Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 8
Aíþingistnerm um UMFÍ Eru þeir ungmennafélagar og hvað segja þeir um UMFÍ? - Skinfaxifór á stúfana niður á Aíþingi og gómaði þar nokkra aCþingistnenn Skinfaxi fór á stúfana niður á Alþingi og gómaði þar nokkra alþingismenn. Hugmyndin var að athuga hversu margir alþingis- menn væru eða hefðu verið ungmennafélagar á sínum tíma. í raun var spurt um fleira og voru spurningar því alls fjórar sem lagðar voru fyrir þing- mennina. Spurningarnar: 1. Ertu ungmennafélagi eða varstu það áður fyrr? 2. Hvernig varstu þátttak- andi í starfinu? 3. Stundar þú einhverja hreyfingu í dag? 4. Hvað finnst þér um starfsemi UMFÍ? Það kemur sjálfsagt fæst- um á óvart að mikill meiri- hluti þingmanna eru eða voru ungmennafélagar og lang flestir þeirra eru ánægðir með hreyfinguna s.s. ósammála um flest á þingi en sammála um jákvæða starfsemi UMFÍ. Starf ungmennafélaganna skiptir miklu máli fyrir land og þjóð - segir Siv Friðíeifsdóttir Framsóknarfíokki 1. Ég var í Gróttu. 2. Spilaði handbolta þegar ég var 12-15 ára og tók líka þátt í sjálf- boðaliðastarfi. 3. Ég stunda kraftgöngu og hef spilað badminton með KR í mörg ár. Er þó núna í hvíld frá badmin- toninu þar sem ég sleit kross- band í hné. 4. Starf Ungmennafélaganna skiptir miklu máli fyrir land og þjóð. Það er aðdáunarvert hvað Ungmennafélagi íslands hefur tekist vel að þróa starf sitt í takt við breytta tíma, en félagið var stofnað 1907. Aldrei hefur verið kvikað frá grundvallar- hugsjónum þeirra framsýnu manna sem lögðu grunn að starfi UMFÍ um ræktun lýðs og lands. íþróttir, leikslist, forvarnir og ekki síst umhverfisverndin í formi gróðurverndar, hreinsunar, skógræktar, landgræðslu og ýmiskonar varðveislu eru ung- mennafélögum mikilvæg. Þetta eru þau verkefni sem gott væri að sem flestir tileinkuðu sér og UMFÍ hefur svo sannarlega haft áhrif á breytt viðhorf almennings hvað þau varðar. Keppti á landsmótinu að Eiðum - setjir Koíþri'm Haiídórsdóttir Vinstri grcenum Ég er nú ekki meðlimur í ungmennafélagi og minnist þess ekki að hafa verið tengd einu slíku, þó skal ég nú ekki sverja fyrir það, því ég keppti nú á sínum tíma á landsmóti ungmennafélaganna að Eiðum 1968, fyrir Breiðablik sem mun hafa verið aðili að UMSK - Ungmennasambandi Kjalanes- þings.... en sem sagt fátt um fína drætti í þessum efnum hjá mér. Var leiðbeinandi í félagsmálaskóla UMFÍ - segir iVínrtjrét Frímannsdóttir Samfyíkingunni 1. Var félagi í ungmennafélagi Stokkseyrar. 2. Sat þar í stjórn og tók reyndar þátt í flestu sem félagið bauð uppá var síðan í félags- málaskóla UMFÍ og leiðbeinandi þar í nokkur ár. 3. Ekkert reglubundið en góður göngutúr gerir ótrúlegt gagn. 4. Starfið er frábært og ekki versnaði það við samstarfið við Hrókinn þegar skákkennslan var tekin inn í fasta starfsemi UMFÍ. Starf hreyfingarinnar hefur mikið forvarnargildi. Eg styð heilshugar allt starf UMFÍ - segir Magmis Stefánsson Framsóknarflokki 1. Ég hef verið ungmennafélagsmaður svo langt sem ég man aftur í tímann. Gekk barn að aldri í UMF Víking í Ólafsvík, starf- aði lengi í félaginu og keppti fyrir hönd þess í ýmsum íþrótta- greinum. 2. Var meira og minna í knattspyrnuliði fé- lagsins fram undir þrítugsaldur, að undan- skildum tveimur árum sem ég var í liði FH, þá keppti ég fyrir félagið í öðrum íþrótta- greinum s.s. frjálsum íþróttum, sundi og körfuknattleik. Ég var nokkur ár í stjórn UMF Víkings, þar af formaður um tíma. Hef ekki verið mjög virkur í starfi félagsins sl. 10-15 árin, en þó komið að því í nokkrum tilfellum. Einnig hef ég starfað á vettvangi HSH. 3. í dag stunda ég sund og líkamsrækt, auk þess að ganga í náttúrunni. 4. Starfsemi ungmennafélaganna og UMFÍ er mjög mikilvægt á landsvísu. Ég er ánægður með hvernig það gengur fyrir sig og þekki það vel hve mikill framfarahugur er í ungmennafélögum almennt og áhugi fyrir eflingu starfseminnar. Ég tel þetta mjög mikilvægt í okkar samfélagi og styð heilshugar allt þetta starf.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.