Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 15
IdoC-stjama hjálpaði mér reyndar alveg helling í söngnum. Ég hef alltaf pælt í söngnum og haft mikinn búinn að henda árunum fyrir borð og hættur sjómennsk- unni fyrir fullt og allt? „Nei, mér finnast lögin vera mjög flott. Þetta verður popp/rokk með anga í allar áttir. Ég get verður samt mín aðal atvinna ef ég mögulega get. Það getur síðan vel verið að maður taki Þótt maður viCji eðCUega vera mikiCC karCmaður þá er maður nú fiáíf meir og bara CítiCC drengur inn við beinið áhuga á honum þótt ég hafi ekki verið í miklu tónlistarnámi.“ En er það ekki rétt hjá mér að þú hafir verið farinn að slá í gegn strax þriggja ára? „Jú, mikið rétt. Það var eiginlega hún amma mín sem á stórann þátt í því að ég byrjaði að syn- gja. Ég fór reglulega með henni í rútu á milli Grundarfjarðar og Reykjavíkur þegar ég var lítill og þá fékk hún mig stundum til að syngja í leiðsögumíkrafónin sem var hjá bílstjóranum. Ég tók því stundum nokkur lög í rútunni fyrir fólkið og sem betur fer fannst mér það gaman. Ég byrjaði því snemma að syngja og þetta varð til þess að ég yfirsteig feimnina að stórum hluta strax ungur að árum.“ ÞÚ hefur verið í nokkrum bílskúrsböndum - en hvernig byrjaði þetta allt? „Fljótlega eftir að ég fór í mútur varð fyrsta bílskúrsbandið til. Við sátum þá nokkrir drengir inn á bókasafni á Grundarfirði og ákváðum að stofna hljómsveit. Það kunni reyndar enginn að spila á hljóðfæri en við ákváð- um hver ætti að spila á hvað og svo fóru allir og lærðu á sitt hljóðfæri. Tveimur mánuðum seinna þá vorum við komnir með þokkalega spilandi band. Við vorum langt frá því að vera góðir en áhuginn var alveg ótrúlegur." Þannig að áhugmenn um tón- list geta stofnað hljómsveit þótt þeir kunni ekkert á hljóðfæri ef viljinn sé fyrir hendi? ,,Já, það var allavega þannig í okkar tilviki, við vorum alveg glettilega fljótir að læra á hljóðfærin miðað við tíman sem fór í æfingar." Þú stundaðir sjóinn áður en þú fórst í Idol-keppnina. Ertu alls ekki. Ég kem aldrei til með að gera það þótt ég stundi ekki sjóinn mikið á næstunni. Ég á eftir að fara aftur á sjóinn enda kann ég vel við hann.“ Þú ert nokkur dellukarl á bíla, vélar, vélsleða og fleiri týpísk strákatól. Ertu karlremba? ,,Þótt maður vilji eðlilega vera mikill karlmaður þá er maður nú hálf meir og bara lítill drengur inn við beinið. Ég held ég geti því ekki flokkast undir karl- rernbu," segir hann brosandi og hlær síðan af næstu spurningu og lítur hálf flóttalega undan. Hversu duglegur ertu þá að hjálpa til á heimilinu eins og að ryksuga, vaska upp o.s.frv.? „Þegar ég fer í þessa hluti þá geri ég þá óskaplega vel,“ segir hann og heldur að hann sé sloppinn. Þegar þú ferð í þá - hvað þýðir það? ,,í sannleika sagt hef ég haft lítinn tíma til að sinna heimilsverkunum upp á síðkastið. Konan mín er búin að standa sig framúrskarandi vel á þessu sviði að undanförnu," segir hann hálf skömmustulega og blaðamaður ákveður að láta kyrrt liggja og snúa sér aftur að söngnum. Þú ert byrjaður að hljóðrita disk sem á að koma út í haust. Hvernig diskur verður þetta? ,,Á disknum verða ný lög samin af mörgum af okkar bestu lagasmiðun. Eiður hjá Skífunni, Þorvaldur B, Viggi í írafári og ég hlustuðum á fjölda laga og völdum síðan lög sem ég fílaði vel sjálfur. Ég vildi ekki velja nein lög á diskinn nema að ég væri sjálfur ánægður með þau þó svo að þau væru ekki mjög markaðsvæn. Sjálfur á ég tvö lög á disknum. Mér líst alveg rosalega vel á þetta og fullyrt það að þetta verður góður diskur enda er ég með landsliðið með mér í þessu. Diskurinn kemur væntanlega út í september." Áður en þú gefur diskinn út ætlar að þú að koma tveimur smáskífum í spilun? ,,Já, það er rétt. Fyrri smáskífan kemur út á næstunni með myndbandi og öllu saman. Það verður fróð- legt að sjá hvernig hún fellur í kramið.“ Hvað með framhaldið - á að halda ótrauður áfram í söng- num eða fer það eftir hvernig disknum verður tekið? ,,Ég ætla að halda ótrauður áfram. Ég er kominn til að vera í þessu. Söngurinn er ekki bara áhugamál hjá mér lengur held- ur orðinn að atvinnu. Og núna hef ég tækifæri til að fara alla leið og ætla því að láta slag standa. Ég sé ekki endilega fram á það að ég geti lifað alfarið á tónlistinni en tónlistin einhverja túra inn á milli.“ Idol-keppnin sló heldur betur í gegn og framhald verður á í sumar þegar hún byrjar aft- ur. Það eru sjálfsagt margir sem dreymir um að vera í þínum sporum. Ertu með ein- hver góð ráð fyrir þetta unga fólk og hvetur þú þau til að taka þátt í keppninni? ,,Já, alveg hiklaust. Allir sem hafa eitthvað með söng að gera ætt- u að prófa. Það tapar enginn á því að prófa, en þú tapar á því að prófa ekki. Hvað varðar góð ráð þá mundi ég hvetja alla til að vera bara þeir sjálfir. Því að um leið og þú ert farinn að rey- na að vera einhver annar en þú ert ertu búinn að mála þig út í horn. Það borgar sig alltaf að vera maður sjálfur og ef það dugar ekki til þá nær það ekki lengra,“ segir Kalli Bjarni og síðan er hann rokinn í burtu enda orðinn of seinn í næsta viðtal.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.