gert. Lítháar örlagavaldar Loga Þið hafið náð frábærun árangri og upp- haflegur tveggja leikja samningur er orðinn tveggja ára samningur. Hefði þetta orðið raunin ef Tryggvi Guð- mundsson hefði ekki skorað sigurmark- ið á móti Færeyingum á 92. mínútu í ykkar fyrsta leik með liðinu? ,,Það er vissulega stutt á milli en eins og ég sagði áðan þá settum við okkur þau mark- mið að það væri ásættanlegt að koma út úr fyrstu þremur leikjunum með sjö stig. Við hefðum því verið búnir að setja okkur í þá stöðu að við þyrftum að vinna seinni tvo leikina til að standast þau markmið. Við hefðum því haldið áfram okkar vinnu. En það er stutt á milli hláturs og gráts í knatt- spyrnunni. Þegar ég stjórnaði landsliðinu síðast varð ég að yfirgefa starfið eftir jafn- tefli við Litháa hérna heima og þeir voru því kannski mínir örlagavaldar á þeim tíma en eftir að hafa sigrað þá núna f júní þá er það kannski þeim að þakka að ég hef verið ráðinn áfram til tveggja ára.“ Hvernig var að koma inn í þetta aftur núna - er umhverfið breytt frá því þú stýrðir landsliðinu síðast? ,,Já, það má segja það. Þegar ég var með liðið '96-'97 þá var aðeins einn leikmaður að leika með úrvalsdeildarliði í sterkustu deildum Evrópu og það var Þórður Guð- jónsson sem var ekki í liðinu hjá þeim á þeim tíma. Aðrir voru að leika í neðri deildum í Evrópu eða hérna heima. í dag eru aðeins 1-3 leikmenn sem leika hérna heima en aðrir koma frá sterkum liðum í Evrópu. Hvað þetta snertir hefur orðið mikill munur frá mínu fyrra tímabili með lands- liðið. Leikmennirnir eru því orðnir betri og ég er vonandi orðinn betri þjálfari en ég var þá. Ég ef hlotið mikla reynslu síðan og vera mín í Noregi hefur hjálpað mér mjög mikið að sjá með berum augum hvernig menn sem hafa þetta að aðalatvinnu vinna.“ Þannig að liðið í dag er sterkara heldur en '96-'97? ,,Já, ég tel að liðið sjálft sér sterkara í dag. Það voru miklar hetjur í liðinu þá en við vor- um kannski ekki með nógu marga góða leikmenn. Hins vegar stöndum við kannski á þeim tímamótum í dag að erfiðara er að komast erlendis. Það eru minni peningar í dag. Nú eru margir af þessum atvinnu- mönnum að koma heim þar sem pening- arnir eru að minnka erlendis." Eru þið sáttir við spilamennskuna hjá liðinu fram að þessu? ,,Við erum sáttir við sigurinn á móti Fær- eyjum hérna heima. Við vorum ekki góðir í þeim leik en sköpuðum okkur nokkur marktækifæri á meðan Færeyingar sköp- uðu sér nánast ekkert. Við vorum virkilega ánægðir með leikinn á móti Litháen en spilamennskan í Færeyjum var ekki góð og þar voru við heppnir að fara með sigur af hólmi miðað við hvernig við vorum að leika. Það er þó einkenni góðra liða að geta leikið illa en unnið samt. Það var síðan mikil breyting á mönnum í leiknum á móti Þýska- landi hér heima þar sem við sköpuðum okkur fullt af marktækifærum. Svo er leik- urinn á móti Þjóðverjum úti sennilega fólki enn í fersku minrii." Besti árangur landsliðsins Voru það mikil vonbrigði að tapa á móti Þjóðverjum úti og glata þar með tæki- færinu að komast í úrslitakeppni EM? „Vissulega eru það vonbrigði. Við hefðum viljað fá mark Hermanns dæmt löglegt og þá hefði verið allt annar leikur upp á ten- ingnum. Þess í stað þurftum við að taka áhættu. Færa leikmenn framar á völlinn og freistast til þess að skora mörk. Það gekk ekki en þetta er besti árangur sem ísland hefur náð og liðið eygði möguleika allt fram í síðari hálfleik í síðustu umferð undan- keppninnnar. Færin sem fóru forgörðum í leiknum á móti Þýskalandi hér heima vega þungt þegar farið er yfir leikina."

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.