Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.02.2004, Blaðsíða 30
Síðasta orðið Með hausinn á kafi í sandinum - Bircjir Guimlauij.s.sori stjómarmaður í UMFÍ skrifar „íþróttastarf utan skóla skal starfrækt með frjálsu framtaki" segir í 5.gr. íþróttalaga. Þessi lagagrein hefur verið nánast óbreytt frá 1944 eða þegar íþróttalögin voru fyrst sett á al- þingi. Á þeim tíma voru vel flest íþrótta- og ungmennafélög samtök foreldra og áhuga- samra þar sem lítill sem enginn fjárhagslegur rekstur átti sér stað og æfingagjöld voru óþekkt og laun fyrir þjálfun var ánægjan ein. Ekki voru greidd laun til keppenda nema síður væri enda fyrst og fremst eftir- sóttur heiður að fá að keppa í nafni félags. Þjóðerniskenndin barði mönnum byr í brjóst og heilu samfélögin stýrðust af hugsjónunum „íslandi allt“ og „Ræktun lýðs og lands“. Þetta var góður tími en hann er liðinn. Grunnbúnaður (skrifstofubún- aður) sem þarf til að halda ut- anum rekstur íþróttafélags í dag hleypur á milljónum. Áður fyrr var bókhald oftast haldið á eldhúsborði kjörins gjaldkera og þótti mikið ef fylgiskjöl náðu að fylla í eina möppu yfir árið. í dag þarf heilu skjalageymslurn- ar til að hýsa möppur með fylgi- skjölum, flókin tölvubókhalds- forrit til utanumhalds og þekk- ingu til að nýta þau. Kröfur um reikningsskil eru flóknari og það eitt að gera upp laun starfs- manna krefst sérstakra launa- forrita með tilheyrandi búnaði. Innheimta æfingagjalda og skráning iðkenda er grunnfor- senda rekstursins og krefst þess yfirleitt að 1-2 stjórnar- menn f hverri deild(íþróttagrein) eyði 1-2 kvöldum í viku við að hringja í hina foreldrana eftir greiðslum og upplýsingum. Sum félög hafa tölvuvæðst hvað þetta varðar með tilheyr- andi kostnaði og þá yfirleitt með sér starfsmanni. Einhver þarf svo að stýra hópnum með til- heyrandi ábyrgð á fjármálum og rekstri. Skráning árangurs og sögu félaganna heimtar stóra sneið af vinnuframlagi og móta- hald og keppni krefst yfirleitt starfsmanns í fullu starfi hjá keppni lokinni þarf að þrífa keppnisbúninga, rita og skila keppnisskýrslum. Og þá er fátt eitt upptalið I Sveitarfélögin mynda misvægi Æfingagjöld skila yfirleitt nægu til að greiða fyrir laun þjálfara. Sveitarfélög greiða yfirleitt fyrir rekstur aðstöðu (húsaleigu- styrkir) en allur annar kostnaður er háður fjáröflunum félags- manna. í flestum tilfellum nem- ur sá hluti 50% eða meira. Samkeppni og fjárhagur heimil- ana hamlar því að hægt sé að hækka æfingagjöld þannig að þau standi undir kostnaði. Hærri æfingagjöld þýða líka yfirleitt minni þátttöku sem er andstætt eðli félagana. Sveitar- félögin mynda sjálf ákveðið misvægi í samkeppninni með því að bjóða ýmsa sambæri- lega þjónustu frítt eða með mjög lágum þátttökukostnaði t.d. í félagsmiðstöðvum. Þá greiða þau fyrir þjálfun(laun kennara) tónlistar þó svo að varla þekkist hærri „æfinga- gjöld“ en hjá tónlistarskólum. Tilkoma Lottósins gjörbreytti rekstrargrundvelli félagana á sínum tíma og gerði þeim kleift anlegur til að taka þátt í stjórn- arstörfum sem er skiljanleg því hver vill hafa áhyggjur af öðrum skuldum en eigin? Enda snúast stjórnarstörf íþróttafélaga í dag fyrst og fremst um betl, betl og aftur betl. Stjórnvöld heyra ekki hvert stefnir Þrátt fyrir að helmingur allra barna og unglinga á íslandi sæki skipulegt (þróttastarf og að þekkt vímuefnanotkun innan þess hóps sé hátt í helmingi minni en í öllum öðrum afþrey- ingargreinum þá virðast stjórn- völd ekki heyra hvert stefnir. Það er of dýrt að hlusta. Sjálf- skipaðir íþróttafrömuðir innan sumra sveitarfélaga ganga fram fyrir skjöldu og segja þetta vandamál heimatilbúið vegna reksturs meistaraflokka. Kraf- an er að sveitarfélög greiði fyrir grunnrekstur íþróttafélaga. Að- ferð strútsins við að fela sig hef- ur aldrei þótt skynsamleg en hún lítur ágætlega út frá sjón- arhóli strútsins. Laun þessa erfiðis er heilbrigð- ari æska og þar með bjartari framtíð. Þeir sem enn starfa með frjálsu framtaki í iþrótta og ÞjóðemisketuuCin barði möntutm 6yr í brjóst og íieiCu samf éíögin stýrðust af ftugsjónunum „ísíandi afít(< og „Rcektun Cýðs og Cands(i. Þetta var góður tími en íiaun cr Ciðinn Fjölgreina fyrirtæki íþrótta og ungmennafélög eru í dag fjölgreina fyrirtæki með margslunginn rekstur. Félögin annast byggingu íþróttamann- virkja og rekstur þeirra, þjálfun og keppni tugi þúsunda iðk- enda, mótahald, ferðlög og svo má lengi telja. Þessu fylgir um- fangsmikið starfsmannahald, innheimta æfingagjalda, fjár- aflanir, skrifræði, stefnumótun og ábyrgð sem oft á tíðum varða lífsviðurværi tugi starfs- manna. meðalstóru félagi. Nútíminn krefst þess líka að upplýsinga- veita sé ávallt til staðar sem þýðir að svarað sé í síma á skrifstofutíma, útgerð heima- síðna og viðhald. Þá þarf starfsmenn til að annast mann- virkin þar sem starfssemin fer fram, í mótttöku, viðhald og ræstingu. Síðan þarf að halda við útisvæðum með tilheyrandi túnslætti, sléttun malarsvæða, viðhald búnaðar, ruslahreins- um, uppsetningu og frágangs vegna keppni o.sv.frv. Að að reka sig að nokkru leyti en því miður dugar það ekki. Rekstrarskuldir félaganna hlað- ast upp, veðskuldir sliga íþróttamannvirkin og vaxta og greiðslubyrði skulda er smátt og smátt að draga allan mátt úr rekstrinum. Peningar eru ekki allt myndi einhver segja og það er alveg satt. Staða þessarra mála og þróun hafa líka nánast gert útaf við sjálfboðaliðastarf félagana. Almenningur er nánast ófá- ungmennafélögum eru hetjur samtímans. Hjá þeim halda gildi sínu hugsjónirnar um Ræktun lýðs og lands og íslandi allt. Hjá þeim er tími æskunnar ekki liðinn. Þessu fólki þarf að fjölga á kostnað strútanna. Birgir Gunnlaugsson, Stjórnarmaður UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.