Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 28
FrœðsCustarf UMFÍ Erum markvisst að þjálfa fólk til forystu - scgir VaUCimar Gunnarsson frœðsíusijóri IIMFÍ Það eru mörg spennandi verkefni á dagskrá fræðslu- nefndar UMFÍ í sumar. Leið- togaskólinn mun verða áfram starfræktur af fullum krafti ásamt Norræna Leiðtoga- skólanum sem haldinn verð- ur í Danmörku að þessu sinni. Þá hefur verið samið við fimm nýja íþróttalýðhá- skóla í Danmörku sem ung- mennafélagar geta fengið inngöngu í með því að sækja um hjá UMFÍ. Nokkrum ung- mennafélögum gefst einnig kostur á að sækja leiklistar- námskeið á Grænlandi í sum- ar svo eitthvað sé nefnt. Það verður því í nógu að snúast fyrir Valdimar Gunnarsson fræðslustjóra UMFÍ í sumar. ,,Ný fræðslunefnd er tekin til starfa hjá UMFI sem er geysi- lega öflug og hefur míkin áhuga á að efla fræðslustarfið enn frekar. Það eru margar hug- myndir að gerjast hjá okkur um þessar mundir sem við ætlum að koma í framkvæmd við fyrsta tækifæri," segir Valdimar verkefnastjómun. Markmiðið með námskeiðinu er að auka þekkingu forystufólks félaga- samtaka á aðferðafræði verk- efnastjórnunar og færni til að stjórna stórum sem smáum verkefnum. Þetta námskeið er ætlað öllum þeim sem þurfa að halda utan um verkefni hvort sem það er íþróttamót, bæj- arhátíð eða jafnvel landsmót. Námskeiðið verður haldið í Þjónustumiðstöð UMFf 8. -9. maí. Einnig höfum við áhuga á að efla félagsmálakennslu og erum því að fara af stað með námskeið fyrir félagsmálakenn- ara. Þetta námskeið snýst kannski fyrst og fremst um að þjálfa upp félagsmálakennara til að geta svarað aukinni eftirspurn um félagsmálanám- skeið vítt og breytt um landið, segir Valdimar Nýir samningar í Danmörku Nýlega gerði UMFÍ samstarfs- samning við 6 íþróttalýðshá- skóla í Danmörku um að taka Markmiðiö með námskeiðinu er aö aulia þekkingu forystufólks féíagasamtaka á aðferðafrceði verkefnastjórnunar og fcerni tiC að stjóma stórum sem smáum verkefhum. sem hætti nýverið sem fram- kvæmdastjóri NSU eftir þriggja ára starf. Fræðslunefndin hefur eflst og miklu meiri vinna mun fara í fræðslumálin en áður,“ segir hann, en á síðasta þingi NSU sem haldið var í lok mars var ákveðið að flytja skrifstof- unatil Danmerkur, en hún hefur síðustu sex árin verið í Fells- múlanum. En hvað er fyrst á döfinni hjá fræðslunefndinni? ,,Við erum að fara af stað með námskeið í við nemendum frá íslandi. Skólarnir eru: Idrætshojskolen i Sonderborg, Gymnastikhoj- skolen i Ollerup, Nordjylland- sidrætshojskole, Gymnastik- hojskolen ved Viborg, Gerlev idrætshojskole, Idrætshoj- skolen i Árhus. Að sögn Val- dimars hefur verið mikil ánægja með samstarfið við íþróttalýð- háskólann í Sönderborg. ,, Um þessar mundir eru tíu krakkar í námi í skólanum í Sönderborg. Það samstarf hefur staðið í tæp tvö ár og hefur gengið mjög vel. Krakkarnir eru a.m.k. rosalega ánægðir með veruna. Með þessum nýja samningi ætlum við samt ekki að fjölga nem- endum sem fara til Danmerkur í nám heldur ætlum við að koma í veg fyrir að svona margir íslendingar séu á sama stað á sama tíma. Það er of mikið af hafa tíu krakka í sama skólan- um eins og er núna í Sönder- borg því þar halda þau hópinn og læra takmarkað í dönsku. Því færri sem þau eru því mun fyrr ná þau tökum á tungu- málinu og kynnast nýju fólki, en það var einmitt ein af grunn- hugmyndunum með þessu samstarfi. Við höfum því áhuga að dreifa þeim meira og því var samið við þessa nýju skóla,“ segir Valdimar sem telur að þetta verkefni skili enn betri árangri með nýju fyrirkomulagi. Hann bætir því við að þessi samningur sé gagnkvæmur. „Þessir skólar eru að velta fyrir sér að senda nemendur hingað til íslands sem við munum aðstoða. Fyrsti hópurinn sem

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.