Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 3
ritstjdrinn Spennandi sumar framundan Landsmótssumar að bresta á Landsmót UMFÍ er ávallt beðið eftir með mikilli eftirvæntingu af ungmennafélögum sem og öðrum landsmönnum. Margir hafa lagt hönd á plóginn við undirbúning 24. Landsmóts UMFÍ og 7. Unglingalandsmóts UMFÍ, sem fram fara á Sauðárkróki. Keppnis- aðstaðan á Króknum hefur tekið miklum stakkaskiptum og er orðin hin glæsilegasta. Fróðlegt verður að sjá hvernig keppnismönnum reiðir af á mótunum og verður sjálfsagt hart barist þótt léttleikinn sé ávallt í fyrirrúmi. í Skinfaxa er m.a. rætt við Pál Kolbeinsson for- mann Unglingalandsmótsnefndar. Skinfaxi RITSTJÓRI Valdimar Tryggvi Kristófersson LJÓSMyNDIR Sigurjón Ragnar og Páll Guðmundsson BLAÐAMAÐUR Skapti Örn Ólafsson UMBROT OG HÖNNUN Valdimar Tryggvi Kristófersson FRAMKVÆMDASTJÓRI Sæmundur Runólfsson ÁByRGÐARMAÐU R Björn B. Jónsson AUGLýSINGAR Öflun PRENTUN Prentmet PRÓFARKALESTUR Aðalbjörg Karlsdóttir PÖKKUN Ás Vinnustofa Þótt landsmótin skipi stórann sess í hugum margra er margt annað spennandi að gerast í sumar eins og fram kemur í viðtali við Valdi- mar Gunnarsson fræðslustjóra, sem upplýsir okkur um verkefni fræðslunefndar UMFÍ í sumar. Björn B. Jónsson formaður UMFÍ skrifar grein um umhverfismálin og Birgir Gunnlaugsson stjórnarmaður skrifar áhugaverða grein um stöðu félaga hér á landi. Þá voru nokkrir alþingismenn gómaðir og m.a spurðir um starfsemi UMFÍ og er þar á ferð nokkuð skemmti- legur lestur. Þá getur yngri kynslóðin fundið ýmislegt við sitt hæfi í blaðinu en viðtal er við Kalla Bjarna sigurvegara Idol-keppninnar. Einnig er viðtal við stúlku að nafni Rakel Pálsdóttir en hún sigraði í söngkeppni Samfés fyrir ekki alls löngu. Ungmennafélaginn Ólafur Örn Bjarnason sem leikur nú knattspyrnu með Brann í Noregi gerir okkur grein fyrir stöðunni. Unnar Steinn Bjarndal er nýskipaður formaður ungmennaráðs UMFí og hann upplýsir lesendur um hlutverk nefndarinnar. Margt fleira er tekið fyrir í þessu 1. tölublaði Skinfaxa í ár. Þakka samfylgdina Um þessar mundir eiga sér stað ákveðnar skipulagsþreytingar innan þjónustumiðstöðvar UMFÍ í Fellsmúlanum og mun Skinfaxi t.a.m. færast yfir á starfsfólk þjónustmiðstöðvarinnar. Þetta er því mitt síðasta blað og vil ég nota tækifærið og þakka starfsfólki á þjónustumiðstöðinni, fólkinu sem hefur skipað ritnefnd Skinfaxa á meðan ég hef ritstýrt blaðinu og viðmælendum mínum kærlega fyrir samfylgdina. Með kveðju Valdimar Tryggvi Kristófersson Það er Idol-sigurvegarinn Kalli Bjarni sem prýðir forsíðu Skinfaxa að þessu sinni. Það var Sigurjón Ragnar, Ijósmyndari Skinfaxa, sem tók myndina af Kalla Bjarna og öðrum viðmælendum blaðsins RITSTJÓRN Anna R. Möller Sigurlaug Ragnarsdóttir Birgir Gunnlaugsson Ester Jónsdóttir STJÓRN UMFÍ Björn B. Jónsson Helga Guðjónsdóttir Anna R. Möller Ásdís Helga Bjarnadóttir Birgir Gunnlaugsson Björn Ármann Ólafsson Hringur Hreinsson Einar Jón Geirsson Einar Haraldsson Ingi Þór Ágústsson Jóhann Tryggvason SKRIFSTOFA SKINFAXA ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ UMFÍ FELLSMÚLA 26, 108 REyKJAVÍK SÍMI: 568-2929, FAX: 568-2935 NETFANG: umfi@umfi.is HEIMASÍÐA: www.umfi.is Ársáskrift af Skinfaxa kostar 1.796.- krónur Skinfaxi kemur út 4-5 sinnum á ári.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.