Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 4
Söautýntiiú UMFÍ C QerðMsafaU Eins og komið hefur fram var sögusýning Ung- mennafélags íslands opnuð í Gerðarsafni í Kópa- vogi 5. júlí sl. en UMFl fagnar 100 ára afmæli sínu á þessu ári. Það var Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti (slands, sem opnaði sögusýninguna að viðstöddu fjölmenni. Sýningin verður opin til 3. ágúst. Það var List og Saga er annaðist upp- setningu sýningarinnar, sem spannaði sögu Ungmennafélags (slands í heila öld. Sýningin var mjög áhugaverð en hana prýddu margir hlutir og ómetanlegar myndir í gegnum tiðina. Myndin var tekin við opnun sýningarinnar. Frá vinstri eru Guðbjörg Kristjáns- dóttir, forstöðumaðurGerðarsafns, Björn B. Jónsson, formaður UMF(, Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, Ólafur RagnarGrímsson, forseti (slands, og Björn B. Björnsson, hönnuður sýningarinnar. Helga Margrét Þorsteinsdóttir U.S.VF Margrét Helga Þorsteinsdóttir, USVH, hafnaði í 5. sæti á Heimsmeistaramóti ungmenna 17 ára og yngri í sjöþraut í Ostrava íTékklandi í júlí í sumar, er hún hlaut samtals 5.405 stig. Margrét Helga sigraði í síðustu grein þrautarinnar með yfirburð- um, hljóp á persónulegu meti 2:17,72 mín. Hún varaðeins27 stigum frá 4. sætinu og 89 stigum frá bronsverðlaunum á mótinu. Þessi árangur Helgu er að sjálf- sögðu nýtt meyjamet og þremur stigum yfir (slandsmeti Kristínar Birnu Ólafsdóttur (5.402 stig) í kvennaflokki, en þar sem hæð á grindum er 76,2 sm í þessu móti, en ekki 84 sm eins og í kvenna- þraut, er ekki um (slandsmet kvenna að ræða, en það er eini munurinn á þessari þraut og sjöþraut kvenna. Lokastaða sex efstu stúlkna í sjöþrautinni: 1. Katerina Cachová.Tékklandi, 5.641 stig 2. Carolin Schafer, Þýskalandi, 5.544 stig 3. Elisa-Sophie Döber, Þýska- landi, 5494 stig 4. Fride Linde, Svíþjóð, 5432 stig 5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, (slandi, 5.405 stig 6. Patricia Marceiello, Sviss, 5.163 stig Þess má geta að aðeins ein af þeim stúlkum, sem voru fyrir ofan Helgu, er jafnaldra hennar, en hinar eru allar 17 ára á þessu ári. Árangur Helgu Margrétar í einstökum greinum: 100 m grindahlaup: 14,56 sek. Hástökk: 1,63 metrar Kúluvarp: 11,90 metrar 200 m hlaup: 25,31 sek. Langstökk: 5,79 metrar Spjótkast: 35,40 metrar 800m: 2:17,72 mínútur Þetta er besti árangur íslensks keppanda á HM ungmenna frá upphafi. Einar Daði Lárusson náði 7. sæti í áttþraut á mótinu. 4 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.