Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 5
llmhverfismáí gjarnan minnka notkun á og á þann hátt verða umhverfis- vænni, auk þess sem um leið sparast stórar fjárhæðir þegar til lengri tíma er litið. Það þarf ekki mikla þekkingu til að standa sig vel í að gæta að um- hverfinu okkar. Oft þarf ekki annað en rétt hugarfar og vilja. Hvað með að ganga og hjóla? Við getum líka gert ýmislegt annað til að vernda náttúruna. Hvað t.d. með að ganga eða hjóla í stað þess að nota bílinn, eða nota almenningssamgöng- ur þar sem því verður við kom- ið. Það eru til óteljandi leiðir. Ekki er hægt að sleppa um- fjöllun um umhverfismál UMFÍ öðruvísi en að geta Þrasta- skógar. Mikil uppbygging á sér stað þar, bæði hvað varðar húsið okkar í skóginum og eins sjálfan skóginn. Með þessari glæsilegu uppbyggingu mun skapast kærkomið tækifæri fyrir ungmennafélagshreyfinguna að auka fræðslu um umhverfis- mál og það munum við örugg- lega nýta okkur óspart. Fleiri munu heimsækja skóginn og tækifæri gefast til að koma skilaboðum á framfæri við al- menning um bætta umgengni við náttúruna. Einnig má segja að sama gildi um alla aðra skógarreiti sem eru í umsjá eða eigu ungmennafélaga vítt og breitt um landið. Markmið UMFÍ í umhverfismál- um eru ekki flókin og ekki erfitt að vinna eftir þeim. Ef okkur tækist á næstu árum að efna fyrsta lið markmiðanna, þá er björninn unnin. ,,Að efla vitund ungmennafélaga og almenn- ings á ábyrgð hvers einstak- lings í umhverfismálum“. Ef við tökum ábyrgð á gjörðum okkar hvert og eitt í þessu sem öðru, þá væri heimurinn betri. Markað okkur stefnu í umhverfismálum Til að við getum nálgast sett mark í umhverfismálum til fram- tíðar þá höfum við markað okk- ur stefnu með leiðum að settu marki. Til að ná þessu marki þá þurfum við að skerpa okkur verulega og vinna eftir þessum leiðum. Ég vil því enda þessa umfjöllun mína um framtíð ung- mennafélagshreyfingarinnar í umhverfismálum á því að birta þessar leiðir og bind vonir mínar við að sem flestir ung- mennafélagar vinni eftir þeim. Þannig getum við náð ásætt- anlegu marki. 1. Að aðildarfélög UMFÍ marki sér skýra umhverfisstefnu til að vinna eftir. 2. Ungmennafélög leiti sam- starfs við fagaðila og samtök er vinna að náttúru- og um- hverfisvernd. 3. Fræðsla um umhverfismál og náttúruvernd verði hluti af menntun leiðtoga. 4. Ábyrg umgengni við landið verði hluti af uppeldis- og íþróttastarfi ungmennafélaga. 5. UMFÍ skal leitast við að fræða fólk um leiðir til sjálf- bærar þróunar. 6. Ungmennafélögin leitist við að hluti af barna- og unglinga- starfi fari í vettvangs- ferðir í náttúruna til að kenna, og að lesa og virða umhverfi sitt. 7. UMFÍ veiti árlega viðurkenn- ingu þeim aðila innan eða utan samtakanna sem þykir hafa skarað fram úr á sviði um- hverfismála. Björn B. Jónsson formaður UMFÍ Ævintýrin bíða þín! Spennandi námskeið erlendis á vegum UMFÍ Námskeiðin eru ætluð ungu fólki, 16—25 ára. Kjörið tækifæri til að kynnast nýjum vinum, efla sjálfstraust og bæta tungumálakunnáttu. Grænland Leiklistarnámskeið í Grænlandi, 25. júní-5. júlí: Vikunámskeið í lok júni, haldið í Julianeháb í Grænlandi. Leiklist líf og fjör. Þema námskeiðsins er götuleikhús. Þátttakendur koma frá íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Aldur: 18-22 ára. Danmörk Finnland Norrænn leiðtogaskóli í Danmörku, 27. júní-4. júlí: Sjö daga leiðtogaþjálfun. Viðkomandi verður að tala ensku eða skandinavisku og hafa reynslu úr starfi ungmennafélaga. Aldur: 18-25 ára. Ungmennavika í Finnlandi, 2.-9. ágúst: Ungt fólk frá öllum norðurlöndum tekur þátt í viku- námskeiði sem byggt er upp á smiðjum: íþróttir, leiklist, siglingar, veiðar, tónlist, og margt fleira. Þemað að þessu sinni er Lífið í skerjagarðinum. Aldur: 16-25 ára. Nánari upplýsingar er að finna á heimasfðu UMFÍ, www.umfi.is eða á Þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568 2929

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.