Skinfaxi - 01.02.2004, Qupperneq 24
Samfés söngur
Væri alveg til að leggja
sönginn fyrir mig
- segir Skagamcerin RakeC Páísdóttir sem sigraði í söngkeppni Samfés
Söngkeppni Samfés var hald-
in í lok janúar s.l. í Laugar-
dalshöllinni. Alls tóku tvö-
hundruð og fimmtíu einstak-
lingar frá sextíu og tveimur
félagsmiðstöðvum þátt í
keppninni og voru rúmlega
þrjúþúsund áhorfendur
mættir í Höllina. Það var
Skagamætin Rakel Pálsdóttir
sem kom, sá og sigraði í
keppninni með laginu „That’s
the way it is“ sem söngdívan
Celion Dion gerði frægt.
Skapti Örn Ólafsson spjallaði
við söngfuglinn af Skaganum
á dögunum.
Celine Dion í sérstöku
uppáhaldi
„Ég er bara mjög venjuleg
stelpa frá Akranesi," segir Rak-
el í upphafi viðtalsins. „Ég er á
sextánda ári og hef verið að
syngja frá því ég man eftir mér.
Celine Dion í sérstöku uppá-
haldi hjá mér og ég hef hlustað
á hana síðan ég var níu eða tíu
ára gömul og er alltaf syngjandi
lög með henni,“ segir Rakel
sem sigraði í söngkeppni Sam-
fés með lagi eftir Celine Dion.
Fyrir söngkeppni Samfés
hafði Rakel tekið þátt í eins-
konar undankeppni sem
grunnskólarnir á Akranesi
standa fyrir, eða hinni svo-
kölluðu Hátónsbarkakeppni.
Sigurvegarinn úr þeirri kepp-
ni tekur síðan þátt í aðal-
keppninni hjá Samfés. „í
undankeppninni í félagsmið-
stöðinni minni á Akranesi s.l.
haust söng ég sama lagið og
þá með hljómsveit. Ég vann þá
keppni og sigurlaunin voru
stúdíótímar hjá Flosa Einars-
syni, tónmenntakennara. Ég
var síðan með undirspilið frá
honum þegar ég söng í keppn-
inni hjá Samfés," segir Rakel.
Öflug félagsmiðstöð
Rakel segist alveg geta hugs-
að sér að leggja sönginn fyrir
sig í framtíðinni. „Það væri
rosalega gaman að leggja
sönginn fyrir sig því ég hef svo
gaman að því að syngja. Ég er
búin að vera mjög mikið að
syngja síðan ég vann keppnina
og það er alltaf verið að biðja
mig um að syngja hér og þar.
Það má því segja að söngurinn
Ég cr á sextánda ári oij iief verið að sytigjafrá því áq man eftir mér.
CeCinc Dion í sérstökn uppáhaCdi hjá mcr og ég iief híustað á hana
síðan ég var níu eða tíu ára görnul og cr aCCtaf syngjandi Cög með henni,
Aðspurð segist Rakel ekki
hafa átt von á að vinna söng-
keppni Samfés og sigurinn
hafi komið sér á óvart.
„Mér brá alveg rosalega. Það
voru svo margir góðir söng-
varar sem tóku þátt og mér datt
alls ekki í hug að ég myndi
sigra. En þetta var rosalega
skemmtilegt og ég hafði mjög
gaman að því að syngja fyrir
framan svona marga í Laugar-
dalshöllinni," segir hún.
sé mitt aðal áhugamál núna,“
segir Rakel sem komið hefur
fram m.a. á fegurðarsamkeppni
Vesturlands og Freestyle dans-
keppni í Reykjavík eftir sigurinn
í söngkeppni Samfés.
Þig langar ekkert að taka þátt
í Idol stjörnuleitinni á Stöð 2?
„Það væri örugglega mjög gam-
an, en ég hef því miður ekki
aldur til þess að taka þátt í
keppninni í haust. Kannski
kemur maður bara sterkur til
leiks á næsta ári,“ segir Rakel.
í söngkeppni Samfés söng
Rakel fyrir hönd félagsmið-
stöðvarinnar Arnardals á
Akranesi. Hún segir félags-
miðstöðina vera mjög góða,
en þó megi aðsóknin vera
betri. „Það er rosalega mikið
þannig að sömu krakkarnir eru
að mæta en við skemmtum
okkur vel þeir krakkar sem eru
að mæta. Ég er í Arnardals-
ráðinu í félagsmiðstöðinni og
við erum alltaf að reyna að
skipuleggja einhverjar uppá-
komur eins og böll og þannig
segir hún. „Síðan erum við með
sjónvarp, poolborð, þythokkí,
borðtennisborð, leikjatölvur og
fullt af spilum þannig að það er
mikið um að vera í félags-
miðstöðinni og yfirleitt mjög
garnan," segir hún.