Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 25
Samfés söngur Gaman aö gefa eiginhandaráritanir Með hnúta á raddböndunum Eru orðin eitthvað fræg eftir að hafa unnið söngkeppn- ina? „Það er rosalega fyndið að segja frá því að þegar ég var að syngja í Reykjavík um daginn þá komu litar stelpur til mín og báðu um eiginhandaráritun. Ég spurði þær hvort að þær væru ekki að djóka því mér brá svo. Síðan var ég að syngja á íþróttahátíð hérna á Skaganum um daginn og þá var alveg röð af krökkum að biðja um eiginhandaráritanir,“ segir Rak- el. „Ég var alveg í hálftíma að gefa þeim eignhandaráritanir og láta taka myndir af mér og þannig. Þetta var ótrúlega gaman,“ segir hún. Söngurinn er ekki bara dans á rósum og því hefur Rakel kynnst. „Ég er búin að vera mikið hás að undanförnu og fór til læknis til að athuga málið. Þá kom í Ijós að ég er með hnúta á raddböndunum. Þeir eru ekki skornir af, en ég þarf að taka pensillín og læra rétta öndun og má því helst ekkert hætta í tónlistarskólanum," segir Rakel sem byrjaði að læra söng í tónlistarskóla á Akranesi s.l. haust. „Þó svo að ég sé búin að vera hás að undanförnu get ég ekkert tamið mig í að syngja. Ég er alltaf með einhverja tónlist í græjunum og syng þá með,“ segir hún. Það er rosaXegajyrutið að seqja frá því að þegar éq var að syngja í Reykjavík um daqinn þá komu íitar steíþur tiC mín oq báðu um eiqiilíuindarárituii. Éq spurði þcer hvort að þcer vceru ekki að djóka því mér brá svo Rakel, sem er í 10. bekk í Brekkubæjarskóla á Akra- nesi, segir lærdóminn hafa aðeins setið á hakanum upp á síðkastið vegna anna í söngnum. „Ég mætti vera duglegri við að læra því ég er að fara í samræmdu prófin í vor. En ég á von á að það eigi eftir að ganga vel. Kannski syng ég mig bara í gegnum prófin," segir hún hlæjandi. Alæta á tónlist Aðspurð segist Rakel hlusta á nær alla tónlist. „Ég hlusta eiginlega á alla tónlist, en helst ekki rokk. Síðan finnst mér Nora Jones frábær söngkona og gæti alveg hugsað mér að syngja jazz og blús eins og hún,“ segir þessi hressa Skaga- mær að lokum. Fjölskyldan á fjallið °g Göngum um ísland Frestur til að skila inn tilnefningum í verkefnið Fjölskyldan á fjallið rann út 5. apríl. Fjölmörg héraðssambönd hafa nú þegar skilað inn tilnefningum um fjöll og nýjar leiðir í Göngum um ísland en þeir sem enn eiga eftir að skila eru beðnir um að gera það hið fyrsta. Flægt er að hafa samband við Rál Guðmundsson kynningarfulltrúa UMFÍ, eða senda inn upplýsingar á netfangið, palli@umfi.is.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.