Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 17
Ungmennaráð UMFÍ Það er mikilvægt fyrir UMFÍ að vera í góðum tengslum og fylgjast vel með hvað ungt fólk vill -segir llnnar Steinn Bjamdaí formaður urujmennaráðs UMFÍ Á fundi stjórnar Ungmenna- félags íslands sem haldinn var miðjan febrúar s.l. var ákveðið að koma á fót ung- mennaráði UMFÍ og sam- þykkt var að skipa Unnar Stein Bjarndal formann ung- mennaráðsins. Með honum í nefndinni situr mjög efnilegt fólk sem skipað er af sínum héraðssamböndum. Þeir sem sitja með Unnari í nefndinni eru: Sigurður Guðmundsson UMSB, Friðþjófur Þorsteins- son HSV, Arna Óttarsdóttir UÍA, Sölvi Rúnar Guðmunds- son UMSK, Rósa Jónsdóttir UMFF og Anna Árnadóttir UMSE. En hvaða hlutverki gegnir ungmennaráð UMFÍ? Formaðurinn Unnar Steinn situr fyrir svörum. Hefur ungt fólk áhuga á því sem UMFÍ er að gera? „Ungmennaráðið hefur að leið- arljósi að veita ungu fólki mark- visst aukna ábyrgð og tækifæri til að hafa áhrif innan ung- mennafélagshreyfingarinnar og vera með í ákvarðanatöku. Það UMFÍ? Þetta eru m.a. nokkrar af þeim spurningum sem okkur er ætlað að skoða og svara í ungmennaráðinu. Við eigum að koma með hugmyndir um nýj- ungar í starfi UMFÍ, koma fram sem fulltrúar UMFÍ á vettvangi ungs fólks á innlendum og erlendum vettvangi. Ég fór t.d. í dagsferð til Kaupmannahafnar á aðalskrifstofu ISCA fyrir skömmu en þeir hafa áhuga að koma hingað til lands í sumar með stóran hóp og taka þátt í Landsmóti UMFÍ á Sauðár- króki. Það er ungmennaráð innan ISCA og eðli málsins samkvæmt vill UMFÍ að ung- mennaráð UMFÍ sé þátttakandi ungmennaráðum og -nefndum alþjóðasamtaka. Það þýðir lítið fyrir meðlimi í stjórn UMFÍ að taka þátt í alþjóða ungmenna- nefndum ef þeir hafa ekki rödd unga fólksins eða skoðanir þeirra innan handa. Ég held samt að okkar hlutverk muni mótast almenni- lega á næstu mánuðum en við munum hefja störf á næstu vik- um. Við eigum eftir að móta okkar eigin stefnu að einhverju Ungmennaráðið fiefur að (eiðarCjósi að veita wuju fóCki markvisst auíina ábyrgð oq tcekifœri tiC að hafa líftrif innan imtjmcima- féCagskreyfingarinnar og vera með í ákvarðanatöku. má því segja að ungmennaráð- ið verði stjórninni innan handar bæði ráðgefandi og í stefnu- mótunarhlutverki. Það er mikil- vægt fyrir UMFÍ að vera í góð- um tengslum og fylgjast vel með hvað ungt fólk vill. Hefur ungt fólk áhuga á því sem UMFÍ er að gera? Hvernig er hægt að bæta starfið til að fá enn frekar ungt fólk inn í starf leyti og eigum því væntanlega eftir að breyta þessu skipulega hlutverki á einhvern hátt eftir því hvernig vindar blása.“ Mikilvægt að ungt fólk fái að taka þátt í stjórnsýslunni Hlutverk ykkar er m.a. að auka ábyrgð ungs fólks innan UMFÍ og gefa því tækifæri til að hafa áhrif innan hreyfingarinnar. Hefur unga fólkið innan UMFÍ ef til vill ekki fengið að vera með í ákvarðanatökum og því fjar- lægst starf hreyfingarinnar? ,,Ég held að það hafi ekki verið þróunin. Það er bara svo mikil- vægt fyrir öll samtök og allar hreyfingar sem byggja á ungu fólki t.d. í sambandi við íþrótta- iðkun eða þjálfun að það fái Ifka að taka þátt í stjórnsýslu fé- laganna á einhvern hátt. Ef við tökum ungmennaráð UMFÍ sem dæmi þá er hlutverk þess fullkomnað ef við náum að koma á stofn ungmennaráðum hjá félögunum og síðan í fram- haldi af því í stjórnunarstöðum innan hreyfingarinnar. Það er sú þróun sem við viljum sjá

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.