Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 19
Aðstöðubylting í Vík Iþróttabylting í Vík í Mýrdal -Bjöm Æíjir HjörCeifsson körfuboCtaþjáífari og CöcjregCuþjónn í Vik í Mýrdaí Björn Ægir Hjörleifsson starf- ar sem lögregluþjónn í Vík í Mýrdal og þjálfar einnig körfuknattleiksdeild íþrótta- félagsins Drangs. Liðiö gerði sér lítið fyrir og sigraði 2. deild með glæsibrag núna í vor. Skapti Örn Ólafsson hringdi í Björn Ægir á dög- unum og ræddi við hann um körfuboltann og nýtt íþrótta- hús í Vík í Mýrdal. Gjörbreytt aðstaða með nýju íþróttahúsi Björn Ægir er fertugur, giftur tveggja barna faðir og hefur búið í Vík í Mýrdal í þrjú ár. Hann starfar sem lögregluþjónn en fæst einnig við að þjálfa börn og fullorðna í körfubolta. „Ég var mikið í körfubolta þegar ég var yngri og spilaði með meistaraflokki Breiðabliks í átta ár. Síðan byrjaði ég að þjálfa Þór í Þorlákshöfn 1994 og var þar í þrjú ár. Við komumst upp í fyrstu deild á fyrsta ári þar,“ segir Björn Ægir sem ásamt því að þjálfa spilaði með liðinu. „Ég ákváðum síðan að skrá okkurtil leiks í 2. deildinni," segir Björn Ægir. „I liðinu eru allt strákar sem eru með annan fótinn hérna í Vík, þeir eru annað hvort ættaðir héðan eða búa hérna. Allir nema ég og íþrótta- kennarinn," segir hann og bætir við að átján manna hópur hafi leikið í vetur. Glæsilegur árangur í 2. deildinni Árangur Drangarmanna í 2. deildinni í vetur er aðdáunar- verður. Undir stjórn Björns Ægis sigraði liðið alla sína leiki utan eins. „Við töpuðum einum leik í vetur og það var úti í Vestmannaeyjum gegn ÍV með tveimur stigum. Annars voru þetta 15 leikir sem við unnum,“ segir þjálfarinn stoltur. Hverju þakkar þú svona góð- an árangur? „Liðið er blanda af ólíkum leikmönnum sem hafa mikinn baráttuanda. Það er mikill karakter í liðinu og allir hafa gaman að því sem þeir eru Krakkamir eru farnir að kópast á tvfincjai) kvort sem það er köifuBoCtij fótSoCti eða fxjáisar, þannicj að áhutjinn á íþróttum hefur aukist CiC nuuta með nýju húsnceði. fór síðan að þjálfa fyrir Fylki í Árbænum og við komumst einnig upp í 1. deild þar á fyrsta ári,“ segir hann. En núna í vor og lék hann þann leik í þriðja sinn á ferlinum er hann stýrði körfuboltaliðinu Drang í Vík í Mýrdal upp úr 2. deildina með glæsibrag. Fljótlega eftir að Björn Ægir flutti til Víkur í Mýrdal fór hann að falast eftir að þjálfa krakkana í bænum í körfu- bolta. „Þá vorum við nú bara með aðstöðu í félagsheimilinu þar sem erfitt var að spila tveir á tvo. Þar vorum við í tvö ár eða þar til nýja íþróttahúsið var vígt í febrúar í fyrra. Með íþrótta- húsinu gjörbreyttist öll aðstaða hjá okkur til hins betra og við að gera. Þá stendur bæjarfé- lagið þétt við bakið á okkur, hvort sem um er að ræða ein- staklinga, fyrirtæki eða hrepp- inn. Síðan er fullt hús á hverjum leik og mikil stemmning ríkj- andi,“ segir Björn Ægir og held- ur áfram: „Við tókum þá ákvörð- un í upphafi að gera þetta með stæl en ekki vera með eitthvað hálfkák. Vera með góða um- gjörð á leikjunum, tónlist og lukkudýr og þess háttar, þannig að fólk hafði eitthvað að sækja á leikina," segir Björn Ægir. Síðan eru þið með góða heimasíðu? „Já, hún er ágæt en á eftir að verða betri í haust,“ segir hann, en áhugasamir geta skoðað vefinn á slóðinni: www.drangur.tripod.com Björn Ægir er þess fullviss að góður árangur liðsins í vetur eigi eftir að ýta enn frekar undir áhuga bæjarbúa á liðinu og íþróttum almennt. „Já, ég held að það sé ekki spurning. Síðan hefur nýja íþróttahúsið gjörbreytt allri að- stöðu til íþróttaiðkunar. Það má segja að með tilkomu þess hafi átt sér ákveðin bylting. Krakk- arnir eru farnir að hópast á æf- ingar, hvort sem það er körfu- bolti, fótbolti eða frjálsar, þannig að áhuginn á íþróttum hefur aukist til muna með nýju hús- næði,“ segir Björn Ægir Björn Ægir segir sveitar- stjórnina í hreppnum vera mjög íþróttalega sinnaða og hafi hún meðal annars ráðið æskulýðs- og íþróttafulltrúa til starfa s.i. haust. „Auk þess er að koma sundlaug í sumar hérna í Vík, þannig að það má segja að þetta sé að verða íþróttavænn bær,“ segir hann, en í Vík í Mýrdal búa aðeins um 300 manns og því virkilega vel að málum staðið þar á bæ hvað íþróttir varðar. Góður rekstur á deildinni Hefur þú einhvern tíma tekið þátt í starfi UMFÍ? „Ég hef ekki tekið þátt í starfinu á þann hátt að sitja í stjórnum félaga eða þannig, en ég hef tekið þátt í landsmótum sem keppnismað- ur. Ég keppti á sínum tíma með Breiðabliki í körfunni á lands- mótum, m.a. í Mosfellsbæ. og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.