Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 26
Ungmennaféíagi í bottanum Með mikilli vinnu og fórnfýsi er hægt að ná markmiðum sínum - segir ungmennafélaginn ÓCafur Öm Bjamson atvinnumaður í knattspymu Um síðustu áramót gekk landsliðsmaðurinn Ólafur Örn Bjarnason til liðs við Brann í Noregi. Ólafur Örn hefur síðustu ár verið einn besti leikmaðurinn í úrvals- deildinni og staðið sig vel með landsliðinu. Skapti Örn Ólafsson setti sig í samband við knattspyrnukappann á dögunum og ræddi við hann um knattspyrnuna og dvölina í Noregi. Líður vel í Bergen Ólafur Örn er í sambúð með Kolbrúnu Lind Sævarsdóttur, unnustu sinni til þrettán ára, og eiga þau saman soninn Bjarna Þór. Auk knattspyrn- unnar leggur hann stund á ekki a næstu árum,“ segir hann. Aðspurður segir Ólafur Örn það alltaf hafa verið draumur hjá sér að verða atvinnumað- ur í knattspyrnu og hann hafi gripið tækifærið að gerast atvinnumaður núna í vetur. „Það var alltaf draumur að verða atvinnumaður í fótbolta þegar ég var yngri en um tvítugt kom það upp í hugann að það myndi aldrei gerast en svo komu tvö góð ár í Malmö sem ég þakka fyrir. Eftir að ég kom heim þaðan hugsaði ég ekki meira um að verða atvinnu- maður en þá var ég valinn í landsliðið og gekk vel með Grindavík. Þegar mér var síðan boðið að koma til Brann sá ég að það var minn síðasta tæki- Brann spilar vera sér að skapi. „Ég hef fundið mig vel hérna. Mér hef- ur gengið vel í leikjunum og fest mig í sessi í vörninni. Ég kunni eitthvað í sænsku þegar ég kom hingað og skil flest mjög vel. Norskan verður síðan betri hjá mér með hver- jum deginum sem líður. Knattspyrnan hér er mjög hröð og mikið Það er ailtaf sérstöh tUfinnincj að spita tandsteiti og sérstakCega pegar þjóðsöngurinn er spiíaður, þáfce ég aCCtaf gcesaíiúð. sálfræði við Háskóla íslands og stefnir á að útskrifast á næsta ári. „Annars er ég 28 gamall, kem frá Grindavík og hef búið þar alla tíð fyrir utan tvö ár er ég bjó í Malmö í Svíþjóð. Ég hef spilað fótbolta síðan ég var 5 ára og þá alltaf í Grindavík utan áranna í Sví- þjóð. Ég spilaði körfubolta fram til fimmtán ára aldurs og ég hef alltaf stundað golf,“ segir Ólafur Örn sem var með 14 í forgjöf á tímabili. „Ég hef aðeins gefið eftir í golfinu en hyggst bæta það upp hér í Noregi." Nú gerðist þú atvinnumaður með Brann í Noregi um ára- mótin síðustu. Hvernig kom það til? „Ég fór til Brann og Stoke til að líta á aðstæður og kunnu strax vel við mig í Bergen. Þar vildi ég vera og ég sé ekki eftir því, vegna þess að hér líður mér og fjölskyldunni vel og ég vona að það breytist færi til að spila sem atvinnu- maður. Ég tók greip það tæki- færi og sé alls ekki eftir því,“ segir hann. Vel að málum staðið í Brann Að sögn Ólafs er Brann ný- búið að koma fjármálum fé- lagsins á réttan kjöl eftir mörg erfið ár. „Allt lítur nú vel út fjárhagslega. Klúbburinn er stór á norskan mælikvarða og öll umgjörð mjög góð. Margir góðir leikmenn eru hjá félaginu og í fyrra komu um 13.000 áhorfendur a völlinn að meðal- tali sem var næst mest í Noregi. Þá er búið að bæta áhorfenda- aðstöðuna á vellinum og bæta við sætum og er vonast eftir um 15.000 áhorfendum á hvern leik í ár,“ segir hann. Ólafur Örn er ánægður með lífið og tilveruna í Noregi og segir knattspyrnuna sem um langar sendingar sem er svo sem í lagi en Brann liðið reynir að halda boltanum og spila sem er mér að skapi. Þannig að ég er ánægður með hvernig liðið spilar en hraðinn hér er mikill og mun meiri en a íslandi," segir Ólafur Örn. Fær alltaf gæsahúð þegar þjóðsöngurinn er spilaður „Ég er ekki alveg klár á móti hverjum fyrsti landsleikurinn var en það var undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar," segir Ólafur Örn aðspurður um fyrsta landsleik- inn sinn. „Það er alltaf sérstök tilfinning að spila landsleik og sérstaklega þegar þjóðsöng- urinn er spilaður, þá fæ ég alltaf gæsahúð. Andinn í liðinu er alltaf góður og mikið spaugað þegar menn koma saman og viljinn að gera vel er alltaf til staðar þegar menn spila fyrir landið sitt,“ segir hann. Ólafur Örn hefur leikið 15 landsleiki fyrir íslands hönd og mun væntanlega taka þátt næstu verkefnum landsliðs- ins sem eru gegn Lettum síð- ar í apríl og síðan m.a. lands- leikur gegn Englandi f sumar. „Ef maður vill vera áfram í liðinu er mikilvægt að halda heilsu og vera heill þegar kallið kemur og gera vel með sínu liði,“ segir hann. Heldur þú að ísland muni einhvern tímann taka þátt í úrslitakeppni í stórmóti? „Já, það held ég. Það sást hve nálægt við vorum í fyrra og með frekari þróun knattspyrnunnar á íslandi og ef fleiri menn halda í atvinnumennsku þá aukast möguleikarnir. Ef við höfum heppnina með okkur þegar dregið er í riðla og getum notað alla okkar sterkustu leikmenn þá er allt mögulegt," segir Ólaf- ur Örn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.