Skinfaxi - 01.08.2007, Blaðsíða 35
fréttW tÁr IweyjwjjUMMÍ
Undirbúningur hafinn fyrir Unglingalandsmót í Grundarfirði 2009:
Myndin er frá fyrsta fundi undirbúningsnefndar fyrir Unglingalandsmótið sem haldið verður í Grundarfirði um verslunarmannahelgina 2009.
Mikil lyftistöng fyrir Snæfellsnesið allt
Fulltrúar UMFf og bæjaryfirvalda í Grundarfirði
hittust á sínum fyrsta fundi 25. september. Þar
var rætt um fyrirhugað Unglingalandsmót árið
2009 sem verður haldið í Grundarfirði. Á Ungl-
ingalandsmótinu á Flöfn í Flornafirði í sumar var
tilkynnt að stjórn UMFÍ hefði ákveðið að fela
FfSFI að halda Unglingalandsmótið árið 2009 í
Grundarfirði. Á þessum fyrsta fundi kynntu full-
trúar UMFl þær kröfur sem gerðar eru til móts-
haldara varðandi aðstöðu og framkvæmd móts-
ins. Þá var jafnframt farið yfir hvaða hlutverk
FISFI hefði við framkvæmd mótsins sem og Ung-
mennafélag Grundarfjarðar, en fulltrúar þessara
aðila sátu einnig þennan fyrsta fund.
„Eins og kom fram á fyrsta fundinum er í far-
vatninu hjá bæjarstjórninni að byggja íþrótta-
hús og sundlaug. Nú þegar er hafinn undirbún-
ingur að því en búið er að halda fund með verk-
tökum á svæðinu. Stefnt er að því að þessum
framkvæmdum verði lokið fyrir Unglingalands-
mótið I Grundarfirði 2009. Ennfremur er ætlunin
að setja gerviefni á frjálsíþróttasvæðið og Ijúka
við uppbyggingu á íþróttavellinum. Markmið-
ið er að ráðast í þessa framkvæmd strax næsta
sumar," sagði Garðar Svansson, formaður Flér-
aðssambands Snæfellsnes- og Flnappadalssýslu,
F-ISH; í samtali við Skinfaxa. Garðar sagði jafn-
framt í bígerð að byggja 2 til 4 sparkvelli við
grunnskólann sem verða nýttir á Unglíngalands-
mótinu. I vetur er ráðgert að tekin verði í notkun
ný reiðskemma á hestamannasvæðinu.
- Það hlýtur að vera mikil lyftistöng fyrir
bæjarfélagið að fá Unglingalandsmótið til sin?
„Það er mikil lyftistöng fyrir Snæfellsnesið allt.
Mannvirkin koma til með að nýtast framhalds-
skólanum og öðrum íþróttafélögum á Nesinu.
Það eru mjög spennandi tímarfram undan en
íþróttalíf stendur hér í miklum blóma. Víking-
arnir héldu sæti sínu í 1. deild í knattspyrnu og
Snæfellingar hömpuðu deildarbikarnum í körfu-
knattleiká dögunum.Við erum mjög brattir hér
á Snæfellsnesinu og lítum björtum augum til
framtíðar," sagði Garðar Svansson.
SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 35