Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2004, Side 14

Skinfaxi - 01.02.2004, Side 14
Idol-stjama eitthvað forrit í gang þegar ég stíg á sviðið. Frá því ég man eftir mér hefur mér alltaf þótt Það var því ekkert pCáss jyrir kceruteysi eða smá íiik þetfar komið var í níu manna úrsíit. Þá pnrftu aííir að vera á tánum og sá sem leyfði sér að sCaka á í cefingum varjafhveC íwrf inn úr keppninni hef sungið við hin ýmsu tæki- færi. Þá hef ég verið að hoppa um borð hjá hinum og þessum hljómsveitum eins og t.d. Vin- um Dóra, Jet Black Joe, Skíta- móral, Desmont, írafári, Von og fleirum og það hefur verið alveg frábært að hitta allt þetta fólk.“ Það voru margir sem spáðu þér sigri í Idol-keppninni - varst þú sjálfur jafn sigur- viss? „Nei, ég leit aldrei á neitt sem öruggan hlut í þessari keppni. Ég tók eftir því ef að þátttakendur fóru að fyllast einhverju öryggi þá hættu þeir að einbeita sér og mættu jafn- vel kærulausir til leiks. Þeim þátttakendum var strax refsað fyrir og duttu jafnvel út úr keppninni. Það var því ekkert pláss fyrir kæruleysi eða smá hik þegar komið var í níu manna úrslit. Þá þurftu allir að vera á tánum og sá sem leyfði sér að slaka á í æfingum var jafnvel horfinn úr keppninni." Erfitt að syngja eingöngu fyrir framan þrjá dómara Þegar komiö var í Smáralind sunguö þiö fyrir fullum sal af fólki. Hvernig leið þér upp á sviöi? „Alveg rosalega vel. Mérfannst miklu auðveldara að syngja fyrir framan fullan sal af fólki heldur en fyrir framan einhverja þrjá dómara sem voru að mæla hvern einasta tón út. Mér líður reyndar afskaplega vel á sviði og það er eins og það fari gaman að syngja fyrir fólk. Það er mikill kostur að vera ekki með mikin sviðsskrekk en þrátt fyrir það þarf maður alltaf að vera á tánum.“ Varstu eitthvað smeykur við dómarana og er ekki tækifæri til að skjóta aðeins á þá núna? „Ég held að það sé ekkert hægt að bauna á þau,“ segir Kalli og blaðamaður hafði gleymt eitt andartak að Kalli vann keppnina m.a. vegna dómaranna. „Þau voru í alveg gríðarlega erfiðu hlutverki að sitja fyrir framan íslensku þjóð- ina og dæma það hvernig við stóðum okkur. Þetta var því ekki öfundsvert hlutverk sem þau voru í. Mér fannst reyndar koma einstaka sinnum fyrir að þau væru ekki samkvæm sjálf- um sér en á heildina litið þá stóðu þau sig mjög vel.“ Tókst jafn mikið mark á þeim öllum? „Þau komu inn á mjög ólíka þætti í sínum dómum þannig að það þurfti að hlusta jafnvel á þau öll.“ Aldrei farið í söngnám Nú fannst mörgum þú syngja nánast óaðfinnanlega í gegn- um keppnina. Þú hefur aldrei verið í söngnámi - er það ekki nauðsynlegt til að verða góð- ur söngvari ? „Til að verða góður söngvari þarftu að syngja mikið. Þú þarft að ná þér í mikla söngreynslu og hvort sem þú gerir það í gegnum tónlistarskóla eða ekki skiptir kannski ekki sköpum. Þú getur farið ólíkar leiðir að því að verða góður söngvari. Sjálfur var ég í skólakór frá 11 ára til 13 ára aldurs. Ég hætti þegar ég fór í mútur enda þegar maður er 13 ára finnst manni ekkert töff að vera í skólakór, sem

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.