Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 8
25. LaÁuUwJír UM 5Í 25.LANDSMÓT umfI Glæsileg setningarathöfn á 25. Landsmóti UMFÍ 25. Landsmót UMF( var sett á Kópavogsvelli fimmtudaginn 5. júlí. Setningarathöfnin þótti mjög glæsileg og var mikill metnaður lagður í hana í hvívetna. Á annað þúsund þátttakendur á mótinu gengu fylktu liði inn á völlinn. Hátt í þrjú þúsund áhorfendur voru við setninguna en ný stúkubygging við völlinn var formlega tekin í notkun við þetta tækifæri. Keppni á landsmót- inu hófst snemma á fimmtudagsmorgninum 5. júlí og stóð fram á miðjan sunnudag 5. júlí. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti (slands, og Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, fluttu ávörp en það var síðan Björn B. Jónsson, for- maður UMFl, sem setti 25. Landsmót UMFl. Kynnir á opnunarhátíðinni var leikarinn geðþekki, Örn Árnason. Skólahljómsveit Kópa- vogs flutti tónlist ásamt kórum Kársnes- og Snælandsskóla. Friðrik Ómar söng með kórun- um. Þá sungu tenórsöngvararnir Jóhann Frið- geir Valdimarsson, Gunnar Guðbjörnsson og Björn Jónsson. Hera Björk, Regína Ósk, Margrét Eir og Heiða Ólafs þöndu raddböndin og Eiríkur Hauksson kom til landsins af þessu tilefni og tók Eurovisionlagið. Birgitta Haukdal og Jónsi fluttu landsmótslagið sem samið var sérstaklega af Trausta Bjarnasyni fyrir hátíðina og svo komu fram Götuleikhús Kópavogs, leikhópurinn Kær- leikur og fjöllistamenn frá Hinu Húsinu. Þá var glæsileg fimleika- og glímusýning sem æfð var sérstaklega fyrir hátíðina og keppt var í 800 metra hlaupi. Landsmótsnefnd var skipuð eftirtöldu fólki: Gunnar Birgisson, bæjarstjóri, formaður nefndarinnar, Valdimar Leó Friðriksson, UMSK, Þórður Guðmundsson, UMSK, Ester Jónsdóttir, UMSK, Jón Finnbogason, UMSK, Ómar Geir Þorgeirsson, UMSK, Björn B. Jónsson, formaður UMFl, Sæmundur Runólfsson, UMFl, og Anna Möller, UMFl. Björn Hermannsson varfram- kvæmdastjóri Landsmótsins. 3 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.